Alþingi enn undir hæl Danakonungs? Ragnar Aðalsteinsson skrifar 2. júní 2016 07:00 Óumdeilt er að frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur frumuppspretta ríkisvaldsins verið hjá þjóðinni. Þjóðin hefur rétt til að setja setja sér stjórnarskrá. Valdhafarnir sækja vald sitt til þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur þjóðinni ekki tekist að setja sér sína eigin stjórnarskrá, enda þótt valdið til þess hafi verið hjá henni í meira en 70 ár. Hér verður leitast við að svara því hvað því veldur. Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 er að meginstefnu til stjórnarskráin sem konungur afhenti þjóðinni árið 1874 eftir að hafa synjað staðfestingar á stjórnarskrártillögum Alþingis. Þetta er athyglivert í ljósi þess að meðallíftími stjórnarskráa á heimsvísu er aðeins 19 ár. Alþingi samþykkti árið 1942 að ekki skyldu gerðar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, „sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Forseti kom í stað konungs, þó þannig að synjunarvald hans var takmarkaðra en konungs. Í stjórnarskránni 1874 er ákvæði um aðferð við breytingu á stjórnarskránni og felst hún í samþykki Alþingis, almennum þingkosningum og staðfestingu hins nýkjörna þings auk staðfestingar konungs. Ákvæðið er efnislega óbreytt í gildandi stjórnarskrá að því undanskildu að staðfestingar konungs er ekki krafist. Þjóðin býr því enn við þá einhliða ákvörðun konungs frá 1874, að afskipti þjóðarinnar af endurskoðun stjórnarskrárinnar skuli takmarkast við þátttöku í almennum þingkosningum, sem snúast ekki um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Árin 1994-1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður. Þá var því haldið leyndu hver eða hverjir hefðu samið tillögurnar en þær voru bornar fram af þeim stjórnmálaflokkum sem þá áttu fulltrúa á þingi. Hin fullvalda þjóð, sem Alþingi sækir vald sitt til og á rétt á að setja sér stjórnarskrá, fékk þrjár vikur til að koma að athugasemdum sínum við frumvarpið. Tilefni þess að þetta er rifjað upp hér er að minna á þá ríku tilhneigingu stjórnmálaflokkanna á þingi að líta svo á að þeir og þeir einir séu vörslumenn stjórnarskrárinnar og hún komi vart öðrum við. Vegna þess að frumkvæðið að breytingum á stjórnarskránni er í höndum Alþingis er örðugt að sjá fyrir sér hvernig þjóðin geti náð til sín löghelguðu valdi sínu sem hinn óskoraði stjórnarskrárgjafi. Hlutverk stjórnarskrár er m.a. að kveða á um meðferð ríkisvalds og dreifingu þess og temprun. Hún setur valdhöfunum margvíslegar skorður við meðferð valdsins. Þeir sem fara með ríkisvald munu eðli málsins samkvæmt í lengstu lög leggjast gegn breytingum á stjórnarskránni, sem takmarka vald þeirra. Þetta viðhorf skýrir að verulegu leyti hin þinglegu afdrif tillagna stjórnlagaráðsins frá 2011. Þær tillögur horfðu mjög til aukinnar þátttöku og aukinna áhrifa almennings á þjóðmálin, þ.e. til aukins lýðræðis. Aukin afskipti almennings af þjóðmálum meðal annars með kröfum um þjóðaratkvæði hafa óhjákvæmilega í för með sér að hinir kjörnu fulltrúar verða að taka tillit til skoðana almennings, ekki aðeins í aðdraganda kosninga, heldur einnig samfellt á milli kosninga. Gangi meiri hluti þingsins gegn almannaviljanum á hann það á hættu að fram komi krafa um þjóðaratkvæði, sem kann að leiða til falls þeirrar ríkisstjórnar, sem þingmeirihlutinn styður. Eina færa leiðin til að ná þeim rétti til þjóðarinnar að setja sér sjálf stjórnarskrá er að meirihluti þingsins fallist á að gera breytingar á fyrirmælum Danakonungs frá 1874 um það hvernig breyta megi stjórnarskránni, þannig að framvegis verði valdið til þess hjá þjóðinni, sem ákveður aðferðina við að semja stjórnarskrá og fullgilda hana að undangengnu lýðræðislegu ferli með þátttöku almennings ekki ósvipuðu því sem stjórnlagráð tíðkaði við samningu tillagnanna frá 2011. Hafa verður í huga að Alþingi setur almenn lög, en í stjórnarskrá er að finna þau lög sem þjóðin setur og binda þingið, sem er vanhæft til að ákveða valdmörk sín og leikreglur. Fari svo að Alþingi beiti sér ekki fyrir þeirri breytingu á fyrirmælunum frá Danakonungi frá 1874 þá má segja að áhrifavald konungsins vari enn á Alþingi þrátt fyrir lýðveldisstofnunina og þingið sæki vald sitt til konungsins til að svipta fullvalda þjóðina valdi sínu til að setja sér stjórnarskrá. Þingið er þá enn undir hæl konungsins. Þjóðin þarf að finna leið til að losa þingið undan hæl hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Óumdeilt er að frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur frumuppspretta ríkisvaldsins verið hjá þjóðinni. Þjóðin hefur rétt til að setja setja sér stjórnarskrá. Valdhafarnir sækja vald sitt til þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur þjóðinni ekki tekist að setja sér sína eigin stjórnarskrá, enda þótt valdið til þess hafi verið hjá henni í meira en 70 ár. Hér verður leitast við að svara því hvað því veldur. Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 er að meginstefnu til stjórnarskráin sem konungur afhenti þjóðinni árið 1874 eftir að hafa synjað staðfestingar á stjórnarskrártillögum Alþingis. Þetta er athyglivert í ljósi þess að meðallíftími stjórnarskráa á heimsvísu er aðeins 19 ár. Alþingi samþykkti árið 1942 að ekki skyldu gerðar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, „sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Forseti kom í stað konungs, þó þannig að synjunarvald hans var takmarkaðra en konungs. Í stjórnarskránni 1874 er ákvæði um aðferð við breytingu á stjórnarskránni og felst hún í samþykki Alþingis, almennum þingkosningum og staðfestingu hins nýkjörna þings auk staðfestingar konungs. Ákvæðið er efnislega óbreytt í gildandi stjórnarskrá að því undanskildu að staðfestingar konungs er ekki krafist. Þjóðin býr því enn við þá einhliða ákvörðun konungs frá 1874, að afskipti þjóðarinnar af endurskoðun stjórnarskrárinnar skuli takmarkast við þátttöku í almennum þingkosningum, sem snúast ekki um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Árin 1994-1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður. Þá var því haldið leyndu hver eða hverjir hefðu samið tillögurnar en þær voru bornar fram af þeim stjórnmálaflokkum sem þá áttu fulltrúa á þingi. Hin fullvalda þjóð, sem Alþingi sækir vald sitt til og á rétt á að setja sér stjórnarskrá, fékk þrjár vikur til að koma að athugasemdum sínum við frumvarpið. Tilefni þess að þetta er rifjað upp hér er að minna á þá ríku tilhneigingu stjórnmálaflokkanna á þingi að líta svo á að þeir og þeir einir séu vörslumenn stjórnarskrárinnar og hún komi vart öðrum við. Vegna þess að frumkvæðið að breytingum á stjórnarskránni er í höndum Alþingis er örðugt að sjá fyrir sér hvernig þjóðin geti náð til sín löghelguðu valdi sínu sem hinn óskoraði stjórnarskrárgjafi. Hlutverk stjórnarskrár er m.a. að kveða á um meðferð ríkisvalds og dreifingu þess og temprun. Hún setur valdhöfunum margvíslegar skorður við meðferð valdsins. Þeir sem fara með ríkisvald munu eðli málsins samkvæmt í lengstu lög leggjast gegn breytingum á stjórnarskránni, sem takmarka vald þeirra. Þetta viðhorf skýrir að verulegu leyti hin þinglegu afdrif tillagna stjórnlagaráðsins frá 2011. Þær tillögur horfðu mjög til aukinnar þátttöku og aukinna áhrifa almennings á þjóðmálin, þ.e. til aukins lýðræðis. Aukin afskipti almennings af þjóðmálum meðal annars með kröfum um þjóðaratkvæði hafa óhjákvæmilega í för með sér að hinir kjörnu fulltrúar verða að taka tillit til skoðana almennings, ekki aðeins í aðdraganda kosninga, heldur einnig samfellt á milli kosninga. Gangi meiri hluti þingsins gegn almannaviljanum á hann það á hættu að fram komi krafa um þjóðaratkvæði, sem kann að leiða til falls þeirrar ríkisstjórnar, sem þingmeirihlutinn styður. Eina færa leiðin til að ná þeim rétti til þjóðarinnar að setja sér sjálf stjórnarskrá er að meirihluti þingsins fallist á að gera breytingar á fyrirmælum Danakonungs frá 1874 um það hvernig breyta megi stjórnarskránni, þannig að framvegis verði valdið til þess hjá þjóðinni, sem ákveður aðferðina við að semja stjórnarskrá og fullgilda hana að undangengnu lýðræðislegu ferli með þátttöku almennings ekki ósvipuðu því sem stjórnlagráð tíðkaði við samningu tillagnanna frá 2011. Hafa verður í huga að Alþingi setur almenn lög, en í stjórnarskrá er að finna þau lög sem þjóðin setur og binda þingið, sem er vanhæft til að ákveða valdmörk sín og leikreglur. Fari svo að Alþingi beiti sér ekki fyrir þeirri breytingu á fyrirmælunum frá Danakonungi frá 1874 þá má segja að áhrifavald konungsins vari enn á Alþingi þrátt fyrir lýðveldisstofnunina og þingið sæki vald sitt til konungsins til að svipta fullvalda þjóðina valdi sínu til að setja sér stjórnarskrá. Þingið er þá enn undir hæl konungsins. Þjóðin þarf að finna leið til að losa þingið undan hæl hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun