Umskipti í orkumálum Breta Þorvarður Goði Valdimarsson skrifar 29. júní 2016 07:00 Iðnbyltingin í Bretlandi hófst á ofanverðri 18. öld. Þróaðar voru gufuvélar, drifnar af kolum sem brennd voru til þess að hita vatn. Í kjölfarið breyttist heimurinn. Enn þann dag í dag framleiða Bretar orku með jarðefna- og kolaorkuverum sínum, en standa frammi fyrir miklum áskorunum í orkumálum. Áhyggjur af loftslagsbreytingum af mannavöldum og kröfur um verulega lækkun á losun koltvísýrings út í andrúmsloftið koma fram í hugarfarsbreytingu og miklum viðsnúningi á undanförum árum þar í landi í átt að vistvænni orkuframleiðslu. Helsta áþreifanlega breytingin enn sem komið er birtist í örri tækniþróun í vind- og sólarorkuframleiðslu. Nú þegar hafa verið reistir heimsins stærstu vindorkugarðar undan ströndum Bretlandseyja. Samkvæmt Financial Times, 3. maí 2016 (‘Britain Energy Conversion’) hefur breska ríkið dælt um 10 milljörðum punda í styrki til uppbyggingar á þessari vistvænu orkuframleiðslu. Þannig uppfyllti orkuframleiðsla vindrafala og annarra vistvænna orkugjafa um 25% af orkuþörf Breta í fyrra. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem vistvænir orkugjafar framleiða meira en kolaorkugjafar í Bretlandi. Kúvendingin er í stíl við hina þýsku „Energiewende“, en þar eru um 33% af raforku framleidd með vistvænum orkugjöfum. Bretland er nú orðið þriðji stærsti markaðurinn í heimi fyrir stór sólarorkubú, á eftir Kína og Bandaríkjunum. Verkfræðingurinn og frumkvöðullinn Philip Wolfe, sem barðist fyrir niðurgreiðslum til þróunarvinnu endurnýjanlegra orkugjafa, segir að sem þjóð þá hafi Bretar tekið því fegins hendi, en stjórnmálaleiðtogar stjórnist enn um sinn af háværum minnihluta andstæðinga þeirrar þróunar. James Court, formaður samtaka um stefnumótun á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu, Renewable Energy Association, segir mikinn árangur hafa náðst. Nú séu um 800.000 heimili og fyrirtæki með sólarorkusellur, til viðbótar við þá gríðarstóru vind- og sólarorkugarða sem hafa byggst upp á síðustu árum.Dregið úr stuðningi En böggull fylgir skammrifi. Ör vöxtur á framleiðslu framangreindra orkugjafa hefur leitt til þess að breska ríkið er byrjað að draga úr stuðningi við þróunarvinnu á þessu sviði. Niðurgreiðslur hafa verið útfærðar með álagi á orkureikninga almennings. Orku- og umhverfismálaráðherra Bretlands, Amber Rudd, rökstyður lækkun á niðurgreiðslum til vistvænnar orkuframleiðslu einmitt með því að vernda þurfi fjölskyldurnar í landinu fyrir háum orkureikningum. Þessi breytta stefna breskra stjórnvalda hefur þegar leitt til þess að nokkrum vistvænum orkufyrirtækjum hefur verið skipuð fjárhaldsstjórn og óttast er að fleiri hljóti svipuð örlög. Orkumálaráðherra segir þó að stefnan sé enn að styðja við þróunarstarf framleiðenda endurnýjanlegra orkugjafa. Slíkur iðnaður verði hins vegar að geta staðið undir sér í samkeppninni á markaðnum, án niðurgreiðslna frá ríkinu og almenningi. Og Bretar hugsa lengra. Þegar þeir upplýstu á Parísarráðstefnunni að þeir myndu hætta að greiða sérstaklega niður umhverfisvæna orkugjafa aðra en vindorku af hafi, kváðust þeir snúa sér þess í stað að vistvænni kjarnorku. Væntanlega verður áherslan í fyrstu á kjarnakljúfa sem geta brennt kjarnaeldsneytinu þóríum og eru margfalt öruggari og hagkvæmari en nútíma kjarnorkuver. Ennþá meira spennandi er síðan umhverfisvæn orkuframleiðsla með köldum samruna. Þar er hvorki um að ræða mengandi útblástur af nokkru tagi, né geislavirkan úrgang og kostnaðurinn er meira að segja lágur. Gangi þessi tækni upp, er um að ræða einhver merkustu tíðindi í orkumálum jarðarbúa frá upphafi. Unnið úr grein Financial Times – Britains Energy Conversion, dags. 3. maí 2016.