Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2016 18:55 Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur fengið staðfestar upplýsingar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, um skiptingu áhorfenda á leiknum á mánudagskvöldið. Það hefur verið mikið álag á starfsmönnum KSÍ enda beinist athygli heimsbyggðarinnar að íslenska liðinu. Leikurinn fer fram á Allianz Riviera leikvanginum í Nice sem tekur tæplega 36 þúsund manns í sæti. Völlurinn er nýr en hann var opnaður í september 2013. Það er orðið uppselt á leikinn og því engir fleiri miðar í boði fyrir íslenska stuðningsmenn. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 á Evrópumótinu í Frakklandi, var í beinni frá Annecy í kvöld og ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er búið að vera í nóg að snúast. Ég ætlaði að gera rosalega mikið í dag en ég er ekki búin að gera nokkurn skapaðan hlut af því. Þetta er búið að vera ævintýri eins og allt annað hérna," sagði Klara. „Þetta eru aðallega miðafyrirspurnir því sem betur fer slepp ég alveg við fjölmiðlaáreitnina. Það sem beinist að mér eru miðamálin og svo gífurleg athygli erlendra fjölmiðla á okkur og liðinu. Það er nóg að snúast í þeirri deild líka," sagði Klara. Liggur fyrir hvað verða margir Íslendingar verða á vellinum í Nice? „Samkvæmt tölum sem við fengum áðan þá verða þrjú þúsund manns," sagði Klara. Þetta þýðir að Íslendingar verða aðeins átta prósent af áhorfendum í stúkunni á leik Íslands og Englands. Margar ástæður eru fyrir því en gríðarlegt álag var á miðasölukerfi UEFA í dag. Það má reikna með því að miklu fleiri Englendingar hafi keypt miða sem buðu upp á það að fylgja sínu liði alla leið í keppninni en slíkir miðar voru í boði í desember. Íslendingar hafa líklegt keypt mun færri slíka miða sem kom sér illa þegar svona fáir miðar voru í boði á leikinn. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05 Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur fengið staðfestar upplýsingar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, um skiptingu áhorfenda á leiknum á mánudagskvöldið. Það hefur verið mikið álag á starfsmönnum KSÍ enda beinist athygli heimsbyggðarinnar að íslenska liðinu. Leikurinn fer fram á Allianz Riviera leikvanginum í Nice sem tekur tæplega 36 þúsund manns í sæti. Völlurinn er nýr en hann var opnaður í september 2013. Það er orðið uppselt á leikinn og því engir fleiri miðar í boði fyrir íslenska stuðningsmenn. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 á Evrópumótinu í Frakklandi, var í beinni frá Annecy í kvöld og ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er búið að vera í nóg að snúast. Ég ætlaði að gera rosalega mikið í dag en ég er ekki búin að gera nokkurn skapaðan hlut af því. Þetta er búið að vera ævintýri eins og allt annað hérna," sagði Klara. „Þetta eru aðallega miðafyrirspurnir því sem betur fer slepp ég alveg við fjölmiðlaáreitnina. Það sem beinist að mér eru miðamálin og svo gífurleg athygli erlendra fjölmiðla á okkur og liðinu. Það er nóg að snúast í þeirri deild líka," sagði Klara. Liggur fyrir hvað verða margir Íslendingar verða á vellinum í Nice? „Samkvæmt tölum sem við fengum áðan þá verða þrjú þúsund manns," sagði Klara. Þetta þýðir að Íslendingar verða aðeins átta prósent af áhorfendum í stúkunni á leik Íslands og Englands. Margar ástæður eru fyrir því en gríðarlegt álag var á miðasölukerfi UEFA í dag. Það má reikna með því að miklu fleiri Englendingar hafi keypt miða sem buðu upp á það að fylgja sínu liði alla leið í keppninni en slíkir miðar voru í boði í desember. Íslendingar hafa líklegt keypt mun færri slíka miða sem kom sér illa þegar svona fáir miðar voru í boði á leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05 Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05
Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti