Erlent

Fundu hræ 40 tígrishvolpa í frysti

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan fann 40 hræ í frysti í hofinu.
Lögreglan fann 40 hræ í frysti í hofinu. Vísir/EPA
Lögregluþjónar í Taílandi fundu hræ 40 tígrishvolpa í frysti í hofi búddista þar í landi. Þá fundust 137 lifandi tígrisdýr í búrum í hofinu sem kallað er Tiger Temple. Hofið er vinsæll ferðamannastaður en hefur nú verið lokað. Forsvarsmenn hofsins og munkarnir sem búa þar eru sakaðir um að selja afurðir úr tígrisdýrum og hvolpa.

Í tilkynningu á Facebook síðu hofsins segir að ungarnir hafi verið frystir svo mögulegt væri að sanna að þeir hefðu ekki verið seldir á svörtum markaði. Munkarnir neita því að hafa staðið í ólöglegri starfsemi.

Fréttamenn BBC ræddu við breskan mann sem hefur unnið í hofinu sem segir að einhver hræanna séu minnst fimm ára gömul. Hann segir að það væri skrítið að geyma þau svo lengi ef til stæði að selja afurðir úr þeim. Mulin bein tígrisdýra og aðrir hlutar þeirra eru meðal annars notuð til hefðbundinna kínverskra lækninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×