Stofnun múslima á Íslandi harmar nauðsyn útburðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2016 18:00 Frá atburðum dagsins í dag. vísir/þórhildur Stofnun múslima á Íslandi harmar að hafa þurft að grípa til þess úrræðis að láta bera Menningarsetur múslima á Íslandi úr Ýmishúsi. Það hafi hins vegar verið nauðsynlegt þar sem sáttavilji hafi ekki verið fyrir hendi á síðarnefnda aðilanum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Stofnun múslima á Íslandi. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að lögmaður Stofnunarinnar hafi ítrekað reynt að ná sáttum með friðsamlegum leiðum en þeim bréfum hafi ekki verið svarað. Þá harmar Stofnunin „stórfelld[a] og sérlega hættuleg[a] líkamsárás“ á Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunarinnar. Árásin var gerð með vopni, og var mildi að ekki fór verr. Ekkert virðist hafa ráðið för árásarmannsins annað en hatur og heift, en fyrir snör og hraustleg viðbrögð lögregluþjóna á staðnum, og töluverðar heppni, fór árásin ekki verr en raun bar vitni. Atvikið hefur verið kært. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna atburða dagsins vill Stofnun múslima á Íslandi koma eftirfarandi á framfæri:Í dag var verið að framfylgja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 3. maí sl., með útburði Menningarseturs múslima á Íslandi t úr fasteigninni að Skógarhlíð 20 í Reykjavík. Stofnunin harmar það að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða, en allt frá upphafi málsins var loku skotið fyrir sáttaviðræður af hálfu Menningarsetursins. Ítrekað reyndi lögmaður Stofnunarinnar að ná sáttum með friðsamlegum leiðum, og í því skyni sendi hann bréf til Menningarsetursins og lögmanns þeirra, sem ekki var svarað. Samningaviðræður urðu engar, af sömu sökum. Öllum sáttatilraunum var hafnað af hálfu Menningarsetursins, og á endanum var eina úrræðið að vísa málinu til Héraðsdóms Reykjavíkur, til löglegrar meðferðar.Úrskurðurinn féll, sem fyrr segir, þann 3. maí sl., og var kveðið á um sérstaklega að kæra til Hæstaréttar frestaði ekki réttaráhrifum, þ.e. að Stofnunin gæti fengið rétti sínum framfylgt, óháð því hvort Menningarsetrið kærði úrskurðinn til Hæstaréttar eður ei.Stofnunin vill sérstaklega taka fram, að enginn sem að málinu kom tók afstöðu gegn Islam, enda stendur styrrinn milli tveggja félaga, sem aðhyllast Islam. Embætti og fulltrúi Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu, fulltrúar Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu, flutningamenn, lásasmiður og allir þeir sem kvaddir voru á vettvang umgengust muni og eigur Menningarsetursins af virðingu, sem og islamska trú og menningu. Rík áhersla er lögð á, að aðgerðin var framkvæmd samkvæmt íslenskum lögum og var réttur beggja aðila, samkvæmt núverandi stöðu, virtur í hvívetna.Stofnunin harmar það atvik, þar sem gerð var stórfelld og sérlega hættuleg líkamsárás á Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunarinnar. Árásin var gerð með vopni, og var mildi að ekki fór verr. Ekkert virðist hafa ráðið för árásarmannsins annað en hatur og heift, en fyrir snör og hraustleg viðbrögð lögregluþjóna á staðnum, og töluverðar heppni, fór árásin ekki verr en raun bar vitni. Atvikið hefur verið kært, og er til meðferðar hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.Stofnunin ítrekar að markmið hennar er að vinna að uppbyggingu Islamskri trú og menningarheimi á Íslandi með íslensk lög að leiðarljósi. Stofnunin hefur ekki, og mun aldrei, grípa til ólögmætra aðgerða í neinum tilgangi, né heldur mun hún skaða Ísland eða líf Íslendinga á neinn hátt. Jafnframt fordæmir Stofnunin allar aðgerðir og framkvæmdir, sem byggja á lögleysu samkvæmt íslenskum lögum.F.h. Stofnunar múslima á Íslandi,Hussein Aldoudi og Karim Askari. Tengdar fréttir Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15 Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Til stendur að opna Ýmishúsið og láta það þjóna margvíslegu menningarhlutverki. 1. júní 2016 13:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Stofnun múslima á Íslandi harmar að hafa þurft að grípa til þess úrræðis að láta bera Menningarsetur múslima á Íslandi úr Ýmishúsi. Það hafi hins vegar verið nauðsynlegt þar sem sáttavilji hafi ekki verið fyrir hendi á síðarnefnda aðilanum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Stofnun múslima á Íslandi. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að lögmaður Stofnunarinnar hafi ítrekað reynt að ná sáttum með friðsamlegum leiðum en þeim bréfum hafi ekki verið svarað. Þá harmar Stofnunin „stórfelld[a] og sérlega hættuleg[a] líkamsárás“ á Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunarinnar. Árásin var gerð með vopni, og var mildi að ekki fór verr. Ekkert virðist hafa ráðið för árásarmannsins annað en hatur og heift, en fyrir snör og hraustleg viðbrögð lögregluþjóna á staðnum, og töluverðar heppni, fór árásin ekki verr en raun bar vitni. Atvikið hefur verið kært. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna atburða dagsins vill Stofnun múslima á Íslandi koma eftirfarandi á framfæri:Í dag var verið að framfylgja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 3. maí sl., með útburði Menningarseturs múslima á Íslandi t úr fasteigninni að Skógarhlíð 20 í Reykjavík. Stofnunin harmar það að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða, en allt frá upphafi málsins var loku skotið fyrir sáttaviðræður af hálfu Menningarsetursins. Ítrekað reyndi lögmaður Stofnunarinnar að ná sáttum með friðsamlegum leiðum, og í því skyni sendi hann bréf til Menningarsetursins og lögmanns þeirra, sem ekki var svarað. Samningaviðræður urðu engar, af sömu sökum. Öllum sáttatilraunum var hafnað af hálfu Menningarsetursins, og á endanum var eina úrræðið að vísa málinu til Héraðsdóms Reykjavíkur, til löglegrar meðferðar.Úrskurðurinn féll, sem fyrr segir, þann 3. maí sl., og var kveðið á um sérstaklega að kæra til Hæstaréttar frestaði ekki réttaráhrifum, þ.e. að Stofnunin gæti fengið rétti sínum framfylgt, óháð því hvort Menningarsetrið kærði úrskurðinn til Hæstaréttar eður ei.Stofnunin vill sérstaklega taka fram, að enginn sem að málinu kom tók afstöðu gegn Islam, enda stendur styrrinn milli tveggja félaga, sem aðhyllast Islam. Embætti og fulltrúi Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu, fulltrúar Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu, flutningamenn, lásasmiður og allir þeir sem kvaddir voru á vettvang umgengust muni og eigur Menningarsetursins af virðingu, sem og islamska trú og menningu. Rík áhersla er lögð á, að aðgerðin var framkvæmd samkvæmt íslenskum lögum og var réttur beggja aðila, samkvæmt núverandi stöðu, virtur í hvívetna.Stofnunin harmar það atvik, þar sem gerð var stórfelld og sérlega hættuleg líkamsárás á Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunarinnar. Árásin var gerð með vopni, og var mildi að ekki fór verr. Ekkert virðist hafa ráðið för árásarmannsins annað en hatur og heift, en fyrir snör og hraustleg viðbrögð lögregluþjóna á staðnum, og töluverðar heppni, fór árásin ekki verr en raun bar vitni. Atvikið hefur verið kært, og er til meðferðar hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.Stofnunin ítrekar að markmið hennar er að vinna að uppbyggingu Islamskri trú og menningarheimi á Íslandi með íslensk lög að leiðarljósi. Stofnunin hefur ekki, og mun aldrei, grípa til ólögmætra aðgerða í neinum tilgangi, né heldur mun hún skaða Ísland eða líf Íslendinga á neinn hátt. Jafnframt fordæmir Stofnunin allar aðgerðir og framkvæmdir, sem byggja á lögleysu samkvæmt íslenskum lögum.F.h. Stofnunar múslima á Íslandi,Hussein Aldoudi og Karim Askari.
Tengdar fréttir Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15 Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Til stendur að opna Ýmishúsið og láta það þjóna margvíslegu menningarhlutverki. 1. júní 2016 13:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15
Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Til stendur að opna Ýmishúsið og láta það þjóna margvíslegu menningarhlutverki. 1. júní 2016 13:53
Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06