Erlent

Þingmaður fórst í árás

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Menn úr sveitum talíbana í Afganistan.
Menn úr sveitum talíbana í Afganistan. Nordicphotos/AFP
Afganskur þingmaður fórst ásamt þremur öðrum í sprengingu í höfuðborg landsins, Kabúl, í gær. Sprengingin varð fyrir utan heimili þingmannsins, Sher Wali Wardak, sem dó í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Sjö manns féllu í annarri árás í austurhluta landsins. Þá réðust vopnaðir talíbanar, íklæddir lögreglubúningum, á réttarsal. Í yfirlýsingu sem talíbanar sendu frá sér segja þeir árásinna hefnd fyrir aftöku sex talíbana í síðasta mánuði.

Allt er stopp í friðarviðræðum á milli talíbana og ríkisstjórnarinnar um þessar mundir. Talíbanar neita að taka þátt í friðarviðræðum fyrr en erlendir hermenn eru allir farnir úr landi. Hermenn Atlantshafsbandalagsins í landinu eru nú um þrettán þúsund. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×