Erlent

Tveir látnir við háskóla í Kaliforníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá skólalóð UCLA þar sem viðbúnaður lögreglu var mikill.
Frá skólalóð UCLA þar sem viðbúnaður lögreglu var mikill. Vísir/AFP
Tveir létu lífið í skotárás á lóð UCLA háskólans í Kalirforníu í Bandaríkjunum. Lögreglan lokaði lóðinni í um tvær klukkustundir á meðan öryggi á svæðinu var tryggt og var starfsmönnum og nemendum skipað að halda kyrru fyrir. Upprunalega fékk lögreglan þær upplýsingar að árásarmaðurinn væri á ferð um skólalóðina.

Í ljós hefur komið að einn var skotinn til bana og að árásarmaðurinn framdi sjálfsmorð. Lögreglan segir svæðið nú vera öruggt og stendur til að draga lokunina til baka þegar þetta er skrifað.

Fyrir liggur að um tvo karlmenn er að ræða en ekki er vitað hvort að þeir væru nemendur, starfsmenn eða gestir á skólalóðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×