Erlent

Tugir slasaðir eftir eldingu á Rock am Ring

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
51 er slasaður, þar af átta alvarlega.
51 er slasaður, þar af átta alvarlega. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 51 slasaðist, þar af átta alvarlega eftir að eldingu laust niður á tónleikahátíðinni Rock am Ring sem nú fer fram í Þýskalandi.

Eldingunni laust niður um klukkan 00.30 í nótt að staðartíma. Lögreglan í Þýskalandi segir að lífga hafi þurft tvo tónleikagesti við.

Veður hefur verið slæmt í Evrópu í vikunni og hafa ellefu látist vegna gríðarlegs úrhellis og flóða af völdum þess.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem elding setur strik í reikninginn hjá tónleikahátíðinni. Á síðasta ári voru 33 fluttir á sjúkrahús eftir að eldingu laust niður á hátíðarsvæðinu.

Um 45 þúsund gestir eru á Rock am Ring og segja skipuleggjendur hátíðarinnar að henni verði haldið áfram. Bandaríska hljómsveitin Red Hot Chilli Peppers er aðalnúmerið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×