Magic: Mitt Lakers-lið hefði unnið Golden State liðið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 12:30 Vísir/Samsett mynd/Getty og EPA Lið Golden State Warriors er þegar búið að setja NBA-met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili og vantar nú aðeins tvo sigra í viðbót til að tryggja sér NBA-titilinn annað árið í röð. NBA-goðsögnin Magic Johnson vill samt ekki gefa þeim það að þeir myndu ráða við Los Angeles Lakers liðið hans frá níunda áratugnum. Lakers-liðið frá níunda áratugnum var hið svokallaða Showtime-lið sem vann hug á hjörtu áhorfenda með hröðum og skemmtilegum leik þar sem Magic sjálfur lék við hvern sinn fingur. Ástæða þess að Magic Johnson var spurður út í útkomu úr ímynduðum leik á milli þessara liða var sú yfirlýsing Klay Thompson, leikmanns Golden State Warriors, eftir leik tvö í úrslitaeinvíginu að Warriors-liðið myndi vinna slíkan leik. Klay Thompson er vel tengdur inn í Lakers-liðið frá níunda áratugnum því faðir hans, Mychal Thompson, lék við hlið Magic Johnson í liði Los Angeles Lakers. Mychal Thompson kom til Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson 1987. „Ég hef aldrei séð tvo menn sem getað skotið boltanum eins og Steph [Curry] og Klay. Ég skal gefa þeim það," sagði Magic Johnson í viðtali í sjónvarpsþættinum First Take á ESPN. ESPN sagði frá. „Málið er að þeir hafa bara aldrei lent á móti liði eins og við vorum með. Hver þeirra sem hefði farið upp á móti mér hefðu þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og alveg sömu sögu er að segja af þeim James Worthy og Kareem [Abdul-Jabbar]," sagði Magic Johnson. „Pabbi Kyle, Mychal Thompson, er einn af klárustu körfuboltamönnunum sem ég hef spilað mér. Staðreyndin er bara að það myndi henta Warriors-liðinu illa að mæta okkur," sagði Johnson. „Það hefðu ekki getað stoppað Kareem og þeir hefðu ekki getað stoppað James. Þeir hefðu líka ráðið illa við það að við gátum bæði stillt upp og keyrt á lið í hraðaupphlaupum," sagði Magic. „Það sem þeir Curry og Thompson hafa gert fyrir NBA-deildina er frábært. Þeir verða frábærir fyrir þessa deild í langan tíma til viðbótar. Ég er samt ekki tilbúinn að gefa þeim neitt. Mitt Showtime Lakers-lið myndi vinna þá. Mér er alveg saman um hvað aðrir segja,“ sagði Magic. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina Sjá meira
Lið Golden State Warriors er þegar búið að setja NBA-met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili og vantar nú aðeins tvo sigra í viðbót til að tryggja sér NBA-titilinn annað árið í röð. NBA-goðsögnin Magic Johnson vill samt ekki gefa þeim það að þeir myndu ráða við Los Angeles Lakers liðið hans frá níunda áratugnum. Lakers-liðið frá níunda áratugnum var hið svokallaða Showtime-lið sem vann hug á hjörtu áhorfenda með hröðum og skemmtilegum leik þar sem Magic sjálfur lék við hvern sinn fingur. Ástæða þess að Magic Johnson var spurður út í útkomu úr ímynduðum leik á milli þessara liða var sú yfirlýsing Klay Thompson, leikmanns Golden State Warriors, eftir leik tvö í úrslitaeinvíginu að Warriors-liðið myndi vinna slíkan leik. Klay Thompson er vel tengdur inn í Lakers-liðið frá níunda áratugnum því faðir hans, Mychal Thompson, lék við hlið Magic Johnson í liði Los Angeles Lakers. Mychal Thompson kom til Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson 1987. „Ég hef aldrei séð tvo menn sem getað skotið boltanum eins og Steph [Curry] og Klay. Ég skal gefa þeim það," sagði Magic Johnson í viðtali í sjónvarpsþættinum First Take á ESPN. ESPN sagði frá. „Málið er að þeir hafa bara aldrei lent á móti liði eins og við vorum með. Hver þeirra sem hefði farið upp á móti mér hefðu þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og alveg sömu sögu er að segja af þeim James Worthy og Kareem [Abdul-Jabbar]," sagði Magic Johnson. „Pabbi Kyle, Mychal Thompson, er einn af klárustu körfuboltamönnunum sem ég hef spilað mér. Staðreyndin er bara að það myndi henta Warriors-liðinu illa að mæta okkur," sagði Johnson. „Það hefðu ekki getað stoppað Kareem og þeir hefðu ekki getað stoppað James. Þeir hefðu líka ráðið illa við það að við gátum bæði stillt upp og keyrt á lið í hraðaupphlaupum," sagði Magic. „Það sem þeir Curry og Thompson hafa gert fyrir NBA-deildina er frábært. Þeir verða frábærir fyrir þessa deild í langan tíma til viðbótar. Ég er samt ekki tilbúinn að gefa þeim neitt. Mitt Showtime Lakers-lið myndi vinna þá. Mér er alveg saman um hvað aðrir segja,“ sagði Magic. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn