Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 17. júní 2016 16:19 Mynd sem Björg Eva Erlendsdóttir tók af Austurvelli þegar hátíðardagskrá fór þar fram í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Vísir/Björg Eva Erlendsdóttir. Hátíðardagskrá við Austurvöll fór fram venju samkvæmt á þjóðhátíðardegi Íslendinga í ár en þeir sem sóttu hana tóku eftir talsverðri breytingu á svæðinu. Hafði lögreglan stækkað svæðið töluvert sem girt er af en það var gert í samstarfi við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Þá komu um 2.500 til 3.000 manns saman til að mótmæla þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem leidd var af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Yfir ræðu hans allri heyrðist hins vegar þungur trommusláttur og hróp mótmælenda. Baulað var á Sigmund og þá sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti að áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði.Sjá einnig: Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra Ágúst Svansson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði yfirumsjón með öryggisgæslunni á Austurvelli í dag en í samtali við Vísi segir lögregluna ekki koma nálægt þessari ákvörðun um að stækka svæðið sem er girt af öðruvísi en að tryggja öryggi að beiðni forsætisráðuneytisins og Alþingis. Í fyrra heyrðist illa í tónlistaratriðum vegna mótmæla og segir Ágúst marga hafa kvartað yfir því. Var því ákveðið að stækka afgirta svæðið til vesturs, að gamla símahúsinu, og svo aðeins til hliðar fyrir aftan ræðupúltið og þar sem tónlistarfólkið stendur. Hann segist eiga erfitt með að áætla hve stækkunin var mikil í metrum talið en segir hana ekki hafa verið svo mikla. Aðspurður segir hana hátíðardagskrána hafa farið friðsamlega fram. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hátíðardagskrá við Austurvöll fór fram venju samkvæmt á þjóðhátíðardegi Íslendinga í ár en þeir sem sóttu hana tóku eftir talsverðri breytingu á svæðinu. Hafði lögreglan stækkað svæðið töluvert sem girt er af en það var gert í samstarfi við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Þá komu um 2.500 til 3.000 manns saman til að mótmæla þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem leidd var af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Yfir ræðu hans allri heyrðist hins vegar þungur trommusláttur og hróp mótmælenda. Baulað var á Sigmund og þá sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti að áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði.Sjá einnig: Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra Ágúst Svansson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði yfirumsjón með öryggisgæslunni á Austurvelli í dag en í samtali við Vísi segir lögregluna ekki koma nálægt þessari ákvörðun um að stækka svæðið sem er girt af öðruvísi en að tryggja öryggi að beiðni forsætisráðuneytisins og Alþingis. Í fyrra heyrðist illa í tónlistaratriðum vegna mótmæla og segir Ágúst marga hafa kvartað yfir því. Var því ákveðið að stækka afgirta svæðið til vesturs, að gamla símahúsinu, og svo aðeins til hliðar fyrir aftan ræðupúltið og þar sem tónlistarfólkið stendur. Hann segist eiga erfitt með að áætla hve stækkunin var mikil í metrum talið en segir hana ekki hafa verið svo mikla. Aðspurður segir hana hátíðardagskrána hafa farið friðsamlega fram.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira