NBA: Söguleg sýning hjá LeBron og Kyrie sá til þess að Cleveland er á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2016 03:59 LeBron James og Kyrie Irving fagna körfu í nótt. Vísir/Getty LeBron James og Kyrie Irving áttu báðir magnaðan og sögulegan leik fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt þegar Cleveland-liðið vann fimmtán stiga sigur á Golden State Warriors og kom í veg fyrir að Golden State tryggði sér NBA-titilinn á heimavelli sínum. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu saman 82 stig í þessum 112-97 sigri Cleveland Cavaliers en LeBron James var með 41 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar en Kyrie Irving skoraði 41 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðsfélagar skora báðir 40 stig í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var mjög einbeittur og lét ekki stanslaust baul stuðningsfólks Golden State trufla sig. Auk fyrrnefndar tölfræði þá var hann einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot. Það fór ekki á milli mála að hann naut góðs af því að það var enginn Draymond Green til þess að stoppa hann. Þrátt fyrir frábærar tölur hjá LeBron var það þó Kyrie Irving sem var maður leiksins en Irving hitti úr 17 af 24 skotum sínum (71 prósent) þar af 5 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Þegar Kyrie fór á flug í seinni hálfleiknum þá virtist allt fara niður hjá honum en hann var þarna að skora yfir 30 stigin í þriðja leiknum í röð. Cleveland Cavaliers minnkaði muninn í 3-2 og næsti leikur fer fram í Cleveland á fimmtudaginn. Golden State Warriors liðið lék án Draymond Green sem tók út leikbann og þá fór Andrew Bogut fór meiddur af velli í þriðja leikhlutanum. Það munar um minna en Bogut meiddist á hné og gæti líka misst af næsta leik. Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry átti sína spretti í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari virtist fátt fara ofan í hjá Warriors-liðinu. Golden State menn hittu aðeins úr 27 prósent skota sinna í seinni hálfleik þar sem 18 af 21 þriggja stiga skoti liðsins rataði ekki í körfuna. Klay Thompson endaði leikinn með 37 stig og Stephen Curry skoraði 25 stig. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í stað og skilaði 15 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Staðan var 61-61 í hálfleik en það höfðu ekki verið skoruð svona mörg stig í fyrri hálfleik í leik í úrslitum NBA í heil tuttugu ár. Það var allt hnífjafn, Warriors-liðið vann fyrsta leikhlutann 32-29 en Cavaliers-liðið svaraði með því að vinna annan leikhlutann 32-29. Klay Thompson setti á svið mikla skotsýningu í fyrri hálfleiknum þar sem hann skoraði 26 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry lét sér nægja 13 stig en saman skoruðu þeir 9 af 11 þriggja stiga körfum Warrior-liðsins í fyrri hálfleiknum. LeBron James skoraði 25 stig í hálfleiknum en tók 18 skot á sama tíma og hann gef ekki eina einustu stoðsendingu. Kyrie Irving hitti vel og var með 18 stig úr aðeins 10 skotum í fyrri hálfleiknum. Kyrie Irving fór á flug á lokakafla leiksins og nánast kláraði leikinn með því að raða stigum úr öllum mögulegum aðstæðum. Hann og LeBron James enduðu síðan með jafnmörg stig og tryggðu sér pláss í sögubókunum. NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
LeBron James og Kyrie Irving áttu báðir magnaðan og sögulegan leik fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt þegar Cleveland-liðið vann fimmtán stiga sigur á Golden State Warriors og kom í veg fyrir að Golden State tryggði sér NBA-titilinn á heimavelli sínum. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu saman 82 stig í þessum 112-97 sigri Cleveland Cavaliers en LeBron James var með 41 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar en Kyrie Irving skoraði 41 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðsfélagar skora báðir 40 stig í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var mjög einbeittur og lét ekki stanslaust baul stuðningsfólks Golden State trufla sig. Auk fyrrnefndar tölfræði þá var hann einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot. Það fór ekki á milli mála að hann naut góðs af því að það var enginn Draymond Green til þess að stoppa hann. Þrátt fyrir frábærar tölur hjá LeBron var það þó Kyrie Irving sem var maður leiksins en Irving hitti úr 17 af 24 skotum sínum (71 prósent) þar af 5 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Þegar Kyrie fór á flug í seinni hálfleiknum þá virtist allt fara niður hjá honum en hann var þarna að skora yfir 30 stigin í þriðja leiknum í röð. Cleveland Cavaliers minnkaði muninn í 3-2 og næsti leikur fer fram í Cleveland á fimmtudaginn. Golden State Warriors liðið lék án Draymond Green sem tók út leikbann og þá fór Andrew Bogut fór meiddur af velli í þriðja leikhlutanum. Það munar um minna en Bogut meiddist á hné og gæti líka misst af næsta leik. Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry átti sína spretti í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari virtist fátt fara ofan í hjá Warriors-liðinu. Golden State menn hittu aðeins úr 27 prósent skota sinna í seinni hálfleik þar sem 18 af 21 þriggja stiga skoti liðsins rataði ekki í körfuna. Klay Thompson endaði leikinn með 37 stig og Stephen Curry skoraði 25 stig. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í stað og skilaði 15 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Staðan var 61-61 í hálfleik en það höfðu ekki verið skoruð svona mörg stig í fyrri hálfleik í leik í úrslitum NBA í heil tuttugu ár. Það var allt hnífjafn, Warriors-liðið vann fyrsta leikhlutann 32-29 en Cavaliers-liðið svaraði með því að vinna annan leikhlutann 32-29. Klay Thompson setti á svið mikla skotsýningu í fyrri hálfleiknum þar sem hann skoraði 26 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry lét sér nægja 13 stig en saman skoruðu þeir 9 af 11 þriggja stiga körfum Warrior-liðsins í fyrri hálfleiknum. LeBron James skoraði 25 stig í hálfleiknum en tók 18 skot á sama tíma og hann gef ekki eina einustu stoðsendingu. Kyrie Irving hitti vel og var með 18 stig úr aðeins 10 skotum í fyrri hálfleiknum. Kyrie Irving fór á flug á lokakafla leiksins og nánast kláraði leikinn með því að raða stigum úr öllum mögulegum aðstæðum. Hann og LeBron James enduðu síðan með jafnmörg stig og tryggðu sér pláss í sögubókunum.
NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn