Skoðun

Samfylking mannúðar

Helga Birna Gunnarsdóttir skrifar
Við fólk sem stöndum að stjórnmálaaflinu Samfylking, viljum búa í samfélagi sem byggir á tveim grundvallar hugtökum; jöfnuði og vali. Jöfnun fjármagns sem gerir öllum kleift að greiða í sameiginlegan sjóð, sem tryggir okkur á móti mismunandi val á lífsstíl. Samfylkingin er stjórnmálaafl sem frá upphafi hefur lagt  áherslu á að safna saman fólki sem  velur að nota peninga til að hlúa að manneskjum og gegn stjórnmálaafli sem boðar og stundar öfuga forgangsröðun. 

Stefna Samfylkingarinnar hefur ekkert breyst en það þarf fjöldahreyfingu,  margmenni til að ráða við peningavaldið og því miður tókst því að  leiða okkur, þjóðina út á ystu nöf fátæktar og niðurlægingar. Það mun peningavaldið gera áfram ef að við veitum því ekki nægilega viðspyrnu, þannig er það í eðli sínu.

Vissulega getur einnig reynst erfitt að eiga val og við skulum hugsa vel og rökrétt fram að hausti,  hvort  við veljum mannúð eða peningaöflin því að um það fáum við að kjósa í haust ef að Guð lofar.

 




Skoðun

Sjá meira


×