Armenar segja að um ein og hálf milljón þeirra hafi verið drepin en Tyrkir segja töluna mun lægri. Við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar voru tvær milljónir Armena í austurhluta Tyrklands. Árið 1922 voru þeir einungis 400 þúsund.
Samkvæmt BBC hafa rúmlega tuttugu þjóðir viðurkennt þjóðarmorðin. Tyrkir neita því að Armenar hafi verið myrtir með skipulögðum hætti og segja að umrót hafi verið gífurlega mikið við lok Ottómanaveldisins. Fjölmargir Tyrkir hafi einnig dáið.
Fjölmiðlar í Þýskalandi segja að þingmenn hafi fundið fyrir þrýstingi frá Tyrkjum vegna atkvæðagreiðslunnar og meðal annars hafi þeir fengið hótanir og ógnandi tölvupósta.