Áskorun flugmanna á flugvél Landhelgisgæslu Íslands Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni skrifar 24. júní 2016 07:00 Við undirritaðir sem störfum sem flugmenn á eftirlits-, leitar- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands mótmælum harðlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli áður en flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli er opnuð af flugöryggisástæðum, eins og kveðið er á um í fyrra samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar. Því er engin flugbraut með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins opin, til að takast á við válynd suðvestanveður, en þar eru neyðarsjúkrahús og miðstöð almannavarna og björgunarþjónustu landsins staðsett. Þá hörmum við það að ekkert tillit var tekið til flugöryggishagsmuna sjúkra-, leitar-, björgunar- og almannavarnaflugs við þá ákvörðun að loka flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli og óttumst afleiðingarnar af þeirri ráðstöfun þar sem oft á tíðum þarf að fara í slík neyðarflug þegar veður eru hvað verst og aðstæður hvað varasamastar, því hefur flugöryggi þeirra sem slíkt flug stunda verið skert. Viljum við taka undir yfirlýsingu frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna frá 14. júní sl. en þar segir: „Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur verulegar áhyggjur af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 268/2016 um að íslenska ríkinu beri að loka flugbraut 06/24 innan 16 vikna. Í áhættumati varðandi lokun brautarinnar frá 22.maí 2015 er ekki tekið tillit til áhrifa á flugvallakerfið í landinu í heild sinni, fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur né það sem mestu máli skiptir þ.e. neyðarskipulags almannavarna og áhrifa á sjúkraflutninga. Að mati FÍA er flugbraut 06/24 í Reykjavík nauðsynlegur hluti af vellinum til að tryggja nýtingarhlutfall í ljósi mikilvægis vallarins til sjúkra- og neyðarflutninga. Verði flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli lokað er óviðunandi að ekki liggi fyrir ákvörðun um að opna á Keflavíkurflugvelli flugbraut með svipaða stefnu, sem staðið hefur lokuð í áraraðir. Mikilvægt er að flugbraut með stefnu suðvestur/norðaustur sé til staðar á Suðvesturlandi.“ Við undirritaðir förum fram á að samningar standi þannig að flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð án tafar og að flugbraut 06/24 í Reykjavík verði í að minnsta kosti opin fram að þeim tíma. Jakob Ólafsson Hafsteinn Heiðarsson Garðar Árnason Hólmar Logi Sigmundsson Ívar Atli Sigurjónsson flugmenn hjá Landhelgisgæslu Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Við undirritaðir sem störfum sem flugmenn á eftirlits-, leitar- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands mótmælum harðlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli áður en flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli er opnuð af flugöryggisástæðum, eins og kveðið er á um í fyrra samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar. Því er engin flugbraut með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins opin, til að takast á við válynd suðvestanveður, en þar eru neyðarsjúkrahús og miðstöð almannavarna og björgunarþjónustu landsins staðsett. Þá hörmum við það að ekkert tillit var tekið til flugöryggishagsmuna sjúkra-, leitar-, björgunar- og almannavarnaflugs við þá ákvörðun að loka flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli og óttumst afleiðingarnar af þeirri ráðstöfun þar sem oft á tíðum þarf að fara í slík neyðarflug þegar veður eru hvað verst og aðstæður hvað varasamastar, því hefur flugöryggi þeirra sem slíkt flug stunda verið skert. Viljum við taka undir yfirlýsingu frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna frá 14. júní sl. en þar segir: „Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur verulegar áhyggjur af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 268/2016 um að íslenska ríkinu beri að loka flugbraut 06/24 innan 16 vikna. Í áhættumati varðandi lokun brautarinnar frá 22.maí 2015 er ekki tekið tillit til áhrifa á flugvallakerfið í landinu í heild sinni, fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur né það sem mestu máli skiptir þ.e. neyðarskipulags almannavarna og áhrifa á sjúkraflutninga. Að mati FÍA er flugbraut 06/24 í Reykjavík nauðsynlegur hluti af vellinum til að tryggja nýtingarhlutfall í ljósi mikilvægis vallarins til sjúkra- og neyðarflutninga. Verði flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli lokað er óviðunandi að ekki liggi fyrir ákvörðun um að opna á Keflavíkurflugvelli flugbraut með svipaða stefnu, sem staðið hefur lokuð í áraraðir. Mikilvægt er að flugbraut með stefnu suðvestur/norðaustur sé til staðar á Suðvesturlandi.“ Við undirritaðir förum fram á að samningar standi þannig að flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð án tafar og að flugbraut 06/24 í Reykjavík verði í að minnsta kosti opin fram að þeim tíma. Jakob Ólafsson Hafsteinn Heiðarsson Garðar Árnason Hólmar Logi Sigmundsson Ívar Atli Sigurjónsson flugmenn hjá Landhelgisgæslu Íslands
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun