Icelandair hefur bætt við áætlun sína tveimur aukaflugum til Parísar vegna leiks Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum EM 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en þar segir að flogið verður með 183 sæta Boeing 757 vél Icelandair frá Keflavíkurflugvelli síðdegis á föstudag og síðdegis á laugardag. Jafnframt verður bætt við tveimur flugum frá París á mánudagsmorgni og þriðjudagsmorgni. Þessi flug verða hluti af almennu leiðakerfi Icelandair og eru komin í sölu á vef icelandair.
Ef þörf er á mun Icelandair einnig leigja inn breiðþotu og bæta við fleiri flugum til Parísar fyrir leikinn í París.
Þá tekur Icelandair fram að flugfélagið mun ekki hafa tök á að bjóða upp á pakkaferðir með aðgöngumiðum, gistingu osfrv. í tengslum við leikinn.
Icelandair bætir við tveimur aukaflugum til og frá París

Tengdar fréttir

Blaðamaður brjálaður útí flugfélögin íslensku
Atli Már Gylfason nær ekki uppí nef sér vegna hækkunar á verði flugmiða til Parísar.

Heimsferðir undirbúa beint flug til Parísar
Stefnt er að því að flugið verið orðið bókanlegt klukkan 09.30.