Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2016 22:30 Will Gregg fagnar marki sem hann skoraði í síðasta undirbúningsleik Norður-Íra fyrir EM. Það dugði honum þó ekki til að fá mínútur í Frakklandi. Vísir/AFP Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Norður-Írar féllu út fyrir Wales á grátlegan hátt en Gareth McAuley varð þá fyrir því að skora sjálfsmark sem færði Wales sæti í átta liða úrslitunum. Norður-Írar héldu sérstaka móttökuhátíð fyrir leikmennina og þar voru þeir kynntir til leiks einn á fætur öðrum. Enginn fékk þá flottari móttökur en framherinn Will Griggs. Will Grigg er líklega frægasti leikmaður norður-írska landsliðsins þótt að átján leikmenn hafi spilað meira en hann í fjórum leikjum Norður-Íra á EM í Frakklandi. Will Grigg spilaði ekki mínútu á EM í Frakklandi en nafn hans var samt mikið í fréttum þar sem stuðningsmenn Norður-Írlands elskuðu ekkert meira en að syngja Will Griggs sönginn „Will Grigg is on fire". Það var stuðningsmaður Wigan Athletic sem setti myndband inn á Youtube með lagi um Will Griggs þar sem að viðlagið var „Will Grigg's on fire, your defence is terrified" en lagið sjálft er lagið „Freed from Desire" með ítalska tónlistamanninum Gala. Will Grigg fór á kostum með Wigan Athletic í ensku C-deildinni og skopraði 25 deildarmörk á tímabilinu. Það var nóg til að tryggja honum sæti í EM-hópnum en landsliðsþjálfarinn hafði þó ekki not fyrir hann í leikjunum fjórum. Stuðningsmennirnir elskuðu sönginn um Will Grigg ekkert minna þrátt fyrir það og sungu hann endalaust á leikjum liðsins á EM. Það var því mjög skemmtilegt stund á móttökuhátíðinni til þegar Will Grigg var kynntur til leiks eins og sjá má hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Norður-Írar féllu út fyrir Wales á grátlegan hátt en Gareth McAuley varð þá fyrir því að skora sjálfsmark sem færði Wales sæti í átta liða úrslitunum. Norður-Írar héldu sérstaka móttökuhátíð fyrir leikmennina og þar voru þeir kynntir til leiks einn á fætur öðrum. Enginn fékk þá flottari móttökur en framherinn Will Griggs. Will Grigg er líklega frægasti leikmaður norður-írska landsliðsins þótt að átján leikmenn hafi spilað meira en hann í fjórum leikjum Norður-Íra á EM í Frakklandi. Will Grigg spilaði ekki mínútu á EM í Frakklandi en nafn hans var samt mikið í fréttum þar sem stuðningsmenn Norður-Írlands elskuðu ekkert meira en að syngja Will Griggs sönginn „Will Grigg is on fire". Það var stuðningsmaður Wigan Athletic sem setti myndband inn á Youtube með lagi um Will Griggs þar sem að viðlagið var „Will Grigg's on fire, your defence is terrified" en lagið sjálft er lagið „Freed from Desire" með ítalska tónlistamanninum Gala. Will Grigg fór á kostum með Wigan Athletic í ensku C-deildinni og skopraði 25 deildarmörk á tímabilinu. Það var nóg til að tryggja honum sæti í EM-hópnum en landsliðsþjálfarinn hafði þó ekki not fyrir hann í leikjunum fjórum. Stuðningsmennirnir elskuðu sönginn um Will Grigg ekkert minna þrátt fyrir það og sungu hann endalaust á leikjum liðsins á EM. Það var því mjög skemmtilegt stund á móttökuhátíðinni til þegar Will Grigg var kynntur til leiks eins og sjá má hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira