Erlent

Birtu símtal móðurinnar til Neyðarlínunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Þriggja ára drengur sem féll í búr górilla í dýragarði í Bandaríkjunum um helgina er sagður vera að jafna sig. Hann var dreginn um búrið af górillunni Harambe áður en górillan var skotin til bana. Lögreglan rannsakar nú hvernig drengurinn féll í búrið og hefur símtal móður hans til Neyðarlínunnar verið birt.

Forsvarsmenn dýragarðisins halda því fram að það eina í stöðunni hafi verið að skjóta górilluna og segja öryggi í kringum gryfjuna vera fullnægjandi. Dýraverndunarsinnar segja hins vegar að starfsmenn dýragarðsins hafi sýnt vanrækslu.

Dýragarðurinn hefur verið kærður af dýraverndarsamtökum.

Foreldrar drengsins hafa fengið morðhótanir á samfélagsmiðlum. Þá hafa rúmlega 450 þúsund manns skrifað undir áskorun um að lögreglan rannsaki hátterni þeirra.


Tengdar fréttir

Verja ákvörðunina um að skjóta górilluna

Yfirmenn dýragarðs í Cincinnati segja að það hafi verið hárrétt ákvörðun að skjóta górilluna Harambe eftir að ungur drengur féll niður í gryfju hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×