Fjöldi stuðningsmanna gisti á sjúkrahúsi í nótt eftir óeirðirnar en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Marseille slasaðist 31, þar á meðal eldri maður sem missti meðvitund og annar Englendingur sem fékk hjartaáfall.
Eftir átök á milli stuðningsmanna Englands og Rússlands við gömlu höfnina í Marseille í aðdraganda leiksins brutust út slagsmál á Stade Velodrome í leikslok. Íslendingar mæta Ungverjum á þessum sama velli 18. júní.
Enskir stuðningsmenn sáust á flótta undan hópi sem virtist skipaður Rússum, sumir huldu höfuð sín og kveiktu í flugeldum. Höfðu þeir brotið sér leið framhjá öryggisvörðum að því er Guardian greinir frá.
Evrópska knattspyrnusambandið mun taka óeirðirnar á leikvanginum í gærkvöldi til skoðunar og er talið líklegt að rússneska knattspyrnusambandið eigi yfir höfði sér refsingu. Rússar halda sem kunnugt er HM í knattspyrnu árið 2018.
Haft var eftir íþróttamálaráðherra Rússa, Vitaly Mutko, að þeir reiknuðu með sekt frá UEFA. Að neðan má sjá myndir og upptöku frá óeirðunum í gær. Þær eru ekki fyrir viðkvæma.
Marseille violence: AS editor @AS_Relano on the incidents in southern France https://t.co/xG9a5yXxTM pic.twitter.com/HINLpCHPH7
— AS English (@English_AS) June 12, 2016
Euro 2016: Uefa investigate violence between England and Russia fans in Marseille after day… https://t.co/TKVKSETs4y pic.twitter.com/knPeidKp5Q
— Telegraph Football (@TeleFootball) June 12, 2016
Scenes in Marseille yesterday. Unbelievable! pic.twitter.com/eVJ0eQzlGl
— GeniusFootball (@GeniusFootball) June 12, 2016
English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC
— AS English (@English_AS) June 11, 2016
English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC
— AS English (@English_AS) June 11, 2016
The behaviour of England fans in Marseille is "embarrassing" says Andy Burnham #EURO2016 https://t.co/1oyH5Rcigo pic.twitter.com/2x9WAgwpo3
— BBC Sport (@BBCSport) June 11, 2016