Erlent

Minnst tíu látnir í árás í Mogadishu

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjálfsmorðsárásin olli miklum skaða.
Sjálfsmorðsárásin olli miklum skaða. Vísir/Getty
Minnsti tíu manns féllu í árás al-Shabab samtakanna á hótel í Mogadishu í Sómalíu í dag. 

Bíll var sprengdur í loft upp fyrir framan Ambassador hótelið og svo réðust vopnaðir menn þar inn. Meðal hinna látnu eru tveir þingmenn landsins.

Lögreglan segir líklegt að tala látinna muni hækka og eru tveir vígamenn enn sagðir halda til á efstu hæð hótelsins, samkvæmt Al Jazeera. Talið er að þeir séu í sprengjuvestum og haldi mögulega gíslum.

Árásin var gerð skömmu eftir að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kom til borgarinnar. Hótelið er sagt vera við veg sem Erdogan hefði keyrt til forsetahallar Sómalíu.

Hótelið þykir vinsælt hjá stjórnmálamönnum og háttsettum embættismönnum og er þetta ekki í fyrsta sinn sem al-Shabab ráðast á það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×