Erlent

Sagt að halda sig fjarri Signubökkum vegna vatnavaxta

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gríðarlegt úrhelli hefur sett strik í reikning daglegs lífs Parísarbúa.
Gríðarlegt úrhelli hefur sett strik í reikning daglegs lífs Parísarbúa. Vísir/EPA
Íbúum Parísar hefur verið sagt að halda sig fjarri bökkum árinnar Signu vegna gríðarlegra vatnavaxta. Reiknað er með að vatnshæð árinnar rísi um sex metra í dag, en svo mikið vatnsmagn hefur ekki mælst í rúm þrjátíu ár.

Mikið úrhelli hefur verið víðs vegar um Evrópu í vikunni og samsvarar rigning síðustu þriggja daga meðalrigningu á sex vikum. Að minnsta kosti ellu manns hafa látist í flóðum í Evrópu vegna úrhellisins. Hinum heimsfrægu listasöfnum Louvre og Musee d'Orsay verða lokuð í dag svo starfsmenn geti einbeitt sér að því að bjarga listverðmætum úr kjallarageymslum safnanna.

Stjórnvöld í Frakklandi hafa lýst ástandinu vegna flóða í nokkrum héröðum landsins sem náttúruhamförum. Umhverfisráðherra Frakklands, Segolene Royal, óttast að frekari manntjón muni koma í ljós eftir að flóðin taka að réna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×