Þekkingarverksmiðjan – Afleiðingar nýfrjálshyggjuvæðingar háskóla á Íslandi Lawrence D. Berg og Edward H. Huijbens og Henrik Gutzon Larsen skrifa 15. júní 2016 07:00 Nýlega komu fréttir af því að Háskóli Íslands hefði færst upp í 222. sæti á alþjóðlegum samanburðarlista háskóla í heiminum (The Times Higher Education World University Rankings). Rektor Háskóla Íslands fagnaði þessu sérstaklega og sagði: „Niðurstaðan er mikil viðurkenning fyrir alla þá sem starfa hér?…“ Færslan frá sætum 251 til 275 þótti fréttnæm og sérstakt fagnaðarefni. Sambærilegan metnað má finna í háskólum um víða veröld. Í háskólanum í Bresku-Kólumbíu lýsti nýráðinn rektor því yfir að hann ætlaði sér að skólinn yrði meðal tíu efstu í heiminum á slíkum samanburðarlista. Stjórnvöld í Danmörku settu sér nýlega það markmið að hafa í það minnsta einn háskóla í landinu á meðal tíu bestu í heiminum. Líkt og orð rektors bera með sér byggja samanburðarlistarnir á mælingum á frammistöðu starfsfólks skólanna, nokkuð sem hér á landi er kallað vinnumatskerfi og allir opinberir háskólar hafa sammælst um. Greinar sem háskólakennarar birta, fyrirlestrar sem þeir halda, bækur sem eru skrifaðar og önnur „framleiðsla“ þeirra er þannig talin til stiga. Þetta vinnumatskerfi við íslenska háskóla á sér hliðstæðu í háskólum Norður-Evrópu og víðar. Vinnumatskerfið íslenska á rætur í kjarasamningum kennara við ríkið en er nú að verða birtingarmynd samkeppnisvæðingar háskóla. Þessi samkeppnisvæðing er ein þriggja meiriháttar breytinga sem eru að eiga sér stað í háskólum í Norður-Evrópu í það minnsta. Hinar snúa að ójöfnuði og breyttum skilningi á háskólafólki. Forsenda samkeppni er ójöfnuður og þannig verður nú að skilgreina einn háskóla sem verri og annan sem betri, byggt á samræmdu mati þeirra í millum. Sama gildir um starfsfólk háskólanna. Það er svo lagt á sömu mælistiku og verður ekki fólk í öllum sínum fjölbreytileika, heldur mannauður sem annaðhvort leggur til markmiða kerfisins eða ekki. Mælanlegur mannauður háskóla keppir þannig á alþjóðlegu markaðstorgi háskóla á heimsvísu. Þessi samkeppnisvæðing er birtingarmynd tiltekinnar rökvísi sem kennd er við nýfrjálshyggju í seinni tíð. Vinnumatskerfið er að verða grunnur að markaði þar sem háskólar keppa og á sama tíma er kerfið tækið til að skilja markaðinn. Afleiðingar þessa eru hins vegar mun víðtækari en bara einhver stigakeppni milli háskóla.Kvíði meðal starfsfólks Hinum mælanlega mannauði háskóla er ráðstafað til að mæta markmiðum þess kerfis sem myndar skilyrði markaðarins. Þannig leggur vinnumatskerfið grunn að samkeppni milli starfsfólks háskóla, þar sem þeim er hyglað sem þjóna markmiðum kerfisins en aðrir standa stöðugt verr að vígi. Markmið um birtingar í tilteknum ritum, markmið um fé úr samkeppnissjóðum og markmið um stöðu skóla í samanburði við aðra stýra vinnu háskólafólks í sífellt meiri mæli, en ofan í kaupið bætist að þessi markmið reynast stöðugt færanleg. Það er þegar fleiri ná að mæta markinu er það fært hærra eða lengra. Almennt þýðir þetta vaxandi kvíða meðal starfsfólks. Kvíða sem birtist sérstaklega hjá þeim sem yngri eru í kerfinu og eru að reyna að skapa sér starfsvettvang. Það sem meira er, þá skapar þessi samkeppnisvæðing starfsmenningu sem snýst um stundarhag. Markmiðin eru mæld árlega og háskólafólk leitar eftir farvegi fyrir sem flest stig til að leggja til eigin stigastöðu og síns háskóla. Þar sem sú mæling þarf að vera alþjóðleg tapast t.d. þekking sem snýr að íslensku samfélagi eða henni er ævinlega speglað í viðmiðum annarra þjóða, þó umfram allt enskum. Þekking sem þannig hefur alþjóðlegt skiptagildi grefur því undan háskóla sem samfélagi þekkingarsköpunar. Umhyggja fyrir nemendum og samstarfsfólki, gæði vinnuumhverfis og annað sem snýr að því að rækta gott samfélag innan veggja háskóla er ekki metið og þeim hampað helst sem hugsa um eigin frama. Háskólinn, sem grundvöllur þekkingarsamfélags framtíðar, er því að verða þekkingarverksmiðja sem grefur undan gæðum þekkingarsköpunar. Hér á landi höfum við enn færi á að sporna við þessari þróun. Höfundar eru landfræðingar. Þessi grein er samantekt lengri greinar í þemahefti Canadian Geographer, 60(2) um siðferði umhyggju í háskólum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega komu fréttir af því að Háskóli Íslands hefði færst upp í 222. sæti á alþjóðlegum samanburðarlista háskóla í heiminum (The Times Higher Education World University Rankings). Rektor Háskóla Íslands fagnaði þessu sérstaklega og sagði: „Niðurstaðan er mikil viðurkenning fyrir alla þá sem starfa hér?…“ Færslan frá sætum 251 til 275 þótti fréttnæm og sérstakt fagnaðarefni. Sambærilegan metnað má finna í háskólum um víða veröld. Í háskólanum í Bresku-Kólumbíu lýsti nýráðinn rektor því yfir að hann ætlaði sér að skólinn yrði meðal tíu efstu í heiminum á slíkum samanburðarlista. Stjórnvöld í Danmörku settu sér nýlega það markmið að hafa í það minnsta einn háskóla í landinu á meðal tíu bestu í heiminum. Líkt og orð rektors bera með sér byggja samanburðarlistarnir á mælingum á frammistöðu starfsfólks skólanna, nokkuð sem hér á landi er kallað vinnumatskerfi og allir opinberir háskólar hafa sammælst um. Greinar sem háskólakennarar birta, fyrirlestrar sem þeir halda, bækur sem eru skrifaðar og önnur „framleiðsla“ þeirra er þannig talin til stiga. Þetta vinnumatskerfi við íslenska háskóla á sér hliðstæðu í háskólum Norður-Evrópu og víðar. Vinnumatskerfið íslenska á rætur í kjarasamningum kennara við ríkið en er nú að verða birtingarmynd samkeppnisvæðingar háskóla. Þessi samkeppnisvæðing er ein þriggja meiriháttar breytinga sem eru að eiga sér stað í háskólum í Norður-Evrópu í það minnsta. Hinar snúa að ójöfnuði og breyttum skilningi á háskólafólki. Forsenda samkeppni er ójöfnuður og þannig verður nú að skilgreina einn háskóla sem verri og annan sem betri, byggt á samræmdu mati þeirra í millum. Sama gildir um starfsfólk háskólanna. Það er svo lagt á sömu mælistiku og verður ekki fólk í öllum sínum fjölbreytileika, heldur mannauður sem annaðhvort leggur til markmiða kerfisins eða ekki. Mælanlegur mannauður háskóla keppir þannig á alþjóðlegu markaðstorgi háskóla á heimsvísu. Þessi samkeppnisvæðing er birtingarmynd tiltekinnar rökvísi sem kennd er við nýfrjálshyggju í seinni tíð. Vinnumatskerfið er að verða grunnur að markaði þar sem háskólar keppa og á sama tíma er kerfið tækið til að skilja markaðinn. Afleiðingar þessa eru hins vegar mun víðtækari en bara einhver stigakeppni milli háskóla.Kvíði meðal starfsfólks Hinum mælanlega mannauði háskóla er ráðstafað til að mæta markmiðum þess kerfis sem myndar skilyrði markaðarins. Þannig leggur vinnumatskerfið grunn að samkeppni milli starfsfólks háskóla, þar sem þeim er hyglað sem þjóna markmiðum kerfisins en aðrir standa stöðugt verr að vígi. Markmið um birtingar í tilteknum ritum, markmið um fé úr samkeppnissjóðum og markmið um stöðu skóla í samanburði við aðra stýra vinnu háskólafólks í sífellt meiri mæli, en ofan í kaupið bætist að þessi markmið reynast stöðugt færanleg. Það er þegar fleiri ná að mæta markinu er það fært hærra eða lengra. Almennt þýðir þetta vaxandi kvíða meðal starfsfólks. Kvíða sem birtist sérstaklega hjá þeim sem yngri eru í kerfinu og eru að reyna að skapa sér starfsvettvang. Það sem meira er, þá skapar þessi samkeppnisvæðing starfsmenningu sem snýst um stundarhag. Markmiðin eru mæld árlega og háskólafólk leitar eftir farvegi fyrir sem flest stig til að leggja til eigin stigastöðu og síns háskóla. Þar sem sú mæling þarf að vera alþjóðleg tapast t.d. þekking sem snýr að íslensku samfélagi eða henni er ævinlega speglað í viðmiðum annarra þjóða, þó umfram allt enskum. Þekking sem þannig hefur alþjóðlegt skiptagildi grefur því undan háskóla sem samfélagi þekkingarsköpunar. Umhyggja fyrir nemendum og samstarfsfólki, gæði vinnuumhverfis og annað sem snýr að því að rækta gott samfélag innan veggja háskóla er ekki metið og þeim hampað helst sem hugsa um eigin frama. Háskólinn, sem grundvöllur þekkingarsamfélags framtíðar, er því að verða þekkingarverksmiðja sem grefur undan gæðum þekkingarsköpunar. Hér á landi höfum við enn færi á að sporna við þessari þróun. Höfundar eru landfræðingar. Þessi grein er samantekt lengri greinar í þemahefti Canadian Geographer, 60(2) um siðferði umhyggju í háskólum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun