Tökum forystu með nýrri löggjöf gegn skattaskjólum Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 15. júní 2016 07:00 Panama-skjölin hafa vakið almenna umræðu um það tjón sem aflandsfélög og önnur starfsemi í skattaskjólum veldur vestrænum samfélögum, öllum almenningi og heiðarlegri atvinnustarfsemi. James Henry, fyrrverandi aðalhagfræðingur ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey og sérfræðingur í skattaskjólum, hefur nýlokið rannsókn sem sýnir að fjármunir í skattaskjólum nema 21 til 32 þúsund milljörðum dollara. Þessir fjármunir eru meiri en þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna og 1.000 til 1.500 sinnum meiri en þjóðarframleiðsla Íslands. Þessi hegðun er það algeng og yfirþyrmandi að hún hefur veruleg áhrif á misskiptingu auðs í heiminum og fylgifiskurinn skattaundanskot verður til þess að almenningur og almennur atvinnurekstur þarf að greiða mun hærri skatta en ella. Samkeppnistaða fyrirtækja skekkist.Hvað eru önnur lönd að gera til þess að berjast gegn skattaskjólum? Breska fjármálaráðuneytið er að undirbúa löggjöf sem skyldar breskar aflandseyjar til að upplýsa um nöfnin bak við aflandsfélög á fjölda breskra aflandseyja svo sem á Mön, Ermarsundseyjum og Bresku Jómfrúaeyjum. Svíar ætla að efla sína skattrannsóknadeild til þess að rannsaka af krafti eigendur aflandsfélaga. Ástralía hefur lagt til að 28 auðugustu ríki heimsins stofni rannsóknarhópa til þess að rannsaka Panama-skjölin með það að markmiði að lögsækja þá sem brjóta skattalög.Hvað á Ísland að gera? Að undanförnu hefur mér verið hugsað til þeirra fjármuna sem eru að streyma úr slitabúum íslensku bankanna til kröfuhafa í skattaskjólum og komist að þeirri niðurstöðu að Ísland þarf að taka frumkvæði í baráttunni við aflandsfélög enda munum við eiga heimsmet í fjölda aflandsfélaga miðað við fólksfjölda. Ekki heimsmet sem við viljum halda í. Til þess að vinda ofan af þessari þróun þurfum við að smíða öflugra vopn en við nú ráðum yfir. Fyrirmyndina má finna í lögum nr. 60 frá árinu 2015 um stöðugleikaskatt sem fjármálaráðherra fékk samþykkt á yfirstandandi þingi. Alþingi þarf að samþykkja ný lög sem innifela efnislega m.a. þessar greinar.Lög um sérstakan skatt á félög í skattaskjólum 1. gr. Markmið og ráðstöfun. Markmið laga þessara er að stuðla að losun fjármagnshafta með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Í því skyni er mælt fyrir um skattlagningu sem ætlað er að mæta neikvæðum áhrifum af starfsemi aflandsfélaga og meðfylgjandi skattaundanskotum. Þeir fjármunir sem falla til við skattlagningu samkvæmt lögum þessum skulu renna í ríkissjóð og skal ráðstöfun fjárins samrýmast markmiðum um efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika. 2. gr. Skattskyldir aðilar. Skylda til að greiða skatt, eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum, hvílir á lögaðilum sem skráðir eru í skattaskjólum, samanber lista OECD yfir skattaskjól. 3. gr. Skattstofn. Til skattstofns teljast: A. Heildarkröfur skattskylds aðila 31. desember 2015 hjá lögaðilum sem áður störfuðu sem viðskiptabankar eða sparisjóðir, sbr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og sæta slitameðferð, sbr. 101. gr. laga nr. 161/2002, eða hafa lokið slitameðferð, sbr. 103. gr. a sömu laga. B. Allar aðrar greiðslur til lögaðila sem skráðir eru í skattaskjólum. 4. gr. Skatthlutfall. Skatturinn skal nema er 39% af heildareignum skv. 3. gr. A lið og 39% af greiðslum til skattskylds aðila skv. 3. gr. B lið. 5. gr. Innheimta a) Slitabú gömlu bankanna skulu halda eftir og greiða skattinn af greiðslum upp í samþykktar kröfur lögaðila í skattaskjólum í búin samanber 3. gr. A. b) Allir íslenskir lögaðilar sem greiða lögaðilum í skattaskjólum skulu halda eftir skatti af greiðslunni óháð eðli greiðslunnar sbr. 3. gr. B. 6. gr. Gildistaka. Lög þessi öðlast þegar gildi.Lokaorð Með því að skattleggja allar greiðslur til lögaðila í skattaskjólum mun Ísland leggja sitt af mörkum til þess að ráðast að einni af rótum skattsvika og misskiptingar auðs. Stofnun félaga í skattaskjólum byggir fremur á andfélagslegri hegðun og græðgi en nýsköpun eða framboði á betri vörum og