Ég var aldrei efni í bónda Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2016 09:15 "Alveg frá því ég var barn hef ég verið að gera eitthvað myndlistarkyns. Það er oft þannig hjá fólki að eitthvert áhugamál verður yfirgnæfandi,“ segir Hreinn. Hann hefur átt heima í Amsterdam allt frá 1971 en það heyrist aldeilis ekki á tungutakinu. Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður kveðst íslenskur sveitamaður í húð og hár, uppalinn í Dölunum en þó aldrei neitt efni í bónda. „Alveg frá því ég var barn hef ég verið að gera eitthvað myndlistarkyns. Það er oft þannig hjá fólki að eitthvert áhugamál verður yfirgnæfandi í æsku og hjá mér var aldrei nein samkeppni frá neinu, þess vegna var brautin fyrir framan mig. Ég var fimmtán ára kominn í Handíða- og myndlistarskólann og var viðloðandi hann til 1960. Svo tók þvælingur til útlanda við og ég barst til Hollands.“Alls konar speglanir Komum Hreins til Íslands hefur fækkað á síðustu árum vegna heilsubrests. Nú nýlega kom hann þó heim vegna opnunar sýningar sem hann og hinn bandaríski John Zurier eru með í Listasafni ASÍ og er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. „Ég var með í þessari uppsetningu með kollegum mínum sem gerðu alla vinnuna,“ segir hann. Hreinn segir verkin sem mynda innsetningu hans í Gryfjunni í Listasafni ASÍ vera ný og fellst á að þau séu talsvert tæknileg. „Þó er engu stungið í samband,“ bendir hann á. „En það eru alls konar speglanir – það er gömul saga hjá mér. Alveg frá bernsku hafa speglar spilað stóra rullu hjá mér, ekki síst meðan ég var í hinum eilífu sjálfsmyndunum, þá var spegillinn næstur og það sem maður sá í honum. Svo hafa speglanirnar tekið á sig alls konar mögulegar myndir og þessi verk í Listasafni ASÍ eru náttúrlega bara ljósfræðilegs eðlis, þó þau séu ekki vísindaleg. Þetta snýst bara um hvernig ljósið hagar sér þegar um spegla er að ræða.“Notar pínulitla segla Í arinstofu Listasafns ASÍ er líka verk eftir Hrein, það er úr alvöru loftsteinum frá Argentínu – af svæði sem á íslensku mundi kallast Akur himinsins, að sögn listamannsins. „Lofsteinar eru fyrst og fremst úr járni og nikkel og ég nota pínulitla segla, þeir eiga ekki að snerta steinana heldur haldast í segulsviðinu,“ útskýrir hann. „Loftsteinar eru afskaplega heillandi finnst mér, líka af því hvernig þeir eru tilkomnir. Búnir að vera á svæðinu milli Júpiters og Mars frá upphafi en þegar þeir lenda í aðdráttaraflssviði fara þeir á fljúgandi ferð og svolítill hluti lifir af ferðalagið í gegnum gufuhvolfið.“„Þessi verk í Listasafni ASÍ eru náttúrlega bara ljósfræðilegs eðlis, þó þau séu ekki vísindaleg,“ segir listamaðurinn Hreinn.Eitthvað einfalt og algengt Hreini verður flest að listaverkum, líka hversdagsleg efni. „Ég er mjög ánægður ef mér tekst að gera eitthvað úr því sem er einfalt og algengt, eins og laufblöðum eða krumpuðum bréfkúlum, einhverju sem dettur nánast í lófann á manni. Þessir loftsteinar flokkast auðvitað ekki undir það og svo sem ekkert á þessari sýningu í Listasafni ASÍ.“ Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður sagði einhvers staðar að uppruninn leyndi sér aldrei í verkum góðra listamanna. Skyldi Hreinn sækja eitthvað í Dalina? „Já, ég hef oft sótt mótív á heimaslóðir. Á síðasta ári gerði ég verk sem var sambland af eigin texta og ljósmyndum úr fjalllendi á mörkum Dala og Mýra, teknum af Birni Þorsteinssyni líffræðingi og rektor LBHI – með hans leyfi að sjálfsögðu. Í tvö sumur var það nefnilega mín atvinna að ganga 50 kílómetra annan hvern dag í þessu fjalllendi og passa upp á girðingu sem hindraði útbreiðslu fjárpestar. Þetta verk mitt var á sýningu í London Art þar sem þemað var Frequent long walks og var innblásið af bók rithöfundarins Robert Walser sem skrifaði mikið um göngur. Það var sumrin 1966 og 67 sem Hreinn kveðst hafa klöngrast um gil og klungur í 16 tíma annan hvern dag. „Það urðu til ýmsar hugmyndir í kollinum á mér þessi sumur sem ég skissaði og lét varpa á vegg í London Art. Þær eru ólíkar öllu öðru sem ég hef gert, ég býst við að einveran á fjöllum hafi valdið því.“Ekki dómbær á eigin verk Hreinn var einn af SÚM-urunum sem vöktu mikla athygli einmitt um miðjan 7. áratuginn fyrir framúrstefnulist. Spurður hvort verk hans hafi orðið fágaðri með tímanum svarar hann. „Ég er ekki dómbær á það, það kennir ýmissa grasa í mínum verkum þó kannski sé þar einhver rauður þráður.