Ítalirnir fara vel af stað á Evrópumótinu | Sjáðu mörk Ítala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 11:24 Emanuele Giaccherini fagnar marki sínu. Vísir/Getty Ítalir byrjuðu Evrópumótið í kvöld á klassískum ítölskum sigri þegar þeir unnu 2-0 sigur á Belgum. Stórskotalið Belga fann fáar leiðir í gegnum skipulagða ítalska vörn og engar leiðir framhjá hinum 38 ára gamla Gianluigi Buffon í ítalska markinu. Emanuele Giaccherini skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum eftir að einn allra besti leikmaður vallarins, varnarmaðurinn Leonardo Bonucci, átti gullsendingu fram völlinn. Graziano Pelle innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma leiksins eftir skyndisókn. Miklar væntingarnar voru gerðar til belgíska liðsins fyrir mótið en þeim mun minna búist við að þetta ítalska lið væri að fara langt í keppninni. Skoðun þeirra sömu er líkleg til að taka breytingum eftir þenna sigur Ítala í Lyon í kvöld. Ítalir áttu frábæran fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega geta verið 3-0 yfir í hálfleiknum. Þeir skoruðu hinsvegar bara eitt mark í hálfleiknum. Skipulagið og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Belgarnir virkuðu hálfráðleysislegir á móti ítalska liðinu. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Emanuele Giaccherini eftir að hafa tekið lagleg við langri sendingu frá varnarmanninum Leonardo Bonucci. Það var í raun ótrúlegt að Graziano Pelle tókst ekki að skora í uppbótartíma hálfleikins en hann hitti ekki markið. Leikurinn opnaðist mun meira í seinni hálfleiknum og Belgarnir fóru að sýna mun meira eftir hálfleiksræðu Marc Wilmots. Belgar fengu frábært færi á 55. mínútu leiksins þegar Romelu Lukaku slapp í gegn eftir sendingu frá Kevin de Bruyne en Lukaku lyfti boltanum bæði yfir Gianluigi Buffon og yfir markið. Graziano Pelle átti ágætan skalla skömmu síðar en Thibaut Courtois varði vel í belgíska markinu. Belgarnir juku pressuna eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Liverpool-maðurinn Divock Origi fékk fínasta skallafæri á 82. mínútu. Ítalir fengu líka sínar skyndisóknir og úr einni þeirri innsiglaði Graziano Pelle sigurinn í uppbótartíma leiksins.Ítalir komast í 1-0 'Þetta þarf ekkert að vera flókið“ -Valtýr Björn.#ITA 1 #BEL 0#EMÍsland pic.twitter.com/IQ9FvQiOYl— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Bæði lið með færi á sömu mínútunni. 2 DAUÐAFÆRI í röð. Fyrst Lukaku og svo Pellé. Enn 1-0#ITA #BEL #EMÍsland pic.twitter.com/MGwXYxqJI5— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Graziano Pelle innsiglar sigurinn í uppbótartíma Þetta kallast að gulltryggja. Pellé HAMRAR boltanum inn á 92. mínútu. 2-0#EMÍsland #ITA #BEL pic.twitter.com/Fky0YVEWdc— Síminn (@siminn) June 13, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
Ítalir byrjuðu Evrópumótið í kvöld á klassískum ítölskum sigri þegar þeir unnu 2-0 sigur á Belgum. Stórskotalið Belga fann fáar leiðir í gegnum skipulagða ítalska vörn og engar leiðir framhjá hinum 38 ára gamla Gianluigi Buffon í ítalska markinu. Emanuele Giaccherini skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum eftir að einn allra besti leikmaður vallarins, varnarmaðurinn Leonardo Bonucci, átti gullsendingu fram völlinn. Graziano Pelle innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma leiksins eftir skyndisókn. Miklar væntingarnar voru gerðar til belgíska liðsins fyrir mótið en þeim mun minna búist við að þetta ítalska lið væri að fara langt í keppninni. Skoðun þeirra sömu er líkleg til að taka breytingum eftir þenna sigur Ítala í Lyon í kvöld. Ítalir áttu frábæran fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega geta verið 3-0 yfir í hálfleiknum. Þeir skoruðu hinsvegar bara eitt mark í hálfleiknum. Skipulagið og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Belgarnir virkuðu hálfráðleysislegir á móti ítalska liðinu. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Emanuele Giaccherini eftir að hafa tekið lagleg við langri sendingu frá varnarmanninum Leonardo Bonucci. Það var í raun ótrúlegt að Graziano Pelle tókst ekki að skora í uppbótartíma hálfleikins en hann hitti ekki markið. Leikurinn opnaðist mun meira í seinni hálfleiknum og Belgarnir fóru að sýna mun meira eftir hálfleiksræðu Marc Wilmots. Belgar fengu frábært færi á 55. mínútu leiksins þegar Romelu Lukaku slapp í gegn eftir sendingu frá Kevin de Bruyne en Lukaku lyfti boltanum bæði yfir Gianluigi Buffon og yfir markið. Graziano Pelle átti ágætan skalla skömmu síðar en Thibaut Courtois varði vel í belgíska markinu. Belgarnir juku pressuna eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Liverpool-maðurinn Divock Origi fékk fínasta skallafæri á 82. mínútu. Ítalir fengu líka sínar skyndisóknir og úr einni þeirri innsiglaði Graziano Pelle sigurinn í uppbótartíma leiksins.Ítalir komast í 1-0 'Þetta þarf ekkert að vera flókið“ -Valtýr Björn.#ITA 1 #BEL 0#EMÍsland pic.twitter.com/IQ9FvQiOYl— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Bæði lið með færi á sömu mínútunni. 2 DAUÐAFÆRI í röð. Fyrst Lukaku og svo Pellé. Enn 1-0#ITA #BEL #EMÍsland pic.twitter.com/MGwXYxqJI5— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Graziano Pelle innsiglar sigurinn í uppbótartíma Þetta kallast að gulltryggja. Pellé HAMRAR boltanum inn á 92. mínútu. 2-0#EMÍsland #ITA #BEL pic.twitter.com/Fky0YVEWdc— Síminn (@siminn) June 13, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira