Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Tómas Þór Þórðarson í Nice skrifar 27. júní 2016 22:45 Ísland vann í kvöld stærsta fótboltasigur þjóðarinnar frá upphafi þegar liðið lagði England, 2-1, í 16 liða úrslitum EM 2016 í fótbolta. Þrátt fyrir að lenda marki undir sneru strákarnir okkar leiknum sér í vil og sigldu sér í átta liða úrslitin þar sem þeir mæta gestgjöfum Frakklands í Saint-Denis á sunnudaginn. Ef það var eitthvað sem íslensku þjálfararnir og öll íslenska þjóðin vissi (hélt) að mætti ekki gerast var að að strákarnir myndu fá á sig mark snemma í leiknum. Það er ekki vani hjá þessu íslenska liði að fá á sig mark snemma en það gerðist í kvöld. Eftir tæpar þrjár mínútur kom upp smá værukærð í vörninni - annað sem við þekkjum ekki hjá liðinu - og Hannes Þór Halldórsson braut á Raheem Sterling eftir að hann slapp frá Birki Má Sævarssyni. Wayne Rooney fór á punktinn fyrir England og skoraði þó Hannes færi í rétt horn. Vonleysi hefði kannski gripið um sig hjá einhverjum smærri þjóðum en þannig eru strákarnir okkar ekki gerðir. Aðeins 80 sekúndum seinna jafnaði Ísland. Roy Hodgson sendi fimm aðstoðarmenn sína að horfa á leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppninnar en þeir virðast ekki hafa fylgst mikið með löngu innköstunum. Aron Einar tók langt innkast frá hægri og Kári Árnason skallaði boltann fyrir fætur Ragnars sem renndi sér á boltann og tróð honum yfir línuna af stuttu færi. Kári kominn með tvær iðnaðarstoðsendingar í í tveimur leikjum. Þegar íslenska landsliðið á í hlut skal þetta hér eftir kalla löng innköst - vítaköst. Ragnar Sigurðsson jafnar í 1-1 JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016 England var meira með boltann eins og vitað var fyrir leikinn en gekk illa að skapa sér færi. Þeir ensku fengu nokkur skotfæri fyrir utan teig en nýttu þau illa og hornspyrnurnar sem þeir fengu í kippum varð ekkert úr. Enskir sóttu meira vinstra megin eins og þeim var ráðlagt en lítið gerðist í fyrri hálfleiknum. Ísland komst í draumalandið eftir 18 mínútna leik þegar Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi yfir, 2-1, með skoti sem Joe Hart hefði líklega átt að verja. Skot hans úr D-boganum lak í netið eftir að Hart gerði sitt besta og allt ætlaði um koll að keyra hjá íslensku stuðningsmönnunum sem áttu stúkuna í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera mun færri. Sóknin í seinni markinu hjá Íslandi var einn risastór sokkur ofan í nokkra enska sparkspekinga sem eyddu fyrsta korteri leiksins í að gera lítið úr leikstíl íslenska liðsins. Spilamennskan í aðdraganda marksins var frábær í einu orði sagt. Kolbeinn Sigþórsson kemur Íslandi í 2-1 ÞETTA ER ÓTRÚLEGT! 2-1 fyrir Íslandi! Kolbeinn Sigþórsson! #EMÍsland https://t.co/HDrKzzXrMy— Síminn (@siminn) June 27, 2016 Síðasta korter fyrri hálfleiksins virtust Englendingarnir svolítið ráðvilltir er sóknarmenn þeirra komust ekkert áleiðis gegn firnasterkri vörn íslenska liðsins þar sem Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson spiluðu eins og kóngar. Eftir tíu mínútna sókn enskra í byrjun seinni hálfleiks var það Ísland sem tók næstum forystuna og það með marki sem hefði kveikt í internetinu. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson reyndi hjólhestaspyrnu af stuttu færi eftir horn en Joe Hart var vel staðsettur og varði meistaralega. Borgaði þar upp fyrir mistökin í markinu hjá Kolbeini. Þrátt fyrir að vera minna með boltann voru strákarnir okkar alltaf tilbúnir að taka hann niður og spila þegar fær gafst. Þeir voru skynsamir og spörkuðu langt þegar þess þurfti en nýttu flest færi á góðu spili. Mikið munaði þar um að Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn besta leik á mótinu. Hann fann sér meira pláss en áður og stýrði umferðinni á miðjunni. Það létti rosalegri pressu af öðrum í liðinu sem gátu bara komið boltanum á Gylfa Þór og tekið sín hlaup. Fyrir utan það sinnti hann varnarvinnunni eins og hermaðurinn sem hann er ásamt Aroni Einari. Eftir því sem á leið leikinn urðu sóknir enska liðsins ráðvilltari en liðið átti varla séns gegn sterkri liðsvörn íslenska liðsins og Hannesi í markinu sem kom öruggur út í öll úthlaup. Það var eina sem hann þurfti að gera því engin skot Englendinga rötuðu á markið. Ragnar Sigurðsson var hreint magnaður í kvöld en í þau fáu skipti