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. júní 2016. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hann hefur átt heima í Amsterdam allt frá 1971 en það heyrist aldeilis ekki á tungutakinu. Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður kveðst íslenskur sveitamaður í húð og hár, uppalinn í Dölunum en þó aldrei neitt efni í bónda. „Alveg frá því ég var barn hef ég verið að gera eitthvað myndlistarkyns. Það er oft þannig hjá fólki að eitthvert áhugamál verður yfirgnæfandi í æsku og hjá mér var aldrei nein samkeppni frá neinu, þess vegna var brautin fyrir framan mig. Ég var fimmtán ára kominn í Handíða- og myndlistarskólann og var viðloðandi hann til 1960. Svo tók þvælingur til útlanda við og ég barst til Hollands.“Alls konar speglanir Komum Hreins til Íslands hefur fækkað á síðustu árum vegna heilsubrests. Nú nýlega kom hann þó heim vegna opnunar sýningar sem hann og hinn bandaríski John Zurier eru með í Listasafni ASÍ og er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. „Ég var með í þessari uppsetningu með kollegum mínum sem gerðu alla vinnuna,“ segir hann. Hreinn segir verkin sem mynda innsetningu hans í Gryfjunni í Listasafni ASÍ vera ný og fellst á að þau séu talsvert tæknileg. „Þó er engu stungið í samband,“ bendir hann á. „En það eru alls konar speglanir – það er gömul saga hjá mér. Alveg frá bernsku hafa speglar spilað stóra rullu hjá mér, ekki síst meðan ég var í hinum eilífu sjálfsmyndunum, þá var spegillinn næstur og það sem maður sá í honum. Svo hafa speglanirnar tekið á sig alls konar mögulegar myndir og þessi verk í Listasafni ASÍ eru náttúrlega bara ljósfræðilegs eðlis, þó þau séu ekki vísindaleg. Þetta snýst bara um hvernig ljósið hagar sér þegar um spegla er að ræða.“Notar pínulitla segla Í arinstofu Listasafns ASÍ er líka verk eftir Hrein, það er úr alvöru loftsteinum frá Argentínu – af svæði sem á íslensku mundi kallast Akur himinsins, að sögn listamannsins. „Lofsteinar eru fyrst og fremst úr járni og nikkel og ég nota pínulitla segla, þeir eiga ekki að snerta steinana heldur haldast í segulsviðinu,“ útskýrir hann. „Loftsteinar eru afskaplega heillandi finnst mér, líka af því hvernig þeir eru tilkomnir. Búnir að vera á svæðinu milli Júpiters og Mars frá upphafi en þegar þeir lenda í aðdráttaraflssviði fara þeir á fljúgandi ferð og svolítill hluti lifir af ferðalagið í gegnum gufuhvolfið.“„Þessi verk í Listasafni ASÍ eru náttúrlega bara ljósfræðilegs eðlis, þó þau séu ekki vísindaleg,“ segir listamaðurinn Hreinn.Eitthvað einfalt og algengt Hreini verður flest að listaverkum, líka hversdagsleg efni. „Ég er mjög ánægður ef mér tekst að gera eitthvað úr því sem er einfalt og algengt, eins og laufblöðum eða krumpuðum bréfkúlum, einhverju sem dettur nánast í lófann á manni. Þessir loftsteinar flokkast auðvitað ekki undir það og svo sem ekkert á þessari sýningu í Listasafni ASÍ.“ Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður sagði einhvers staðar að uppruninn leyndi sér aldrei í verkum góðra listamanna. Skyldi Hreinn sækja eitthvað í Dalina? „Já, ég hef oft sótt mótív á heimaslóðir. Á síðasta ári gerði ég verk sem var sambland af eigin texta og ljósmyndum úr fjalllendi á mörkum Dala og Mýra, teknum af Birni Þorsteinssyni líffræðingi og rektor LBHI – með hans leyfi að sjálfsögðu. Í tvö sumur var það nefnilega mín atvinna að ganga 50 kílómetra annan hvern dag í þessu fjalllendi og passa upp á girðingu sem hindraði útbreiðslu fjárpestar. Þetta verk mitt var á sýningu í London Art þar sem þemað var Frequent long walks og var innblásið af bók rithöfundarins Robert Walser sem skrifaði mikið um göngur. Það var sumrin 1966 og 67 sem Hreinn kveðst hafa klöngrast um gil og klungur í 16 tíma annan hvern dag. „Það urðu til ýmsar hugmyndir í kollinum á mér þessi sumur sem ég skissaði og lét varpa á vegg í London Art. Þær eru ólíkar öllu öðru sem ég hef gert, ég býst við að einveran á fjöllum hafi valdið því.“Ekki dómbær á eigin verk Hreinn var einn af SÚM-urunum sem vöktu mikla athygli einmitt um miðjan 7. áratuginn fyrir framúrstefnulist. Spurður hvort verk hans hafi orðið fágaðri með tímanum svarar hann. „Ég er ekki dómbær á það, það kennir ýmissa grasa í mínum verkum þó kannski sé þar einhver rauður þráður.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. júní 2016.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira