Erlent

Tróð marvaða í tuttugu tíma

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
61 árs gamall maður féll útbyrðis og mátti troða marvaða í tuttugu tíma þangað til honum var bjargað.
61 árs gamall maður féll útbyrðis og mátti troða marvaða í tuttugu tíma þangað til honum var bjargað. Vísir/Getty
Bandaríska strandgæslan bjargaði í gær fyrrverandi flugmanni í sjóhernum úr Mexíkóflóa. Hafði hann fallið útbyrðis af bát sínum og troðið marvaða, án björgunarvestis, í tuttugu tíma.

Maðurinn, hinn 61 árs gamli William Durden, hafði haldið út á Mexíkóflóa á báti sínum einn síns liðs til þess að veiða. Er hann hafði ekki snúið heim á ný eftir dágóða stund hringdi kona hans á neyðarlínuna.

Kom í ljós að hann hafði fallið útbyrðis en báturinn fannst nærri St. Martins Keys, um 100 kílómetrum frá Tampa í Flórída. Flugmenn Strandgæslunnar komu auga á Durden, 30 kílómetrum frá landi, þar sem hann hafði troðið marvaða í um tuttugu tíma.

Durden sagði Strandgæslunni að hann fallið útbyrðis eftir að hafa reynt að grípa í veiðistöng sína. Hann segir þjálfun sína úr sjóhernum hafa bjargað lífi sínu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af björguninni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×