Erlent

Fjörutíu og fjórir á sjúkrahús eftir að komast í snertingu við hvítt duft

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekki er vitað hvað hvíta duftið er sem var í pakkanum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ekki er vitað hvað hvíta duftið er sem var í pakkanum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/epa
Fjörutíu og fjórir voru fluttir á sjúkrahús í bænum Stokke í Suður-Noregi í í nótt eftir að pakki með óþekktu hvítu dufti opnaðist á póstdreifingarmiðstöð í bænum. Duftið sáldraðist út í loftið og fundu fjórtán manns sem voru í herberginu strax fyrir sárindum í hálsi, roða á skinni og miklum kláða.

Fólkið var flutt með hraði á sjúkrahús en 30 aðrir starfsmenn pósthússins fóru einnig á sjúkrahús til eftirlits án þess að hafa fundið fyrir einkennum.

Sprengjusveit lögreglunnar, sem einnig er þjálfuð í meðhöndlun á eiturefnum hefur verið við störf í pósthúsinu í alla nótt en ekkert er enn vitað um hverskyns duft var að ræða eða hvaðan það kom. Svipaður pakki fannst einnig á pósthúsi í Stokkhólmi í nótt en engum varð meint af þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×