Allar að túlka Gerði Gymisdóttur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2016 09:30 Kristín Þóra samdi tónverkið fyrir Umbruhópinn sinn og er meðal flytjenda í Tjarnabíói í kvöld. Vísir/Anton Brink Blóðhófnir Gerðar Kristnýjar er sterkt listaverk eitt og sér, við erum í raun að gera annað verk úr því en notum allan textann. Skáldkonan veitti okkur fúslega leyfi til þess og hefur gefið okkur frjálsar hendur,“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir tónskáld um tónleikhúsverkið Blóðhófni. Það verður flutt í tali, tónum og hreyfingum í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20.30 af tónlistarhópnum Umbru sem notar upprunahljóðfæri og syngur og er skipaður sex konum. Kristín Þóra er sjálf þar á meðal og spilar á barokkvíólu. „Lilja Dögg Gunnarsdóttir er forsöngvari hópsins og fer með langstærsta hluta textans. Allar erum við í raun að túlka jötunmeyna Gerði Gymisdóttur og Saga Sigurðardóttir dansari hefur séð um að semja hreyfingar fyrir okkur því við tökum þátt í túlkuninni umfram tónana sem við spilum og syngjum.“ Blóðhófnir er byggt á hinum fornu Skírnismálum en skáldkonan Gerður Kristný færði þau listilega í nútímalegt söguljóð og gaf út fyrir nokkrum árum. Jötunmærin Gerður Gymisdóttir segir sögu sína af því er Freyr sendi skósvein sinn, Skírni, að sækja hana í Jötunheima á hestinum Blóðhófni. Gerður vildi vera um kyrrt í Jötunheimum, þar sem árnar runnu um æðar hennar, en með ógnum og göldrum eru öll völd af henni tekin. Texti ljóðaflokksins er fluttur í heild sinni, að sögn Kristínar Þóru. „Ég tímdi ekki að sleppa einu einasta orði. Gerður Kristný gerði svo fallegan hluta um það þegar jötunmærin kveður landið sitt og móður sína og grefur sig í jörð, sem er ekki í Skírnismálum, þar er þess bara getið að hún hafi beðið í níu nætur og komið síðan aftur, en Gerður Kristný bjó til flottan texta um hvað hún var að gera í þessar níu nætur. Í þeim kafla erum við að umvefja hana tónum.“ Kristín Þóra segir hugmynd að verkinu hafa komið frá Lilju Dögg og fleirum í Umbruhópnum. „Þær vildu fá nýtt tónverk fyrir sig, leituðu til mín og stungu upp á þessum ljóðaflokki. Það vildi svo til að ég hafði dálæti á honum líka. Þetta er búið að vera sameiginlegt sköpunarverk okkar nú á vormánuðum. Ég skrifaði það og sumt bara nýlega og segja má að hópurinn hafi farið langt út fyrir sitt þægindasvið.“ Tónleikarnir í kvöld eru þeir einu sem eru planaðir núna. „En við stefnum að því að flytja Blóðhófni oftar, það er ekki spurning,“ segir Kristín Þóra. „Þetta er bara upphafið.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní 2016. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Blóðhófnir Gerðar Kristnýjar er sterkt listaverk eitt og sér, við erum í raun að gera annað verk úr því en notum allan textann. Skáldkonan veitti okkur fúslega leyfi til þess og hefur gefið okkur frjálsar hendur,“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir tónskáld um tónleikhúsverkið Blóðhófni. Það verður flutt í tali, tónum og hreyfingum í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20.30 af tónlistarhópnum Umbru sem notar upprunahljóðfæri og syngur og er skipaður sex konum. Kristín Þóra er sjálf þar á meðal og spilar á barokkvíólu. „Lilja Dögg Gunnarsdóttir er forsöngvari hópsins og fer með langstærsta hluta textans. Allar erum við í raun að túlka jötunmeyna Gerði Gymisdóttur og Saga Sigurðardóttir dansari hefur séð um að semja hreyfingar fyrir okkur því við tökum þátt í túlkuninni umfram tónana sem við spilum og syngjum.“ Blóðhófnir er byggt á hinum fornu Skírnismálum en skáldkonan Gerður Kristný færði þau listilega í nútímalegt söguljóð og gaf út fyrir nokkrum árum. Jötunmærin Gerður Gymisdóttir segir sögu sína af því er Freyr sendi skósvein sinn, Skírni, að sækja hana í Jötunheima á hestinum Blóðhófni. Gerður vildi vera um kyrrt í Jötunheimum, þar sem árnar runnu um æðar hennar, en með ógnum og göldrum eru öll völd af henni tekin. Texti ljóðaflokksins er fluttur í heild sinni, að sögn Kristínar Þóru. „Ég tímdi ekki að sleppa einu einasta orði. Gerður Kristný gerði svo fallegan hluta um það þegar jötunmærin kveður landið sitt og móður sína og grefur sig í jörð, sem er ekki í Skírnismálum, þar er þess bara getið að hún hafi beðið í níu nætur og komið síðan aftur, en Gerður Kristný bjó til flottan texta um hvað hún var að gera í þessar níu nætur. Í þeim kafla erum við að umvefja hana tónum.“ Kristín Þóra segir hugmynd að verkinu hafa komið frá Lilju Dögg og fleirum í Umbruhópnum. „Þær vildu fá nýtt tónverk fyrir sig, leituðu til mín og stungu upp á þessum ljóðaflokki. Það vildi svo til að ég hafði dálæti á honum líka. Þetta er búið að vera sameiginlegt sköpunarverk okkar nú á vormánuðum. Ég skrifaði það og sumt bara nýlega og segja má að hópurinn hafi farið langt út fyrir sitt þægindasvið.“ Tónleikarnir í kvöld eru þeir einu sem eru planaðir núna. „En við stefnum að því að flytja Blóðhófni oftar, það er ekki spurning,“ segir Kristín Þóra. „Þetta er bara upphafið.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní 2016.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira