Erlent

Lík drengsins sem tekinn var af krókódíl fundið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nær öruggt er talið að krókódíllinn hafi drekkt honum.
Nær öruggt er talið að krókódíllinn hafi drekkt honum. Vísir/Getty
Lík tveggja ára drengs sem dreginn var út í vatn af krókódíl nærri hóteli Disney í Flórída í nótt er fundið. Umfangsmikil leit var gerð af drengnum en talið er nær öruggt að krókódíllinn hafi drekkt honum.

Faðir drengsins reyndi að koma honum til bjargar en tókst það ekki. Bátar, þyrla og fjölmennt björgunarlið leituðu að drengnum í von um að hann væri enn á lífi.

Drengurinn er sagður hafa verið á á 30 sentímetra dýpi þegar krókódíllin réðst á hann. Við vatnið var búið að koma fyrir skiltum sem á stóð að bannað væri að synda í því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×