Tækifæri til breytinga Helga Þórðardóttir skrifar 14. júní 2016 07:00 Dögun er umbótasinnaður flokkur sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri. Stefna flokksins er einföld en markviss. Við höfum búið til verkefnalista yfir forgangsmál sem við ætlum okkur að ná fram með róttækum kerfisbreytingum. Ef verkefnalistinn er skoðaður þá sést að um er að ræða róttækar breytingar sem bæta hag almennings. Í raun breytingar sem stór hluti þjóðarinnar hefur kallað ítrekað eftir. Við viljum minnka völd fjármálakerfisins yfir lífi okkar og setja skilyrði svo fjármálakerfið fari að þjóna okkur í stað þess að drottna yfir okkur. Við viljum stuðla að því að á Íslandi verði stofnaður samfélagsbanki eins og eru starfræktir í löndunum í kringum okkur. Við ætlum að afnema verðtrygginguna á neytendalánum og að vextir verði hóflegir. Við viljum vinda ofan af lífeyrissjóðakerfinu sem er orðið ríki í ríkinu. Við viljum eitt sameinað lífeyriskerfi þar sem allir hafa sama rétt. Við viljum raunverulegt lýðræði innan lífeyrissjóðakerfisins. Á Íslandi er stór hópur fólks sem á ekki fyrir brýnum nauðsynjum en það er ólíðandi hjá svo ríkri þjóð. Við viljum taka á þessum framfærsluvanda með því að reikna út hvað það kostar að lifa mannsæmandi lífi og tryggja síðan að enginn fái minna en það viðmið segir til um. Þannig verði öllum tryggð viðunandi framfærsla. Það er með öllu ólíðandi að stór hópur öryrkja og eldri borgara lifi undir fátækramörkum og að hér séu rúmlega sex þúsund börn sem lifa við fátækt. Húsnæðisöryggi er mannréttindi og þess vegna leggjum við ríka áherslu á að auka valkosti á leigumarkaði. Við viljum skapa rými fyrir óhagnaðardrifin húsnæðissamvinnufélög. Við viljum stokka upp stjórn fiskveiða og þá viljum við að jafnræði ríki meðal landsmanna um nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Við viljum að allur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum og auðlindagjald reiknað af því fiskverði. Við viljum að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar. Við viljum að orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun verði í eigu þjóðarinnar. Við viljum að ríkið sjái um að veita landsmönnum grunnþjónustu eins og mennta- og heilbrigðisþjónustu og að allir hafi sama rétt óháð efnahag eða búsetu. Við leggjum ríka áherslu á lýðræðisumbætur og viljum nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina. Við viljum virða þann ríka vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Dögun er róttækt stjórnmálaafl aðallega vegna þess að við ætlum að vinna fyrir hagsmuni almennings með því að breyta fyrrnefndum atriðum. Við köllum eftir fólki til samstarfs sem vill það sama og er reiðubúið að vinna heilshugar að þessum breytingum. Kjósandi góður, það ert þú einn sem getur veitt okkur vald til að koma þessu til leiðar. Dögun biður því um liðsinni þitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Dögun er umbótasinnaður flokkur sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri. Stefna flokksins er einföld en markviss. Við höfum búið til verkefnalista yfir forgangsmál sem við ætlum okkur að ná fram með róttækum kerfisbreytingum. Ef verkefnalistinn er skoðaður þá sést að um er að ræða róttækar breytingar sem bæta hag almennings. Í raun breytingar sem stór hluti þjóðarinnar hefur kallað ítrekað eftir. Við viljum minnka völd fjármálakerfisins yfir lífi okkar og setja skilyrði svo fjármálakerfið fari að þjóna okkur í stað þess að drottna yfir okkur. Við viljum stuðla að því að á Íslandi verði stofnaður samfélagsbanki eins og eru starfræktir í löndunum í kringum okkur. Við ætlum að afnema verðtrygginguna á neytendalánum og að vextir verði hóflegir. Við viljum vinda ofan af lífeyrissjóðakerfinu sem er orðið ríki í ríkinu. Við viljum eitt sameinað lífeyriskerfi þar sem allir hafa sama rétt. Við viljum raunverulegt lýðræði innan lífeyrissjóðakerfisins. Á Íslandi er stór hópur fólks sem á ekki fyrir brýnum nauðsynjum en það er ólíðandi hjá svo ríkri þjóð. Við viljum taka á þessum framfærsluvanda með því að reikna út hvað það kostar að lifa mannsæmandi lífi og tryggja síðan að enginn fái minna en það viðmið segir til um. Þannig verði öllum tryggð viðunandi framfærsla. Það er með öllu ólíðandi að stór hópur öryrkja og eldri borgara lifi undir fátækramörkum og að hér séu rúmlega sex þúsund börn sem lifa við fátækt. Húsnæðisöryggi er mannréttindi og þess vegna leggjum við ríka áherslu á að auka valkosti á leigumarkaði. Við viljum skapa rými fyrir óhagnaðardrifin húsnæðissamvinnufélög. Við viljum stokka upp stjórn fiskveiða og þá viljum við að jafnræði ríki meðal landsmanna um nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Við viljum að allur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum og auðlindagjald reiknað af því fiskverði. Við viljum að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar. Við viljum að orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun verði í eigu þjóðarinnar. Við viljum að ríkið sjái um að veita landsmönnum grunnþjónustu eins og mennta- og heilbrigðisþjónustu og að allir hafi sama rétt óháð efnahag eða búsetu. Við leggjum ríka áherslu á lýðræðisumbætur og viljum nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina. Við viljum virða þann ríka vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Dögun er róttækt stjórnmálaafl aðallega vegna þess að við ætlum að vinna fyrir hagsmuni almennings með því að breyta fyrrnefndum atriðum. Við köllum eftir fólki til samstarfs sem vill það sama og er reiðubúið að vinna heilshugar að þessum breytingum. Kjósandi góður, það ert þú einn sem getur veitt okkur vald til að koma þessu til leiðar. Dögun biður því um liðsinni þitt.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun