Ekki hafa bókhaldið í rassvasanum Björg Árnadóttir skrifar 29. júní 2016 10:44 Lítil frumkvöðlafyrirtæki eiga oft fullt í fangi með að sinna kjarnastarfsemi sinni og ekki ósjaldan sem skriffinska og regluverk verða stjórnendum þeirra ofviða á fyrstu árum í rekstri, bæði vegna vinnu og kostnaðar. Bókhald og ársreikningagerð er eitt af því sem oft stendur í litlum fyrirtækjum, þekkingin er oft ekki til staðar og útfærslan er of flókin. Þetta hefur orðið til þess að fyrirtæki velja illu heilli að skila ekki ársreikningum, oft svo árum skiptir. Fyrir nokkrum árum tók ég við rekstri ferðaþjónustufyrirtækis sem þá flokkaðist sem örfyrirtæki. Það að græja ferðir, redda bílum og gera viðskiptavininn ánægðan var ekki vandamálið. Öll höfðum við mikla ánægju af því á meðan kvittanir, reikningagerð og ársreikningar flæktu málið og sátu því á hakanum. Nú hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra beitt sér fyrir því að örfyrirtækjum gefist kostur á að skila ársreikningum rafrænt. Slíkri einföldun ber að fagna! Þar með er þó aðeins hálf sagan sögð. Til að „hnappurinn“ virki þarf baklandið að vera í lagi. Af fenginni reynslu hvet ég sérstaklega ykkur kollega mína í ferðaþjónustu, sem eruð að hefja rekstur, til að koma fjármálunum strax í farveg. Ekki bíða með að koma ykkur upp bókhaldskerfi sem heldur utan um tekjur og gjöld. Ef þið treystið ykkur ekki í þetta sjálf leitið þá til annarra eftir aðstoð. Að hafa þessi mál í farvegi er forsenda þess að þið getið síðan einfaldað ykkur lífið með rafrænum skilum ársreikninga. Einfaldari skil ársreikninga hjá litlum fyrirtækjum og lægri umsýslukostnaður voru helstu markmiðin með þessum breytingum á lögum um ársreikninga. Einföldunin felst í því að stjórnendur geta nú um leið og þeir skila skattframtali gefið samþykki sitt fyrir því að lykiltölur úr skattframtali félagsins verði sendar ársreikningaskrá sem fullgildur ársreikningur til birtingar. Slíkan ársreikning þarf hvorki að yfirfara af skoðunarmanni eða endurskoða né heldur þarf að fylgja með honum skýrsla stjórnar. Mögulega væri hægt að biðla til ráðuneytisins um að einfalda þetta ferli enn frekar og gera lista yfir bókhaldsþjónustur sem gefa sig út fyrir að þjónusta lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu. Ég hefði hoppað hæð mína yfir aðgengi að slíkri sérhæfðri þjónustu á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Lítil frumkvöðlafyrirtæki eiga oft fullt í fangi með að sinna kjarnastarfsemi sinni og ekki ósjaldan sem skriffinska og regluverk verða stjórnendum þeirra ofviða á fyrstu árum í rekstri, bæði vegna vinnu og kostnaðar. Bókhald og ársreikningagerð er eitt af því sem oft stendur í litlum fyrirtækjum, þekkingin er oft ekki til staðar og útfærslan er of flókin. Þetta hefur orðið til þess að fyrirtæki velja illu heilli að skila ekki ársreikningum, oft svo árum skiptir. Fyrir nokkrum árum tók ég við rekstri ferðaþjónustufyrirtækis sem þá flokkaðist sem örfyrirtæki. Það að græja ferðir, redda bílum og gera viðskiptavininn ánægðan var ekki vandamálið. Öll höfðum við mikla ánægju af því á meðan kvittanir, reikningagerð og ársreikningar flæktu málið og sátu því á hakanum. Nú hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra beitt sér fyrir því að örfyrirtækjum gefist kostur á að skila ársreikningum rafrænt. Slíkri einföldun ber að fagna! Þar með er þó aðeins hálf sagan sögð. Til að „hnappurinn“ virki þarf baklandið að vera í lagi. Af fenginni reynslu hvet ég sérstaklega ykkur kollega mína í ferðaþjónustu, sem eruð að hefja rekstur, til að koma fjármálunum strax í farveg. Ekki bíða með að koma ykkur upp bókhaldskerfi sem heldur utan um tekjur og gjöld. Ef þið treystið ykkur ekki í þetta sjálf leitið þá til annarra eftir aðstoð. Að hafa þessi mál í farvegi er forsenda þess að þið getið síðan einfaldað ykkur lífið með rafrænum skilum ársreikninga. Einfaldari skil ársreikninga hjá litlum fyrirtækjum og lægri umsýslukostnaður voru helstu markmiðin með þessum breytingum á lögum um ársreikninga. Einföldunin felst í því að stjórnendur geta nú um leið og þeir skila skattframtali gefið samþykki sitt fyrir því að lykiltölur úr skattframtali félagsins verði sendar ársreikningaskrá sem fullgildur ársreikningur til birtingar. Slíkan ársreikning þarf hvorki að yfirfara af skoðunarmanni eða endurskoða né heldur þarf að fylgja með honum skýrsla stjórnar. Mögulega væri hægt að biðla til ráðuneytisins um að einfalda þetta ferli enn frekar og gera lista yfir bókhaldsþjónustur sem gefa sig út fyrir að þjónusta lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu. Ég hefði hoppað hæð mína yfir aðgengi að slíkri sérhæfðri þjónustu á sínum tíma.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun