Magic: Mitt Lakers-lið hefði unnið Golden State liðið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 12:30 Vísir/Samsett mynd/Getty og EPA Lið Golden State Warriors er þegar búið að setja NBA-met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili og vantar nú aðeins tvo sigra í viðbót til að tryggja sér NBA-titilinn annað árið í röð. NBA-goðsögnin Magic Johnson vill samt ekki gefa þeim það að þeir myndu ráða við Los Angeles Lakers liðið hans frá níunda áratugnum. Lakers-liðið frá níunda áratugnum var hið svokallaða Showtime-lið sem vann hug á hjörtu áhorfenda með hröðum og skemmtilegum leik þar sem Magic sjálfur lék við hvern sinn fingur. Ástæða þess að Magic Johnson var spurður út í útkomu úr ímynduðum leik á milli þessara liða var sú yfirlýsing Klay Thompson, leikmanns Golden State Warriors, eftir leik tvö í úrslitaeinvíginu að Warriors-liðið myndi vinna slíkan leik. Klay Thompson er vel tengdur inn í Lakers-liðið frá níunda áratugnum því faðir hans, Mychal Thompson, lék við hlið Magic Johnson í liði Los Angeles Lakers. Mychal Thompson kom til Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson 1987. „Ég hef aldrei séð tvo menn sem getað skotið boltanum eins og Steph [Curry] og Klay. Ég skal gefa þeim það," sagði Magic Johnson í viðtali í sjónvarpsþættinum First Take á ESPN. ESPN sagði frá. „Málið er að þeir hafa bara aldrei lent á móti liði eins og við vorum með. Hver þeirra sem hefði farið upp á móti mér hefðu þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og alveg sömu sögu er að segja af þeim James Worthy og Kareem [Abdul-Jabbar]," sagði Magic Johnson. „Pabbi Kyle, Mychal Thompson, er einn af klárustu körfuboltamönnunum sem ég hef spilað mér. Staðreyndin er bara að það myndi henta Warriors-liðinu illa að mæta okkur," sagði Johnson. „Það hefðu ekki getað stoppað Kareem og þeir hefðu ekki getað stoppað James. Þeir hefðu líka ráðið illa við það að við gátum bæði stillt upp og keyrt á lið í hraðaupphlaupum," sagði Magic. „Það sem þeir Curry og Thompson hafa gert fyrir NBA-deildina er frábært. Þeir verða frábærir fyrir þessa deild í langan tíma til viðbótar. Ég er samt ekki tilbúinn að gefa þeim neitt. Mitt Showtime Lakers-lið myndi vinna þá. Mér er alveg saman um hvað aðrir segja,“ sagði Magic. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira
Lið Golden State Warriors er þegar búið að setja NBA-met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili og vantar nú aðeins tvo sigra í viðbót til að tryggja sér NBA-titilinn annað árið í röð. NBA-goðsögnin Magic Johnson vill samt ekki gefa þeim það að þeir myndu ráða við Los Angeles Lakers liðið hans frá níunda áratugnum. Lakers-liðið frá níunda áratugnum var hið svokallaða Showtime-lið sem vann hug á hjörtu áhorfenda með hröðum og skemmtilegum leik þar sem Magic sjálfur lék við hvern sinn fingur. Ástæða þess að Magic Johnson var spurður út í útkomu úr ímynduðum leik á milli þessara liða var sú yfirlýsing Klay Thompson, leikmanns Golden State Warriors, eftir leik tvö í úrslitaeinvíginu að Warriors-liðið myndi vinna slíkan leik. Klay Thompson er vel tengdur inn í Lakers-liðið frá níunda áratugnum því faðir hans, Mychal Thompson, lék við hlið Magic Johnson í liði Los Angeles Lakers. Mychal Thompson kom til Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson 1987. „Ég hef aldrei séð tvo menn sem getað skotið boltanum eins og Steph [Curry] og Klay. Ég skal gefa þeim það," sagði Magic Johnson í viðtali í sjónvarpsþættinum First Take á ESPN. ESPN sagði frá. „Málið er að þeir hafa bara aldrei lent á móti liði eins og við vorum með. Hver þeirra sem hefði farið upp á móti mér hefðu þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og alveg sömu sögu er að segja af þeim James Worthy og Kareem [Abdul-Jabbar]," sagði Magic Johnson. „Pabbi Kyle, Mychal Thompson, er einn af klárustu körfuboltamönnunum sem ég hef spilað mér. Staðreyndin er bara að það myndi henta Warriors-liðinu illa að mæta okkur," sagði Johnson. „Það hefðu ekki getað stoppað Kareem og þeir hefðu ekki getað stoppað James. Þeir hefðu líka ráðið illa við það að við gátum bæði stillt upp og keyrt á lið í hraðaupphlaupum," sagði Magic. „Það sem þeir Curry og Thompson hafa gert fyrir NBA-deildina er frábært. Þeir verða frábærir fyrir þessa deild í langan tíma til viðbótar. Ég er samt ekki tilbúinn að gefa þeim neitt. Mitt Showtime Lakers-lið myndi vinna þá. Mér er alveg saman um hvað aðrir segja,“ sagði Magic. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira