Um hælisleitendur, börn og framtíðina Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar 6. júní 2016 13:36 Í vikunni hitti ég eins árs gamla stúlku sem heitir Anna. Með úfið krullað hár vappandi um á bleyju og hvítri samfellu heima hjá sér. Klukkan var 10 um kvöld og sú litla var ekkert á því að fara að sofa heldur faldi hún sig bak við pabba sinn og horfði á mig, ókunna manninn sem var kominn í heimsókn. Í augunum og allri líkamstjáningu var þessi blanda af forvitni og feimni, varkárni og leikgleði, sem einkennir öll börn allstaðar. Þegar ég umgengst börn leiði ég oft hugan ósjálfrátt að framtíðinni. Börn eru óskrifað blað, ótakmarkaðir möguleikar. Börn eru framtíðin, einstaklingar í ferlinu að þroskast, vaxa, skilja, verða eitthvað meira en þau eru í dag. Börn eru líka hluti af samfélaginu, þau eru framtíðin, næsta kynslóð, gildi og hugsjónir morgundagsins. En henni Önnu er ekki búin björt framtíð, hún fær ekki að ganga í íslenskan skóla eða taka þátt í íslensku samfélagi á nokkurn annan hátt. Ástæðan er sú að faðir hennar hann Stephen, þessi góði hægláti maður sem hægt er að fela sig hjá þegar ókunnugir koma í heimsón, hann er fæddur í Nígeríu. Móðir hennar, Salome, þjáist af alvarlegri sykursýki og er fæddi í Miðbaugs-Gíneu. Sjálf er Anna fædd á Íslandi og hefur aldrei átt annarstaðar heima. Það á að senda Stephen, Salome, Önnu og stóra 3 ára bróðir hennar Brian frá Íslandi. Yfirvöld virðast ekki alveg vita hvert. Nígeríu eða Gíneu? Svo lengi sem þau halda sig í Afríku virðist það ekki skipta máli. Sárar spurningar hellast yfir mig. Hvar verður Anna á næsta ári? Hvar verður hún eftir 10 ár? Hvar fær stúlkan sem tilheyrir engu landi heldur aðeins mannkyninu að búa sér til líf og framtíð? Mun móðir hennar lifa af? Hvar mun hún fá þessar fjórar insúlín sprautur á dag sem hún þarf? Fær fjölskyldan að vera saman? Eða verður þeim sundrað af landamærum sem dregin voru með reglustiku af nýlenduherrunum fyrir ári og öld? Það hrjá mig einnig hugsanir um það hvað við samfélagið Ísland erum að gefa upp á bátinn með ómanneskjulegri stefnu okkar í útlendingamálum. Við erum samfélag sem tærist upp af því mannhatri sem Útlendingastofnun hefur fengið að viðhalda allt of lengi án þess að stjórnmálamenn þori að grípa inn í og setja þeim svo mikið sem hóflegustu siðferðilegu mörk. Nú þegar nokkrir hvítir miðaldra karlmenn bítast á um það hver fær að vera forseti leiði ég hugann að því hvað Íslendingar eru fjölbreyttir og hvernig samfélag við getum orðið ef við byggjum á margbreytileika okkar. Verðum við ennþá lokað samfélag, þar sem allir aðrir en hvítir karlmenn eru jaðarhópur eftir 35 ár? Eða verður kannski kjörkuð ung kona með úfið krullað hár og barnslega forvitni enn glampandi í augunum í forsetaframboði þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í vikunni hitti ég eins árs gamla stúlku sem heitir Anna. Með úfið krullað hár vappandi um á bleyju og hvítri samfellu heima hjá sér. Klukkan var 10 um kvöld og sú litla var ekkert á því að fara að sofa heldur faldi hún sig bak við pabba sinn og horfði á mig, ókunna manninn sem var kominn í heimsókn. Í augunum og allri líkamstjáningu var þessi blanda af forvitni og feimni, varkárni og leikgleði, sem einkennir öll börn allstaðar. Þegar ég umgengst börn leiði ég oft hugan ósjálfrátt að framtíðinni. Börn eru óskrifað blað, ótakmarkaðir möguleikar. Börn eru framtíðin, einstaklingar í ferlinu að þroskast, vaxa, skilja, verða eitthvað meira en þau eru í dag. Börn eru líka hluti af samfélaginu, þau eru framtíðin, næsta kynslóð, gildi og hugsjónir morgundagsins. En henni Önnu er ekki búin björt framtíð, hún fær ekki að ganga í íslenskan skóla eða taka þátt í íslensku samfélagi á nokkurn annan hátt. Ástæðan er sú að faðir hennar hann Stephen, þessi góði hægláti maður sem hægt er að fela sig hjá þegar ókunnugir koma í heimsón, hann er fæddur í Nígeríu. Móðir hennar, Salome, þjáist af alvarlegri sykursýki og er fæddi í Miðbaugs-Gíneu. Sjálf er Anna fædd á Íslandi og hefur aldrei átt annarstaðar heima. Það á að senda Stephen, Salome, Önnu og stóra 3 ára bróðir hennar Brian frá Íslandi. Yfirvöld virðast ekki alveg vita hvert. Nígeríu eða Gíneu? Svo lengi sem þau halda sig í Afríku virðist það ekki skipta máli. Sárar spurningar hellast yfir mig. Hvar verður Anna á næsta ári? Hvar verður hún eftir 10 ár? Hvar fær stúlkan sem tilheyrir engu landi heldur aðeins mannkyninu að búa sér til líf og framtíð? Mun móðir hennar lifa af? Hvar mun hún fá þessar fjórar insúlín sprautur á dag sem hún þarf? Fær fjölskyldan að vera saman? Eða verður þeim sundrað af landamærum sem dregin voru með reglustiku af nýlenduherrunum fyrir ári og öld? Það hrjá mig einnig hugsanir um það hvað við samfélagið Ísland erum að gefa upp á bátinn með ómanneskjulegri stefnu okkar í útlendingamálum. Við erum samfélag sem tærist upp af því mannhatri sem Útlendingastofnun hefur fengið að viðhalda allt of lengi án þess að stjórnmálamenn þori að grípa inn í og setja þeim svo mikið sem hóflegustu siðferðilegu mörk. Nú þegar nokkrir hvítir miðaldra karlmenn bítast á um það hver fær að vera forseti leiði ég hugann að því hvað Íslendingar eru fjölbreyttir og hvernig samfélag við getum orðið ef við byggjum á margbreytileika okkar. Verðum við ennþá lokað samfélag, þar sem allir aðrir en hvítir karlmenn eru jaðarhópur eftir 35 ár? Eða verður kannski kjörkuð ung kona með úfið krullað hár og barnslega forvitni enn glampandi í augunum í forsetaframboði þá?
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun