Skoðun

Mesti auðlindakjarni hvers samfélags er mannauðurinn

Gunnhildur Arnardóttir skrifar
Ósjaldan heyrum við sagt og sjáum ritað „Mannauðurinn er okkar mikilvægasta auðlind“. En hvað eru vinnustaðir að gera til þess að virkja mannauðinn og ná fram því besta hjá hverjum og einum þannig að einstaklingurinn blómstri og skili sem hæstri framlegð?

Svarið er að verið er að gera heilmargt en það er hægt að gera svo miklu betur. Á sameiginlegum fundi Samtaka atvinnulífisins og Viðskiptaráðs Íslands í haust kom fram að framleiðni á Íslandi er lág og þarf að aukast.

Rannsóknir staðfesta að ákveðnir þættir þurfa að vera til staðar til þess að einstaklingurinn njóti sín í starfi. Þetta eru þættir eins og vitneskja um viðhorf viðskiptavina til þeirrar þjónustu sem veitt er eða vöru sem er seld. Slík vitneskja fæst með viðskiptavinamælingum. Starfsánægja er annar mikilvægur þáttur, þ.e. að einstaklingurinn hlakki til að mæta í vinnuna, sé að gera það sem hann er bestur í daglega, hafi sjálfstæði til ákvörðunartöku og njóti stuðnings frá sínum stjórnanda. Einnig skiptir miklu máli að gerðar séu kröfur um árangur, að vitað sé nákvæmlega til hvers er ætlast og laun séu sambærileg við það sem gerist í viðkomandi starfsgrein. Einn mikilvægasti þátturinn er að starfsmenn upplifi að borin sé virðing fyrir þeim og að þeir beri virðingu fyrir samstarfsmönnum sínum og fyrirtæki, þeim sé sýndur áhugi sem manneskjum og það ríki traust. Séu þessir þættir mældir reglulega í viðhorfsmælingu starfsmanna, t.d. mánaðarlega, þá er fljótt hægt að sjá hvar er verið að gera vel og hvar þarf að bregðast við. Mælingar stjórna hegðun og því er nauðsynlegt að mæla þessa mikilvægu þætti reglulega. Það er hægt að gera með mælitækinu HR Monitor frá Huxun sem mælir upplifun starfsmanna mánaðarlega. HR Monitor fékk nýlega myndarlegan verkefnastyrk frá Tækniþróunarsjóði til að hanna hugbúnað við mælitækið sem er nú þegar komið í virkni í fjölda fyrirtækja á Íslandi.

Að ná auknum árangri með mannauð þjóðarinnar er því samspil margra þátta. Mikilvægast er þó fyrir stjórnendur að skilja að enginn nær árangri einn. Horfa þarf á styrkleika hvers og eins, magna þá og leyfa einstaklingnum að njóta sín. Þannig næst mestur árangur.




Skoðun

Skoðun

Á­kall um kjark

Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Sjá meira


×