Fótbolti

Það hafa allir klórað sér á pungnum og lyktað síðan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Löw aðeins að kanna lyktina af puttunum í leiknum gegn Úkraínu.
Löw aðeins að kanna lyktina af puttunum í leiknum gegn Úkraínu. vísir/getty
Þýski landsliðsþjálfarinn Joachim Löw stal senunni í leik Þýskalands og Úkraínu er hann klóraði sér í kynfærunum og lyktaði síðan.

Hann klóraði sér fyrst á pungnum og síðan í afturendanum. Í bæði skiptin stóðst hann ekki mátið og lyktaði í kjölfarið.

Það var engu líkara en þessi reyndi þýski þjálfari hefði ekki hugmynd um að það væri verið að mynda hann allan leikinn. Myndbönd af þessu hafa síðan flogið um samfélagsmiðla fæstum til mikillar gleði.

Löw hefur nú ekki rætt málið sérstaklega við fjölmiðla. Má vera að þeir veigri sér við að minnast á þetta við hann.

Framherjinn þýski, Lukas Podolski, gerir þó lítið úr málinu.

„Þetta er ekkert til að tala um. 80 prósent allra gera þetta,“ sagði Podolski.

Málið afgreitt gerum við ráð fyrir en Löw endurtók samt leikinn á æfingu daginn eftir leik eins og sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×