þjónustu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Panama-skjölin hafa vakið almenna umræðu um það tjón sem aflandsfélög og önnur starfsemi í skattaskjólum veldur vestrænum samfélögum, öllum almenningi og heiðarlegri atvinnustarfsemi. James Henry, fyrrverandi aðalhagfræðingur ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey og sérfræðingur í skattaskjólum, hefur nýlokið rannsókn sem sýnir að fjármunir í skattaskjólum nema 21 til 32 þúsund milljörðum dollara. Þessir fjármunir eru meiri en þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna og 1.000 til 1.500 sinnum meiri en þjóðarframleiðsla Íslands. Þessi hegðun er það algeng og yfirþyrmandi að hún hefur veruleg áhrif á misskiptingu auðs í heiminum og fylgifiskurinn skattaundanskot verður til þess að almenningur og almennur atvinnurekstur þarf að greiða mun hærri skatta en ella. Samkeppnistaða fyrirtækja skekkist.Hvað eru önnur lönd að gera til þess að berjast gegn skattaskjólum? Breska fjármálaráðuneytið er að undirbúa löggjöf sem skyldar breskar aflandseyjar til að upplýsa um nöfnin bak við aflandsfélög á fjölda breskra aflandseyja svo sem á Mön, Ermarsundseyjum og Bresku Jómfrúaeyjum. Svíar ætla að efla sína skattrannsóknadeild til þess að rannsaka af krafti eigendur aflandsfélaga. Ástralía hefur lagt til að 28 auðugustu ríki heimsins stofni rannsóknarhópa til þess að rannsaka Panama-skjölin með það að markmiði að lögsækja þá sem brjóta skattalög.Hvað á Ísland að gera? Að undanförnu hefur mér verið hugsað til þeirra fjármuna sem eru að streyma úr slitabúum íslensku bankanna til kröfuhafa í skattaskjólum og komist að þeirri niðurstöðu að Ísland þarf að taka frumkvæði í baráttunni við aflandsfélög enda munum við eiga heimsmet í fjölda aflandsfélaga miðað við fólksfjölda. Ekki heimsmet sem við viljum halda í. Til þess að vinda ofan af þessari þróun þurfum við að smíða öflugra vopn en við nú ráðum yfir. Fyrirmyndina má finna í lögum nr. 60 frá árinu 2015 um stöðugleikaskatt sem fjármálaráðherra fékk samþykkt á yfirstandandi þingi. Alþingi þarf að samþykkja ný lög sem innifela efnislega m.a. þessar greinar.Lög um sérstakan skatt á félög í skattaskjólum 1. gr. Markmið og ráðstöfun. Markmið laga þessara er að stuðla að losun fjármagnshafta með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Í því skyni er mælt fyrir um skattlagningu sem ætlað er að mæta neikvæðum áhrifum af starfsemi aflandsfélaga og meðfylgjandi skattaundanskotum. Þeir fjármunir sem falla til við skattlagningu samkvæmt lögum þessum skulu renna í ríkissjóð og skal ráðstöfun fjárins samrýmast markmiðum um efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika. 2. gr. Skattskyldir aðilar. Skylda til að greiða skatt, eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum, hvílir á lögaðilum sem skráðir eru í skattaskjólum, samanber lista OECD yfir skattaskjól. 3. gr. Skattstofn. Til skattstofns teljast: A. Heildarkröfur skattskylds aðila 31. desember 2015 hjá lögaðilum sem áður störfuðu sem viðskiptabankar eða sparisjóðir, sbr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og sæta slitameðferð, sbr. 101. gr. laga nr. 161/2002, eða hafa lokið slitameðferð, sbr. 103. gr. a sömu laga. B. Allar aðrar greiðslur til lögaðila sem skráðir eru í skattaskjólum. 4. gr. Skatthlutfall. Skatturinn skal nema er 39% af heildareignum skv. 3. gr. A lið og 39% af greiðslum til skattskylds aðila skv. 3. gr. B lið. 5. gr. Innheimta a) Slitabú gömlu bankanna skulu halda eftir og greiða skattinn af greiðslum upp í samþykktar kröfur lögaðila í skattaskjólum í búin samanber 3. gr. A. b) Allir íslenskir lögaðilar sem greiða lögaðilum í skattaskjólum skulu halda eftir skatti af greiðslunni óháð eðli greiðslunnar sbr. 3. gr. B. 6. gr. Gildistaka. Lög þessi öðlast þegar gildi.Lokaorð Með því að skattleggja allar greiðslur til lögaðila í skattaskjólum mun Ísland leggja sitt af mörkum til þess að ráðast að einni af rótum skattsvika og misskiptingar auðs. Stofnun félaga í skattaskjólum byggir fremur á andfélagslegri hegðun og græðgi en nýsköpun eða framboði á betri vörum og þjónustu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun