Sport

Leikur flautaður af vegna brjálaðra býflugna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Býflugur eru ekki oft til mikilla vandræða þegar kemur að kappleikjum en svo var þó raunin í Englandi á dögunum. Býflugurnar í Derbyshire virðist ekki vera miklir krikket aðdáendur.

Þá varð að flauta af krikketleik á milli tveggja fimmtán ára liða South Derbyshire og Derby City á Elvaston-vellinum í Derbyshire.

BBC segir frá því að býflugnasveimur hafi annaðhvort verið á móti því að krikket væri spilað þann daginn eða flugurnar hafi verið að verja sitt svæði.

„Þetta var eitt það ótrúlegasta sem ég hef séð," sagði Terry Gorman, stjórnarformaður í Elvaston krikketklúbbnum og að heyra hann segja það bendir nú til þess að býflugurnar séu ekki þekktur skaðvaldur á vellinum.

Einn strákurinn var stunginn og leikmennirnir hlupu í skjól eftir að býflugurnar gerðu fyrst vart við sig. Það var reynt að fara aftur út á völl eftir klukkutíma bið. Þegar flugurnar birtust aftur þá var leikurinn hinsvegar flautaður af.

„Við sögðum leikmönnunum að hætt að spila og dómarinn ákvað að það væri ekki óhætt fyrir þá að spila undir þessum ástæðum. Ég hef aldrei séð býflugurnar svona agressívar. Meira að segja sérfræðingarnir eigi eftir með að útskýra þetta," sagði Terry Gorman við BBC.

„Ég hef aldrei séð annað eins áður. Stanslaus straumur af býflugum flaug um völlinn. Okkur varð það ljós á endanum að þetta gengi ekki," sagði Steve Stubbings, þjálfari Derby City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×