Dánarorsök Ali var ígerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 09:36 Muhammad Ali var einn þekktasti íþróttamaður heims. vísir/getty Dánarorsök hnefaleikakappans Muhammad Ali var ígerð að sögn fjölskyldu hans. Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. Ali var með Parkinson-sjúkdóminn en hafði auk þess verið að glíma við veikindi í öndunarfærum dagana áður en hann lést. Opinber jarðarför Ali verður haldinn í heimabæ hans Louiseville í Kentucky á föstudag. Á meðal þeirra sem halda munu ræður er Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Þá minntust bæði knattspyrnugoðsögnin Pele og Barack Obama forseti Bandaríkjanna Ali í gær. Sagði Obama að Ali hefði hrist upp í heiminum og að heimurinn væri betri fyrir vikið. Ali var einn þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann fæddist í Kentucky-ríki árið 1942 og var skírður Cassius Marcellus Clay. Hann öðlaðist fyrst heimsfrægð þegar hann vann gullverðlaun í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Með sigri sínum á Sonny Liston árið 1964 varð Ali heimsmeistari í fyrsta sinn en hann átti eftir að vera fyrstur allra til að vinna þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt. Hlaut hann viðurnefnið „Sá besti“ (e. The Greatest) fyrir erfiðið. Hann lagði hanskana á hilluna árið 1981 og hafði þá unnið 56 af 61 slag á ferlinum. Hann var þó einnig þekktur fyrir ummæli sín og störf utan hnefaleikahringsins. Ali var skáld, með eindæmum orðheppinn og ötull baráttumaður fyrir mannréttindum svertingja. Hann tók upp íslamstrú og nafnið Muhamad Ali á sjöunda áratugnum. Þá var hann sviptur keppnisréttindum í fjögur ár eftir að hann óhlýðnaðist herkvaðningu vegna andstöðu sinnar við Víetnam-stríðið. Hann greindist með Parkinsonsjúkdóm stuttu eftir að íþróttaferli hans lauk. Hann kom reglulega fram opinberlega nokkurn veginn allt til dauðadags. Tengdar fréttir Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Dánarorsök hnefaleikakappans Muhammad Ali var ígerð að sögn fjölskyldu hans. Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. Ali var með Parkinson-sjúkdóminn en hafði auk þess verið að glíma við veikindi í öndunarfærum dagana áður en hann lést. Opinber jarðarför Ali verður haldinn í heimabæ hans Louiseville í Kentucky á föstudag. Á meðal þeirra sem halda munu ræður er Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Þá minntust bæði knattspyrnugoðsögnin Pele og Barack Obama forseti Bandaríkjanna Ali í gær. Sagði Obama að Ali hefði hrist upp í heiminum og að heimurinn væri betri fyrir vikið. Ali var einn þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann fæddist í Kentucky-ríki árið 1942 og var skírður Cassius Marcellus Clay. Hann öðlaðist fyrst heimsfrægð þegar hann vann gullverðlaun í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Með sigri sínum á Sonny Liston árið 1964 varð Ali heimsmeistari í fyrsta sinn en hann átti eftir að vera fyrstur allra til að vinna þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt. Hlaut hann viðurnefnið „Sá besti“ (e. The Greatest) fyrir erfiðið. Hann lagði hanskana á hilluna árið 1981 og hafði þá unnið 56 af 61 slag á ferlinum. Hann var þó einnig þekktur fyrir ummæli sín og störf utan hnefaleikahringsins. Ali var skáld, með eindæmum orðheppinn og ötull baráttumaður fyrir mannréttindum svertingja. Hann tók upp íslamstrú og nafnið Muhamad Ali á sjöunda áratugnum. Þá var hann sviptur keppnisréttindum í fjögur ár eftir að hann óhlýðnaðist herkvaðningu vegna andstöðu sinnar við Víetnam-stríðið. Hann greindist með Parkinsonsjúkdóm stuttu eftir að íþróttaferli hans lauk. Hann kom reglulega fram opinberlega nokkurn veginn allt til dauðadags.
Tengdar fréttir Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16
Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45