Að neðan má sjá upptöku UEFA frá æfingu landsliðsins.
Æfing strákanna okkar var opin og nýtti Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tækifærið og myndaði strákana í bak og fyrir. Æfingin hófst á hefðbundin hátt með léttu skokki og reitarbolta.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).