Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2016 21:43 Fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson telur að hægt sé að bjarga neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar með einföldum hætti. Ómar er meira að segja búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. Eftir nýfallinn hæstaréttardóm blasir við að minnstu flugbrautinni verði lokað, og að stórt svæði í Skerjafirði verði lagt undir íbúðabyggð. Ómar hefur flogið í hálfa öld og er sá núlifandi flugmaður sem sennilega hefur oftast lent á Reykjavíkurflugvelli. Honum líst ekkert á hvert stefnir. „Það er alveg afleitt að vera að eyðileggja svona gott mannvirki, sem á mikla framtíðarmöguleika. Vegna þess að ef það verður ákveðið að þetta mannvirki standi þá mun sogast hér að hátækniiðnaður í sambandi við flug og ferðamennsku. En eins og er þá hamlar þessi óvissa öllu sem hér er að gerast,” segir Ómar. Hann hefur áður bent á að svæðið við Skerjafjörð geti verið lykillinn að málamiðlun með tveggja brauta flugvelli, þótt helst vilji hann hafa allar þrjár brautirnar. „Það er ennþá möguleiki að bjarga neyðarbrautinni,” segir Ómar. Og þannig að Valsmenn hf. geti byggt upp á Hlíðarenda. Í fréttum Stöðvar 2 rissaði Ómar upp hvernig mætti færa norðaustur-suðvesturbrautina til suðurs að ströndinni. Göngu- og hjólastígur gæti komið við brautarendann, rétt eins og nú er í Nauthólsvík við suðurenda norður-suðurbrautarinnar.Ómar rissaði upp á kortið hvernig mætti hliðra til neyðarbrautinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Slík tilfærsla þýddi að gamlar byggingar, sem áður voru hluti af birgðastöð Skeljungs, yrðu að víkja. Einnig væri mögulegt að mati Ómars að halda sömu brautarstefnu ef eitt einbýlishús í Skerjafirði viki. Og það er ástæða fyrir því hversvegna þetta brennur svona heitt á Ómari: „Þú vissir ekkert í fyrravetur hvenær það kæmi 50 hnúta hliðarvindur hér allt í einu yfir miðjan dag og að þeir yrðu að lenda á þessari braut. Og þeir voru sakaðir um það að vera með leikaraskap til að ljúga því að þeir þyrftu að lenda hérna. Það er hægt að fara inn í gögn Veðurstofunnar og sjá að það voru 50 hnútar á hlið. Þetta er raunveruleg neyðarbraut. En ekki eins og borgarstjórinn sagði í viðtali að hún héti neyðarbraut af því að hún væri svo hættuleg. Þá heita neyðarblys neyðarblys af því að þau eru svo hættuleg. Mér finnst vaða uppi í þessu máli rangfærslur og misskilningur, sérstaklega misskilningur. Samanber það að fara að reikna út hliðarvindsstuðul hér fyrir miklu stærri flugvélar heldur en lenda á þessari braut. Það eru litlar flugvélar, sjúkraflugvélar, sem þurfa að nota brautina í neyð,” segir Ómar.Ómar segir að með því að fjarlægja gömlu byggingarnar fyrir aftan, sem áður hýstu olíustöð Skeljungs, mætti færa neyðarbrautina nær sjónum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tengdar fréttir Borgin krefur ríkið um afsal flugvallarlands í Skerjafirði Borgarlögmaður telur hæstaréttardóm knýja ríkið til að afsala borginni stóru landssvæði í Skerjafirði. 15. júní 2016 19:30 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. 30. desember 2015 19:00 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson telur að hægt sé að bjarga neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar með einföldum hætti. Ómar er meira að segja búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. Eftir nýfallinn hæstaréttardóm blasir við að minnstu flugbrautinni verði lokað, og að stórt svæði í Skerjafirði verði lagt undir íbúðabyggð. Ómar hefur flogið í hálfa öld og er sá núlifandi flugmaður sem sennilega hefur oftast lent á Reykjavíkurflugvelli. Honum líst ekkert á hvert stefnir. „Það er alveg afleitt að vera að eyðileggja svona gott mannvirki, sem á mikla framtíðarmöguleika. Vegna þess að ef það verður ákveðið að þetta mannvirki standi þá mun sogast hér að hátækniiðnaður í sambandi við flug og ferðamennsku. En eins og er þá hamlar þessi óvissa öllu sem hér er að gerast,” segir Ómar. Hann hefur áður bent á að svæðið við Skerjafjörð geti verið lykillinn að málamiðlun með tveggja brauta flugvelli, þótt helst vilji hann hafa allar þrjár brautirnar. „Það er ennþá möguleiki að bjarga neyðarbrautinni,” segir Ómar. Og þannig að Valsmenn hf. geti byggt upp á Hlíðarenda. Í fréttum Stöðvar 2 rissaði Ómar upp hvernig mætti færa norðaustur-suðvesturbrautina til suðurs að ströndinni. Göngu- og hjólastígur gæti komið við brautarendann, rétt eins og nú er í Nauthólsvík við suðurenda norður-suðurbrautarinnar.Ómar rissaði upp á kortið hvernig mætti hliðra til neyðarbrautinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Slík tilfærsla þýddi að gamlar byggingar, sem áður voru hluti af birgðastöð Skeljungs, yrðu að víkja. Einnig væri mögulegt að mati Ómars að halda sömu brautarstefnu ef eitt einbýlishús í Skerjafirði viki. Og það er ástæða fyrir því hversvegna þetta brennur svona heitt á Ómari: „Þú vissir ekkert í fyrravetur hvenær það kæmi 50 hnúta hliðarvindur hér allt í einu yfir miðjan dag og að þeir yrðu að lenda á þessari braut. Og þeir voru sakaðir um það að vera með leikaraskap til að ljúga því að þeir þyrftu að lenda hérna. Það er hægt að fara inn í gögn Veðurstofunnar og sjá að það voru 50 hnútar á hlið. Þetta er raunveruleg neyðarbraut. En ekki eins og borgarstjórinn sagði í viðtali að hún héti neyðarbraut af því að hún væri svo hættuleg. Þá heita neyðarblys neyðarblys af því að þau eru svo hættuleg. Mér finnst vaða uppi í þessu máli rangfærslur og misskilningur, sérstaklega misskilningur. Samanber það að fara að reikna út hliðarvindsstuðul hér fyrir miklu stærri flugvélar heldur en lenda á þessari braut. Það eru litlar flugvélar, sjúkraflugvélar, sem þurfa að nota brautina í neyð,” segir Ómar.Ómar segir að með því að fjarlægja gömlu byggingarnar fyrir aftan, sem áður hýstu olíustöð Skeljungs, mætti færa neyðarbrautina nær sjónum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Tengdar fréttir Borgin krefur ríkið um afsal flugvallarlands í Skerjafirði Borgarlögmaður telur hæstaréttardóm knýja ríkið til að afsala borginni stóru landssvæði í Skerjafirði. 15. júní 2016 19:30 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. 30. desember 2015 19:00 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Borgin krefur ríkið um afsal flugvallarlands í Skerjafirði Borgarlögmaður telur hæstaréttardóm knýja ríkið til að afsala borginni stóru landssvæði í Skerjafirði. 15. júní 2016 19:30
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58
Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. 30. desember 2015 19:00
Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04