Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 13:15 Wayne Rooney leiðir enska liðið út á völlinn í Nice á mánudagskvöldið. vísir/getty Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann var spurður út í næsta mótherja liðsins. Það er vitaskuld Ísland en strákarnir okkar tryggðu sér annað sætið í F-riðli með sigri á Austurríki í gær og mætir ósigrað í 16 liða úrslitin. Leikur Englands og Íslands fer fram á mánudagskvöldið í Nice.Sjá einnig:Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Englendingar eru mjög kátir með úrslit gærdagsins í F-riðli þar sem Portúgal gerði jafntefli við Ungverjaland. Það varð til þess að Portúgal hafnaði í þriðja sæti og mætir England því Íslandi í staðinn. „Það skipti okkur engu máli hvort við myndum spila við Ísland eða Portúgal. Til að komast lengra þarf að vinna góð lið. Það hefur sýnt sig á þessu móti að allir geta unnið alla,“ sagði Rooney. „Ég hef séð marga segja að England verði að vinna Ísland, Frakkland og Spán til að komast alla leið en hvað segir mönnum að þessi lið komast öll áfram. Það sem við gerum núna er að einbeita okkur að Íslandi og reyna að vinna þann leik.“Wayne Rooney er fyrirliði Englands í dag.vísir/epaJafnar við Beckham Enska liðið er að spila ágætlega á þessu móti en varð af sigri í B-riðlinum þegar það gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu í lokaumferð riðlakeppninnar. Rooney er samt bjartsýnn á sigur gegn Íslandi. „Þetta fer allt eftir því hvernig við spilum. Við eurm gott lið og getum mætt liðum sem verjast og sækja á okkur. Við getum alltaf breytt okkar leikáætlun,“ sagði Rooney. „Við höfum drottnað yfir leikjunum okkar hingað til og ekki verið líklegir til að tapa. Ef við skorum snemma verður Ísland að sækja á okkur og það hentar okkur vel.“ Rooney, sem spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi og jafnar þar við félaga sinn David Beckham, hefur séð íslenska liðið spila og talaði vel um það á blaðamannafundinum í dag. „Ég sá Ísland spila í undankeppninni. Þetta er vel skipulagt lið og við vitum að það verður erfitt að brjóta það niður. Það er mikilvægt að við spilum hratt og látum Íslendingana vinna fyrir þessu. Fyrir þá er þetta frábær saga og Ísland hefur staðið sig vel hingað til,“ sagði Wayne Rooney.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann var spurður út í næsta mótherja liðsins. Það er vitaskuld Ísland en strákarnir okkar tryggðu sér annað sætið í F-riðli með sigri á Austurríki í gær og mætir ósigrað í 16 liða úrslitin. Leikur Englands og Íslands fer fram á mánudagskvöldið í Nice.Sjá einnig:Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Englendingar eru mjög kátir með úrslit gærdagsins í F-riðli þar sem Portúgal gerði jafntefli við Ungverjaland. Það varð til þess að Portúgal hafnaði í þriðja sæti og mætir England því Íslandi í staðinn. „Það skipti okkur engu máli hvort við myndum spila við Ísland eða Portúgal. Til að komast lengra þarf að vinna góð lið. Það hefur sýnt sig á þessu móti að allir geta unnið alla,“ sagði Rooney. „Ég hef séð marga segja að England verði að vinna Ísland, Frakkland og Spán til að komast alla leið en hvað segir mönnum að þessi lið komast öll áfram. Það sem við gerum núna er að einbeita okkur að Íslandi og reyna að vinna þann leik.“Wayne Rooney er fyrirliði Englands í dag.vísir/epaJafnar við Beckham Enska liðið er að spila ágætlega á þessu móti en varð af sigri í B-riðlinum þegar það gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu í lokaumferð riðlakeppninnar. Rooney er samt bjartsýnn á sigur gegn Íslandi. „Þetta fer allt eftir því hvernig við spilum. Við eurm gott lið og getum mætt liðum sem verjast og sækja á okkur. Við getum alltaf breytt okkar leikáætlun,“ sagði Rooney. „Við höfum drottnað yfir leikjunum okkar hingað til og ekki verið líklegir til að tapa. Ef við skorum snemma verður Ísland að sækja á okkur og það hentar okkur vel.“ Rooney, sem spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi og jafnar þar við félaga sinn David Beckham, hefur séð íslenska liðið spila og talaði vel um það á blaðamannafundinum í dag. „Ég sá Ísland spila í undankeppninni. Þetta er vel skipulagt lið og við vitum að það verður erfitt að brjóta það niður. Það er mikilvægt að við spilum hratt og látum Íslendingana vinna fyrir þessu. Fyrir þá er þetta frábær saga og Ísland hefur staðið sig vel hingað til,“ sagði Wayne Rooney.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04
Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30
Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45
Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22
Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45