Allar að túlka Gerði Gymisdóttur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2016 09:30 Kristín Þóra samdi tónverkið fyrir Umbruhópinn sinn og er meðal flytjenda í Tjarnabíói í kvöld. Vísir/Anton Brink Blóðhófnir Gerðar Kristnýjar er sterkt listaverk eitt og sér, við erum í raun að gera annað verk úr því en notum allan textann. Skáldkonan veitti okkur fúslega leyfi til þess og hefur gefið okkur frjálsar hendur,“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir tónskáld um tónleikhúsverkið Blóðhófni. Það verður flutt í tali, tónum og hreyfingum í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20.30 af tónlistarhópnum Umbru sem notar upprunahljóðfæri og syngur og er skipaður sex konum. Kristín Þóra er sjálf þar á meðal og spilar á barokkvíólu. „Lilja Dögg Gunnarsdóttir er forsöngvari hópsins og fer með langstærsta hluta textans. Allar erum við í raun að túlka jötunmeyna Gerði Gymisdóttur og Saga Sigurðardóttir dansari hefur séð um að semja hreyfingar fyrir okkur því við tökum þátt í túlkuninni umfram tónana sem við spilum og syngjum.“ Blóðhófnir er byggt á hinum fornu Skírnismálum en skáldkonan Gerður Kristný færði þau listilega í nútímalegt söguljóð og gaf út fyrir nokkrum árum. Jötunmærin Gerður Gymisdóttir segir sögu sína af því er Freyr sendi skósvein sinn, Skírni, að sækja hana í Jötunheima á hestinum Blóðhófni. Gerður vildi vera um kyrrt í Jötunheimum, þar sem árnar runnu um æðar hennar, en með ógnum og göldrum eru öll völd af henni tekin. Texti ljóðaflokksins er fluttur í heild sinni, að sögn Kristínar Þóru. „Ég tímdi ekki að sleppa einu einasta orði. Gerður Kristný gerði svo fallegan hluta um það þegar jötunmærin kveður landið sitt og móður sína og grefur sig í jörð, sem er ekki í Skírnismálum, þar er þess bara getið að hún hafi beðið í níu nætur og komið síðan aftur, en Gerður Kristný bjó til flottan texta um hvað hún var að gera í þessar níu nætur. Í þeim kafla erum við að umvefja hana tónum.“ Kristín Þóra segir hugmynd að verkinu hafa komið frá Lilju Dögg og fleirum í Umbruhópnum. „Þær vildu fá nýtt tónverk fyrir sig, leituðu til mín og stungu upp á þessum ljóðaflokki. Það vildi svo til að ég hafði dálæti á honum líka. Þetta er búið að vera sameiginlegt sköpunarverk okkar nú á vormánuðum. Ég skrifaði það og sumt bara nýlega og segja má að hópurinn hafi farið langt út fyrir sitt þægindasvið.“ Tónleikarnir í kvöld eru þeir einu sem eru planaðir núna. „En við stefnum að því að flytja Blóðhófni oftar, það er ekki spurning,“ segir Kristín Þóra. „Þetta er bara upphafið.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní 2016. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Blóðhófnir Gerðar Kristnýjar er sterkt listaverk eitt og sér, við erum í raun að gera annað verk úr því en notum allan textann. Skáldkonan veitti okkur fúslega leyfi til þess og hefur gefið okkur frjálsar hendur,“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir tónskáld um tónleikhúsverkið Blóðhófni. Það verður flutt í tali, tónum og hreyfingum í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20.30 af tónlistarhópnum Umbru sem notar upprunahljóðfæri og syngur og er skipaður sex konum. Kristín Þóra er sjálf þar á meðal og spilar á barokkvíólu. „Lilja Dögg Gunnarsdóttir er forsöngvari hópsins og fer með langstærsta hluta textans. Allar erum við í raun að túlka jötunmeyna Gerði Gymisdóttur og Saga Sigurðardóttir dansari hefur séð um að semja hreyfingar fyrir okkur því við tökum þátt í túlkuninni umfram tónana sem við spilum og syngjum.“ Blóðhófnir er byggt á hinum fornu Skírnismálum en skáldkonan Gerður Kristný færði þau listilega í nútímalegt söguljóð og gaf út fyrir nokkrum árum. Jötunmærin Gerður Gymisdóttir segir sögu sína af því er Freyr sendi skósvein sinn, Skírni, að sækja hana í Jötunheima á hestinum Blóðhófni. Gerður vildi vera um kyrrt í Jötunheimum, þar sem árnar runnu um æðar hennar, en með ógnum og göldrum eru öll völd af henni tekin. Texti ljóðaflokksins er fluttur í heild sinni, að sögn Kristínar Þóru. „Ég tímdi ekki að sleppa einu einasta orði. Gerður Kristný gerði svo fallegan hluta um það þegar jötunmærin kveður landið sitt og móður sína og grefur sig í jörð, sem er ekki í Skírnismálum, þar er þess bara getið að hún hafi beðið í níu nætur og komið síðan aftur, en Gerður Kristný bjó til flottan texta um hvað hún var að gera í þessar níu nætur. Í þeim kafla erum við að umvefja hana tónum.“ Kristín Þóra segir hugmynd að verkinu hafa komið frá Lilju Dögg og fleirum í Umbruhópnum. „Þær vildu fá nýtt tónverk fyrir sig, leituðu til mín og stungu upp á þessum ljóðaflokki. Það vildi svo til að ég hafði dálæti á honum líka. Þetta er búið að vera sameiginlegt sköpunarverk okkar nú á vormánuðum. Ég skrifaði það og sumt bara nýlega og segja má að hópurinn hafi farið langt út fyrir sitt þægindasvið.“ Tónleikarnir í kvöld eru þeir einu sem eru planaðir núna. „En við stefnum að því að flytja Blóðhófni oftar, það er ekki spurning,“ segir Kristín Þóra. „Þetta er bara upphafið.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní 2016.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira