Erlent

Myrti lögreglumann við heimili hans

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögreglumaður var myrtur af öfgamanni.
Lögreglumaður var myrtur af öfgamanni. Vísir/EPA
Maður sem lýsti yfir stuðningi við ISIS samtökin stakk lögreglumann til bana áður en hann var felldur, þegar lögreglan réðst inn í hús í Frakklandi í gær.

Vitni segja að maðurinn hafi ráðist á lögreglumanninn, sem var 42 ára gamall fyrir utan heimili hans í litlum bæ fyrir utan París. Lögreglumaðurinn var ekki á vakt og ekki í einkennisbúningi þegar ráðist var á hann.

Eftir ódæðið ruddist árásarmaðurinn inn á heimili lögreglumannsins og tók þar sambýliskonu hans í gíslingu og þriggja ára barn þeirra. Eftir að lögregla yfirbugaði manninn kom í ljós að hann hafði einnig myrt sambýliskonuna en sonur þeirra slapp lifandi frá hildarleiknum.

Árásarmaðurinn var 25 gamall og hafði árið 2013 verið dæmdur fyrir tengsl við öfgasamtök í Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×