Fótbolti

Lukaku bjargaði jafntefli gegn Finnlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku fagnar jöfnunarmark Belga.
Lukaku fagnar jöfnunarmark Belga. vísir/afp
Georginio Wijnaldum tryggði Hollandi sigur á Pólverjum og Romelu Lukaku bjargaði jafntefli fyrir Belgíu gegn Finnlandi í vináttulandsleikjum kvöldsins.

Vincent Janssen kom Hollandi yfir á 33. mínútu og þannig stóðu leikar allt þangað til á 60. mínútu þegar Artur Jedrzejczyk jafnaði metin.

Það var svo Newcastle-maðurinn Georginio Wijnaldum sem tryggði Hollendingum sigur á 76. mínútu með sínu fimmta landsliðsmarki.

Pólland er í riðli með Þýskalandi, Norður-Írlandi og Úkraínu á Evrópumótinu í Frakklandi, en Hollendingar verða ekki meðal keppnisþjóða eins og frægt er orðið.

Eitt besta landslið heims í dag, Belgía, náði bara jafntefli gegn Finnlandi á heimavelli sínum í dag, í næst síðasta leik liðsins fyrir EM. Þeir mæta Norðmönnum á sunnudaginn sem unnu Íslendinga í kvöld.

Kasper Haemaelaeinen kom Finnum yfir og það var ekki fyrr en á 89. mínútu sem Everton framherjinn, Romelu Lukaku, jafnaði og tryggði Belgum jafntefli.

Belgar eru í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð á EM, en þau leika í riðli E.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×