Til hamingju Ísland Halla Tómasdóttir skrifar 16. júní 2016 13:15 Engin orð fá lýst þeirri upplifun sem það var að fylgjast með landsliði karla keppa í fyrsta sinn á Evrópumótinu í knattspyrnu og mæta ekki minni fótboltaþjóð en Portúgal, með sjálfan Ronaldo í broddi fylkingar. Það er sigur í sjálfu sér fyrir okkar þjóð að komast á þetta mót, en jafntefli við Portúgal sýndi og sannaði að við eigum fullt erindi á meðal þeirra stórþjóða sem þarna keppa. Ég hef lengi fylgst með góðum gangi bæði karla- og kvennalandsliða okkar í knattspyrnu, og tel að við sem samfélag getum lært heilmikið af þeirra vegferð og takist okkur að heimfæra þann lærdóm yfir á okkar samfélag, þá verða okkur allir vegir færir. Bæði landslið okkar hafa orðið þess láns aðnjótandi að fá til sín þjálfara sem vissulega kunnu ýmislegt fyrir sér hvað knattspyrnu varðar, en voru einnig afburða leiðtogar, auðmjúkir og þannig færir um að fá aðra með sér. Þeir lögðu af stað í vegferð með langtímasýn um að liðin myndu skipa sér á bekk meðal þeirra sem skara frammúr. Þeir lögðu uppúr því að hver liðsmaður vissi til hvers var ætlast, og einnig hverskonar hegðun var óásættanleg. Þeir lögðu á sig gríðarlega mikla vinnu með það að markmiði að bæta sig alltaf örlítið meira. Það var ekki gert út á eina eða tvær stórstjörnur, það var unnið með liðsheildina og liðsandann og lögð á það áhersla að allir skipti máli, allir hafi mikilvægt framlag til árangurs liðsins. Það var settur metnaður í alla umgjörð, fagmennska í forgrunni og stuðningsmönnum var veitt verðskulduð og mikilvæg viðurkenning. Saman myndaði þetta grunn að árangursríkum liðum, sem hafa nú vakið eftirtekt um allan heim. Þegar ég stóð í stúkunni á St. Etienne helltist yfir mig þakklæti og stolt, tilfinningar sem eru svo jákvæðar og góðar. Ég var einnig afar hrærð yfir þeirri samstöðu Íslendinga sem ég skynjaði á þessum merkilegu tímamótum. Ég get ekki komist hjá því að hugsa hvers við værum megnug ef okkur tækist að draga af þessum árangri lærdóm og hefjast handa við að byggja upp okkar samfélag í þeim anda sem þessi lið gerðu. Að við legðum línurnar um það hverskonar hegðun er í lagi, og hverskonar hegðun er ekki í lagi, að við settum okkur metnaðarfull markmið um að vera öðrum til fyrirmyndar á þeim sviðum sem við eigum raunverulega innistæðu fyrir. Síðast en ekki síst hugsaði ég, hvað ef við kæmum saman af jafn miklum krafti fyrir framtíð Íslands og rétti barna okkar til að njóta þess að búa í samfélagi sem við getum verið stolt af og þakklát fyrir. Hvers vegna ekki? Förum þangað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Skoðun Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Engin orð fá lýst þeirri upplifun sem það var að fylgjast með landsliði karla keppa í fyrsta sinn á Evrópumótinu í knattspyrnu og mæta ekki minni fótboltaþjóð en Portúgal, með sjálfan Ronaldo í broddi fylkingar. Það er sigur í sjálfu sér fyrir okkar þjóð að komast á þetta mót, en jafntefli við Portúgal sýndi og sannaði að við eigum fullt erindi á meðal þeirra stórþjóða sem þarna keppa. Ég hef lengi fylgst með góðum gangi bæði karla- og kvennalandsliða okkar í knattspyrnu, og tel að við sem samfélag getum lært heilmikið af þeirra vegferð og takist okkur að heimfæra þann lærdóm yfir á okkar samfélag, þá verða okkur allir vegir færir. Bæði landslið okkar hafa orðið þess láns aðnjótandi að fá til sín þjálfara sem vissulega kunnu ýmislegt fyrir sér hvað knattspyrnu varðar, en voru einnig afburða leiðtogar, auðmjúkir og þannig færir um að fá aðra með sér. Þeir lögðu af stað í vegferð með langtímasýn um að liðin myndu skipa sér á bekk meðal þeirra sem skara frammúr. Þeir lögðu uppúr því að hver liðsmaður vissi til hvers var ætlast, og einnig hverskonar hegðun var óásættanleg. Þeir lögðu á sig gríðarlega mikla vinnu með það að markmiði að bæta sig alltaf örlítið meira. Það var ekki gert út á eina eða tvær stórstjörnur, það var unnið með liðsheildina og liðsandann og lögð á það áhersla að allir skipti máli, allir hafi mikilvægt framlag til árangurs liðsins. Það var settur metnaður í alla umgjörð, fagmennska í forgrunni og stuðningsmönnum var veitt verðskulduð og mikilvæg viðurkenning. Saman myndaði þetta grunn að árangursríkum liðum, sem hafa nú vakið eftirtekt um allan heim. Þegar ég stóð í stúkunni á St. Etienne helltist yfir mig þakklæti og stolt, tilfinningar sem eru svo jákvæðar og góðar. Ég var einnig afar hrærð yfir þeirri samstöðu Íslendinga sem ég skynjaði á þessum merkilegu tímamótum. Ég get ekki komist hjá því að hugsa hvers við værum megnug ef okkur tækist að draga af þessum árangri lærdóm og hefjast handa við að byggja upp okkar samfélag í þeim anda sem þessi lið gerðu. Að við legðum línurnar um það hverskonar hegðun er í lagi, og hverskonar hegðun er ekki í lagi, að við settum okkur metnaðarfull markmið um að vera öðrum til fyrirmyndar á þeim sviðum sem við eigum raunverulega innistæðu fyrir. Síðast en ekki síst hugsaði ég, hvað ef við kæmum saman af jafn miklum krafti fyrir framtíð Íslands og rétti barna okkar til að njóta þess að búa í samfélagi sem við getum verið stolt af og þakklát fyrir. Hvers vegna ekki? Förum þangað!
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun