Fótbolti

Myndbandið sem strákarnir okkar horfðu á áður en þeir stigu upp í flugvélina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir í fótboltalandsliðinu eru komnir til Frakklands ásamt starfsliði KSÍ þar sem að íslenska liðið mun taka þátt í Evrópukeppni landsliða ásamt 23 öðrum þjóðum.

Strákarnir fóru af stað frá Hótel Hilton í morgun, jakkafataklæddir og flottir, tilbúnir. Hvert skref sem þeir taka úr þessu verður sögulegt enda litla Ísland aldrei verið áður á stærsta sviðinu í evrópskum fótbolta.

Áður en íslensku hópurinn gekk um borð í Icelandair flugvélina, sem var sérstaklega merkt íslenska landsliðinu, fékk hópurinn að horfa á skemmtilegt kveðjumyndband frá fjölskyldumeðlimum, vinum og öðrum skemmtilegum Íslendingum sem óskuðu þeim góðs gengis á EM.

Fyndnin, fjörið, frumleikinn og fíflalætin fengu að njóta sín hjá mörgum í þessu myndbandi sem kveikti eflaust enn meira undir þjóðarstolti strákanna okkar sem vita að þeir eru með eina þjóð á bak við sig á Evrópumótinu í Frakklandi.

Það er hægt að sjá þetta skemmtilega myndband í spilaranum hér fyrir ofan en það var Íslenska auglýsingastofan sem lét gera myndbandið fyrir Icelandair.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×