Lífið

Júlíspá Siggu Kling - Krabbinn: Greddan ræður ríkjum

Sigga Kling skrifar
Elsku Krabbinn minn.  Það er svo rosalega mikill Venus í kringum þig í sumar. Þú elskar og verður elskaður. Þú verður svo spenntur fyrir svo dæmalaust mörgu að þú veist varla hvert þú átt að stefna. Það er samt allt í lagi.


Það er svo merkilegt með þig, að þú fæðist á þessari jörð dálítið til þess að þjóna mannkyninu og hjálpa öðrum. En í sumar verður þú í þeim aðstæðum að þú þarft að fá hjálp frá fólkinu í kringum þig. Sem er gott því þá muntu læra að finna meiri ást og meira þakklæti en þú hefur séð í langan tíma.



Settu mörk. Ekki hleypa afætunum að þér. Þessum sem taka tíma þinn og stjórna hvernig þér líður og gefa aldrei neitt af sér til baka í staðinn fyrir það sem þú hefur gefið þeim skilyrðislaust.

Síðust tveir mánuðir hafa heldur betur sýnt þér að þú ert á réttri leið. Haltu fast í gleðina þegar þig langar að gráta.

Einhvers konar samningar eða eitthvað í þá áttina dúkkar upp. Þá er mikilvægt að vera rólegur. Þú býrð yfir svo mikilli orku og ert svo spenntur fyrir að sjá útkomuna. Öll þessi spenna fyllir þig gleði og kemur þér í sigurgírinn. Þú ert að fara að vinna stóra sigra.

Mikið er um frjósemi í kringum þig í sumar. Þessi frjósemi tengist ástinni, barneignum og hugmyndum. Ef þú hefur verið óvenju pirraður og lætur allt fara í taugarnar á þér, hárið lætur ekki að stjórn og húðin vitavonlaus, þá skaltu bara aðeins fara að skoða heilsufarið. Kannski vantar þig ekki annað en smá vítamín en það skiptir máli að skoða þetta.

Annars er greddan alltumlykjandi. Sýndu þér virðingu og sýndu ástinni virðingu, þú einhleypi Krabbi. Þá muntu meta miklu betur það sem er í gangi.

Nýttu þér þennan dásamlega geislandi persónuleika sem þú hefur. Hann lýsir upp allan heiminn og það eina sem þú þarft í raun að gera er að taka sjálfur eftir því. Þá sér restin þetta líka. Lífið er gott, manstu.

Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari.

Tengdar fréttir

Júlíspá Siggu Kling - Ljónið: Þú verður að nenna ástinni

Elsku Ljónið mitt. Aldrei hefur nokkurn tíma verið sagt að það sé sérlega auðvelt að vera Ljón, en ég er alveg viss um að þótt þú fengir tilboð um að skipta um merki, þá myndir þú ekki gera það. Þið Ljónin eruð náttúrulega öll konungborin.

Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Hamingjan bankar á dyrnar

Elsku fallegi seiðandi Fiskurinn minn. Hversu dásamlegt á þetta sumar eftir að verða? Það eina sem getur að einhverju leyti truflað þig eða snúið þig niður er annað fólk sem þú ert að stressa þig á, en hefur enga ástæðu til.

Júlíspá Siggu Kling - Tvíburinn: Þitt besta sumar í lengri tíma

Elsku Tvíburinn minn. Ekki hefur verið lognmollunni fyrir að fara í kringum þig. Fólk reynir hvað það getur að hafa stjórn á þér en þú átt bara ekki að leyfa því það. Það getur enginn breytt líðan þinni nema þú gefir samþykki. Passaðu þig á þessu.

Júlíspá Siggu Kling - Vatnsberinn: Slúður er rödd andskotans

Hjartans Vatnsberi. Þú ert að fara inn í merkilegan tíma. Þú ert að fara inn í tíma heiðarleika. Þú ert að fara inn í tíma þar sem að sannleikurinn skiptir ofsalega miklu máli, þú átt eftir að heyra hver sannleikurinn er í hlutum sem þig óraði ekki fyrir.

Júlíspá Siggu Kling komin á Vísi!

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils njóta gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir júnímánuð má sjá hér fyrir neðan.

Júlíspá Siggu Kling - Vog: Hættu þessu tuði

Elsku hjartans Vogin mín. Ekki hafa samviskubit yfir neinu, ekkert bit er sárara einmitt en það. Þú pælir svo mikið í að þú eigir nú að vera búin með þetta, og þú þurfir að klára hitt og vera til staðar þarna, að þú getir fengið svo mikið samviskubit af þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.