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Iðnbyltingin í Bretlandi hófst á ofanverðri 18. öld. Þróaðar voru gufuvélar, drifnar af kolum sem brennd voru til þess að hita vatn. Í kjölfarið breyttist heimurinn. Enn þann dag í dag framleiða Bretar orku með jarðefna- og kolaorkuverum sínum, en standa frammi fyrir miklum áskorunum í orkumálum. Áhyggjur af loftslagsbreytingum af mannavöldum og kröfur um verulega lækkun á losun koltvísýrings út í andrúmsloftið koma fram í hugarfarsbreytingu og miklum viðsnúningi á undanförum árum þar í landi í átt að vistvænni orkuframleiðslu. Helsta áþreifanlega breytingin enn sem komið er birtist í örri tækniþróun í vind- og sólarorkuframleiðslu. Nú þegar hafa verið reistir heimsins stærstu vindorkugarðar undan ströndum Bretlandseyja. Samkvæmt Financial Times, 3. maí 2016 (‘Britain Energy Conversion’) hefur breska ríkið dælt um 10 milljörðum punda í styrki til uppbyggingar á þessari vistvænu orkuframleiðslu. Þannig uppfyllti orkuframleiðsla vindrafala og annarra vistvænna orkugjafa um 25% af orkuþörf Breta í fyrra. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem vistvænir orkugjafar framleiða meira en kolaorkugjafar í Bretlandi. Kúvendingin er í stíl við hina þýsku „Energiewende“, en þar eru um 33% af raforku framleidd með vistvænum orkugjöfum. Bretland er nú orðið þriðji stærsti markaðurinn í heimi fyrir stór sólarorkubú, á eftir Kína og Bandaríkjunum. Verkfræðingurinn og frumkvöðullinn Philip Wolfe, sem barðist fyrir niðurgreiðslum til þróunarvinnu endurnýjanlegra orkugjafa, segir að sem þjóð þá hafi Bretar tekið því fegins hendi, en stjórnmálaleiðtogar stjórnist enn um sinn af háværum minnihluta andstæðinga þeirrar þróunar. James Court, formaður samtaka um stefnumótun á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu, Renewable Energy Association, segir mikinn árangur hafa náðst. Nú séu um 800.000 heimili og fyrirtæki með sólarorkusellur, til viðbótar við þá gríðarstóru vind- og sólarorkugarða sem hafa byggst upp á síðustu árum.Dregið úr stuðningi En böggull fylgir skammrifi. Ör vöxtur á framleiðslu framangreindra orkugjafa hefur leitt til þess að breska ríkið er byrjað að draga úr stuðningi við þróunarvinnu á þessu sviði. Niðurgreiðslur hafa verið útfærðar með álagi á orkureikninga almennings. Orku- og umhverfismálaráðherra Bretlands, Amber Rudd, rökstyður lækkun á niðurgreiðslum til vistvænnar orkuframleiðslu einmitt með því að vernda þurfi fjölskyldurnar í landinu fyrir háum orkureikningum. Þessi breytta stefna breskra stjórnvalda hefur þegar leitt til þess að nokkrum vistvænum orkufyrirtækjum hefur verið skipuð fjárhaldsstjórn og óttast er að fleiri hljóti svipuð örlög. Orkumálaráðherra segir þó að stefnan sé enn að styðja við þróunarstarf framleiðenda endurnýjanlegra orkugjafa. Slíkur iðnaður verði hins vegar að geta staðið undir sér í samkeppninni á markaðnum, án niðurgreiðslna frá ríkinu og almenningi. Og Bretar hugsa lengra. Þegar þeir upplýstu á Parísarráðstefnunni að þeir myndu hætta að greiða sérstaklega niður umhverfisvæna orkugjafa aðra en vindorku af hafi, kváðust þeir snúa sér þess í stað að vistvænni kjarnorku. Væntanlega verður áherslan í fyrstu á kjarnakljúfa sem geta brennt kjarnaeldsneytinu þóríum og eru margfalt öruggari og hagkvæmari en nútíma kjarnorkuver. Ennþá meira spennandi er síðan umhverfisvæn orkuframleiðsla með köldum samruna. Þar er hvorki um að ræða mengandi útblástur af nokkru tagi, né geislavirkan úrgang og kostnaðurinn er meira að segja lágur. Gangi þessi tækni upp, er um að ræða einhver merkustu tíðindi í orkumálum jarðarbúa frá upphafi. Unnið úr grein Financial Times – Britains Energy Conversion, dags. 3. maí 2016.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun