Erlent

Húsleit hjá FIFA

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sepp Blatter.
Sepp Blatter.
Svissneska lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) í borginni Zürich í gær. Húsleitin er liður í rannsókn svissnesku lögreglunnar á starfsemi samtakanna. Ýmis skjöl og rafeindatæki voru gerð upptæk.

Húsleitin, sem er ekki sú fyrsta, kemur í kjölfar yfirheyrslna yfir Sepp Blatter, fyrrverandi forseta FIFA, og Jerome Valcke, fyrrverandi aðalritara. Báðir eru þeir grunaðir um að hafa framið ýmis lögbrot á meðan þeir störfuðu fyrir stofnunina.

Blatter og Valcke hafa báðir neitað sök í málinu en eru nú í sex til tólf ára banni frá störfum fyrir stofnunina.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×