Fótbolti

Gylfi kominn upp að hlið Ríkharðs og Arnórs á markalistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi fagnar marki sínu ásamt Kolbeini Sigþórssyni og Birki Bjarnasyni.
Gylfi fagnar marki sínu ásamt Kolbeini Sigþórssyni og Birki Bjarnasyni. vísir/epa
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fjórtánda mark fyrir íslenska landsliðið þegar hann kom því yfir gegn Ungverjalandi í leik liðanna í Marseille í F-riðli á EM 2016.

Gylfi skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnu á 39. mínútu en sex af 14 mörkum hans fyrir landsliðið hafa komið úr vítaspyrnum.

Með markinu komst Gylfi upp að hlið Ríkharðs Daðasonar og Arnórs Guðjohnsen á listanum yfir markahæstu leikmenn íslenska landsliðsins frá upphafi.

Aðeins þrír leikmenn hafa nú skorað fleiri mörk fyrir Ísland en Gylfi; Eiður Smári Guðjohnsen (26), Kolbeinn Sigþórsson (20) og Ríkharður Jónsson (17).

Nú er hálfleikur í leik Íslands og Ungverjalands.

Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×