sem enska liðið reyndi að gera sig líklegt sópaði hann öllu upp og tækling hans á Jamie Vardy þegar sá snöggi Leicester-maður var að sleppa í gegn er klárlega tækling mótsins. Enska liðið sýndi aldrei í þessum leik að það ætti heima á meðal þeirra bestu. Það fékk einfaldlega ekki tækifæri til þess. Ísland spilaði sinn leik eins og hann gerist bestur og fyrir utan eitt gefins víti átti enska liðið ekkert meira skilið. Strákarnir okkar halda áfram að koma heiminum á óvart, en ekki sjálfum sér. Þeir eru bara svona góðir. Áfram gakk í átta liða úrslitin. Þvílíkur dagur fyrir íslenskan fótbolta og íslenska þjóð. vísir/vilhelm EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona komust strákarnir okkar í leikinn gegn Englandi | Myndband Ísland er ósigrað eins og England en liðin mætast í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld. 27. júní 2016 15:20 Daniel Taylor: Ísland er ekki lið sem tapar 3-0 Einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands segir að sínir menn þurfi að passa sig á strákunum okkar í kvöld. 27. júní 2016 15:04 Hvor markvörðurinn er meiri vítabani? Það verður leikið til þrautar þegar Ísland og England mætast í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld. 27. júní 2016 15:30 Mest lesið Leik lokið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Handbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Körfubolti Fimmtíu kg léttari en síðast þegar hann keppti á HM Sport Snorri kynnti HM-hóp Íslands Handbolti Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Enski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Í beinni: Vitoria - Fiorentina | Albert í Portúgal Í beinni: Chelsea - Shamrock Rovers | Ná þeir bláu í fullt hús? Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks „Vissi hvað ég var að fara út í“ Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Sjá meira
Ísland vann í kvöld stærsta fótboltasigur þjóðarinnar frá upphafi þegar liðið lagði England, 2-1, í 16 liða úrslitum EM 2016 í fótbolta. Þrátt fyrir að lenda marki undir sneru strákarnir okkar leiknum sér í vil og sigldu sér í átta liða úrslitin þar sem þeir mæta gestgjöfum Frakklands í Saint-Denis á sunnudaginn. Ef það var eitthvað sem íslensku þjálfararnir og öll íslenska þjóðin vissi (hélt) að mætti ekki gerast var að að strákarnir myndu fá á sig mark snemma í leiknum. Það er ekki vani hjá þessu íslenska liði að fá á sig mark snemma en það gerðist í kvöld. Eftir tæpar þrjár mínútur kom upp smá værukærð í vörninni - annað sem við þekkjum ekki hjá liðinu - og Hannes Þór Halldórsson braut á Raheem Sterling eftir að hann slapp frá Birki Má Sævarssyni. Wayne Rooney fór á punktinn fyrir England og skoraði þó Hannes færi í rétt horn. Vonleysi hefði kannski gripið um sig hjá einhverjum smærri þjóðum en þannig eru strákarnir okkar ekki gerðir. Aðeins 80 sekúndum seinna jafnaði Ísland. Roy Hodgson sendi fimm aðstoðarmenn sína að horfa á leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppninnar en þeir virðast ekki hafa fylgst mikið með löngu innköstunum. Aron Einar tók langt innkast frá hægri og Kári Árnason skallaði boltann fyrir fætur Ragnars sem renndi sér á boltann og tróð honum yfir línuna af stuttu færi. Kári kominn með tvær iðnaðarstoðsendingar í í tveimur leikjum. Þegar íslenska landsliðið á í hlut skal þetta hér eftir kalla löng innköst - vítaköst. Ragnar Sigurðsson jafnar í 1-1 JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016 England var meira með boltann eins og vitað var fyrir leikinn en gekk illa að skapa sér færi. Þeir ensku fengu nokkur skotfæri fyrir utan teig en nýttu þau illa og hornspyrnurnar sem þeir fengu í kippum varð ekkert úr. Enskir sóttu meira vinstra megin eins og þeim var ráðlagt en lítið gerðist í fyrri hálfleiknum. Ísland komst í draumalandið eftir 18 mínútna leik þegar Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi yfir, 2-1, með skoti sem Joe Hart hefði líklega átt að verja. Skot hans úr D-boganum lak í netið eftir að Hart gerði sitt besta og allt ætlaði um koll að keyra hjá íslensku stuðningsmönnunum sem áttu stúkuna í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera mun færri. Sóknin í seinni markinu hjá Íslandi var einn risastór sokkur ofan í nokkra enska sparkspekinga sem eyddu fyrsta korteri leiksins í að gera lítið úr leikstíl íslenska liðsins. Spilamennskan í aðdraganda marksins var frábær í einu orði sagt. Kolbeinn Sigþórsson kemur Íslandi í 2-1 ÞETTA ER ÓTRÚLEGT! 2-1 fyrir Íslandi! Kolbeinn Sigþórsson! #EMÍsland https://t.co/HDrKzzXrMy— Síminn (@siminn) June 27, 2016 Síðasta korter fyrri hálfleiksins virtust Englendingarnir svolítið ráðvilltir er sóknarmenn þeirra komust ekkert áleiðis gegn firnasterkri vörn íslenska liðsins þar sem Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson spiluðu eins og kóngar. Eftir tíu mínútna sókn enskra í byrjun seinni hálfleiks var það Ísland sem tók næstum forystuna og það með marki sem hefði kveikt í internetinu. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson reyndi hjólhestaspyrnu af stuttu færi eftir horn en Joe Hart var vel staðsettur og varði meistaralega. Borgaði þar upp fyrir mistökin í markinu hjá Kolbeini. Þrátt fyrir að vera minna með boltann voru strákarnir okkar alltaf tilbúnir að taka hann niður og spila þegar fær gafst. Þeir voru skynsamir og spörkuðu langt þegar þess þurfti en nýttu flest færi á góðu spili. Mikið munaði þar um að Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn besta leik á mótinu. Hann fann sér meira pláss en áður og stýrði umferðinni á miðjunni. Það létti rosalegri pressu af öðrum í liðinu sem gátu bara komið boltanum á Gylfa Þór og tekið sín hlaup. Fyrir utan það sinnti hann varnarvinnunni eins og hermaðurinn sem hann er ásamt Aroni Einari. Eftir því sem á leið leikinn urðu sóknir enska liðsins ráðvilltari en liðið átti varla séns gegn sterkri liðsvörn íslenska liðsins og Hannesi í markinu sem kom öruggur út í öll úthlaup. Það var eina sem hann þurfti að gera því engin skot Englendinga rötuðu á markið. Ragnar Sigurðsson var hreint magnaður í kvöld en í þau fáu skipti sem enska liðið reyndi að gera sig líklegt sópaði hann öllu upp og tækling hans á Jamie Vardy þegar sá snöggi Leicester-maður var að sleppa í gegn er klárlega tækling mótsins. Enska liðið sýndi aldrei í þessum leik að það ætti heima á meðal þeirra bestu. Það fékk einfaldlega ekki tækifæri til þess. Ísland spilaði sinn leik eins og hann gerist bestur og fyrir utan eitt gefins víti átti enska liðið ekkert meira skilið. Strákarnir okkar halda áfram að koma heiminum á óvart, en ekki sjálfum sér. Þeir eru bara svona góðir. Áfram gakk í átta liða úrslitin. Þvílíkur dagur fyrir íslenskan fótbolta og íslenska þjóð. vísir/vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona komust strákarnir okkar í leikinn gegn Englandi | Myndband Ísland er ósigrað eins og England en liðin mætast í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld. 27. júní 2016 15:20 Daniel Taylor: Ísland er ekki lið sem tapar 3-0 Einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands segir að sínir menn þurfi að passa sig á strákunum okkar í kvöld. 27. júní 2016 15:04 Hvor markvörðurinn er meiri vítabani? Það verður leikið til þrautar þegar Ísland og England mætast í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld. 27. júní 2016 15:30 Mest lesið Leik lokið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Handbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Körfubolti Fimmtíu kg léttari en síðast þegar hann keppti á HM Sport Snorri kynnti HM-hóp Íslands Handbolti Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Enski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Í beinni: Vitoria - Fiorentina | Albert í Portúgal Í beinni: Chelsea - Shamrock Rovers | Ná þeir bláu í fullt hús? Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks „Vissi hvað ég var að fara út í“ Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Sjá meira
Svona komust strákarnir okkar í leikinn gegn Englandi | Myndband Ísland er ósigrað eins og England en liðin mætast í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld. 27. júní 2016 15:20
Daniel Taylor: Ísland er ekki lið sem tapar 3-0 Einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands segir að sínir menn þurfi að passa sig á strákunum okkar í kvöld. 27. júní 2016 15:04
Hvor markvörðurinn er meiri vítabani? Það verður leikið til þrautar þegar Ísland og England mætast í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld. 27. júní 2016 15:30
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Körfubolti
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Körfubolti