Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2016 20:20 Bormenn Vaðlaheiðarganga vonast nú til að slá í gegn fyrir lok þessa árs. Þeir segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. Rætt var við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., í fréttum Stöðvar 2. Vinnusvæðið blasir við frá Akureyri enda er gangamuninn Eyjafjarðarmegin aðeins um sex kílómetra frá miðbæ höfuðstaðar Norðurlands. Nú er búið að grafa 76 prósent ganganna og bormennirnir fimmtíu skynja vaxandi eftirvæntingu nú þegar farið er að hylla undir þáttaskil í verkinu. „Það er vel fylgst með facebook-síðu okkar og heimasíðunni okkar hvernig staðan er og fólk hefur fullan skilning á því að verkið er að dragast,” segir Valgeir. Gangagerðin er orðin um ári á eftir áætlun. Eyjafjarðarmegin var það heitt vatn sem seinkaði verkinu en Fnjóskadalsmegin kalt vatn samhliða miklu berghruni á tíu til tólf metra kafla. „Allt saman er þetta ekkert óþekkt í jarðgangagerð. En við erum búnir að fá hérna við Vaðlaheiðargöng eiginlega allt sem hægt er að geta gerst í göngum, eiginlega meira en nóg.”Í göngunum Fnjóskárdalsmegin er nú verið að styrkja bergið með gerð svokallaðs pípuþaks. Starfsmennirnir til hægri hræra efnablöndu til þéttingar og styrkingar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Gangagröftur er nú einungist í gangi Eyjafjarðarmegin en þar er búið að grafa fjóra kílómetra. Fnjóskadalsmegin er búið að grafa einn og hálfan kílómetra en þar er munninn á móts við gömlu Fnjóskárbrúna. Þar er unnið að styrkingu bergsins með því að gera svokallað pípuþak, sem er einstakt í göngum á Íslandi. „Þegar búið verður að klára þessar vinnustyrkingar hér þá verður hægt að hefja gangagröftinn beggja vegna frá. Og þá erum við að tala um helmingi meiri afköst heldur en búið er að vera hingað til,” segir Valgeir. Afköstin gætu þá farið upp í 80 til 90 metra á viku sem þýddi að menn þyrftu ekki marga mánuði til að klára þá 1750 metra sem eftir eru ógrafnir af 7200 metra löngum göngum. En svo eru það spurningarnar sem brenna á, að minnsta kosti þeim sem búa nærri göngunum; hvenær slá þeir í gegn og hvenær verða göngin tilbúin? „Ef allt gengur eftir ættum við að geta náð því í lok þessa árs, gegnumslaginu. Þá er allur yfirborðsfrágangur eftir. Það getur tekið 12-14 mánuði, sú vinna. Þannig að endanleg verklok gætu verið í árslok 2017 eða ársbyrjun 2018,” svarar framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Tengdar fréttir Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi. 16. febrúar 2016 07:00 Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu. 6. maí 2015 07:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Bormenn Vaðlaheiðarganga vonast nú til að slá í gegn fyrir lok þessa árs. Þeir segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. Rætt var við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., í fréttum Stöðvar 2. Vinnusvæðið blasir við frá Akureyri enda er gangamuninn Eyjafjarðarmegin aðeins um sex kílómetra frá miðbæ höfuðstaðar Norðurlands. Nú er búið að grafa 76 prósent ganganna og bormennirnir fimmtíu skynja vaxandi eftirvæntingu nú þegar farið er að hylla undir þáttaskil í verkinu. „Það er vel fylgst með facebook-síðu okkar og heimasíðunni okkar hvernig staðan er og fólk hefur fullan skilning á því að verkið er að dragast,” segir Valgeir. Gangagerðin er orðin um ári á eftir áætlun. Eyjafjarðarmegin var það heitt vatn sem seinkaði verkinu en Fnjóskadalsmegin kalt vatn samhliða miklu berghruni á tíu til tólf metra kafla. „Allt saman er þetta ekkert óþekkt í jarðgangagerð. En við erum búnir að fá hérna við Vaðlaheiðargöng eiginlega allt sem hægt er að geta gerst í göngum, eiginlega meira en nóg.”Í göngunum Fnjóskárdalsmegin er nú verið að styrkja bergið með gerð svokallaðs pípuþaks. Starfsmennirnir til hægri hræra efnablöndu til þéttingar og styrkingar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Gangagröftur er nú einungist í gangi Eyjafjarðarmegin en þar er búið að grafa fjóra kílómetra. Fnjóskadalsmegin er búið að grafa einn og hálfan kílómetra en þar er munninn á móts við gömlu Fnjóskárbrúna. Þar er unnið að styrkingu bergsins með því að gera svokallað pípuþak, sem er einstakt í göngum á Íslandi. „Þegar búið verður að klára þessar vinnustyrkingar hér þá verður hægt að hefja gangagröftinn beggja vegna frá. Og þá erum við að tala um helmingi meiri afköst heldur en búið er að vera hingað til,” segir Valgeir. Afköstin gætu þá farið upp í 80 til 90 metra á viku sem þýddi að menn þyrftu ekki marga mánuði til að klára þá 1750 metra sem eftir eru ógrafnir af 7200 metra löngum göngum. En svo eru það spurningarnar sem brenna á, að minnsta kosti þeim sem búa nærri göngunum; hvenær slá þeir í gegn og hvenær verða göngin tilbúin? „Ef allt gengur eftir ættum við að geta náð því í lok þessa árs, gegnumslaginu. Þá er allur yfirborðsfrágangur eftir. Það getur tekið 12-14 mánuði, sú vinna. Þannig að endanleg verklok gætu verið í árslok 2017 eða ársbyrjun 2018,” svarar framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.
Tengdar fréttir Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi. 16. febrúar 2016 07:00 Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu. 6. maí 2015 07:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi. 16. febrúar 2016 07:00
Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu. 6. maí 2015 07:00