Arnór Ingvi: Það er svo frábært að vera hérna að við viljum ekkert fara heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 18:18 Birkir Bjarnason og Arnór Ingvi Traustason fagna sigurmarkinu. Vísir/AFP Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í kvöld og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Þorsteinn Joð Vilhjálmsson og Guðmundur Benediktsson tóku Arnór Ingva í viðtal eftir leikinn í útsendingu Símans. „Við vorum komnir þrír á móti einum þarna upp og hann renndi honum fallega á mig. Ég sá eiginlega ekki hvernig boltinn fór inn en hann fór inn," sagði Arnór Ingvi. „Ég sá að Theódór Elmar var með boltann og ég og Birkir tókum þetta hlaup. Ég fékk boltann á fjær og náði að skora," sagði Arnór Ingvi. En hvernig var tilfinningin að fagna með íslensku stuðningsmönnunum eftir leikinn? „Ég er ennþá með hroll í öllum skrokknum. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt. Horfðu á þau, þetta er ótrúlegt," sagði Arnór Ingvi og benti á íslenska fólkið í stúkunni. „Það er tíu þúsund Íslendingar hérna. Hvað er hægt að segja annað en vá," sagði Arnór Ingvi. „Við byrjuðum fyrri hálfleikinn mjög vel og náðum að halda aðeins í boltann. Fyrri hálfleikurinn var góður en við féllum alltof aftarlega í seinni hálfleik og þeir skora þetta mark," sagði Arnór. „Við vorum ennþá með úrslit þegar staðan var 1-1 og ætluðum að halda í það. Svo fáum við þessa einu skyndisókn og klárum dæmið," sagði Arnór. „Nú er bara England næst og við förum bara að undirbúa okkur undir þann leik.,“ sagði Arnór Ingvi. „Ég vil ekki taka þetta á mig. Þetta er fyrst og fremst liðið sem hefur staðið sig svo frábærlega hérna. Mér finnst við eiga þetta allir skilið. Þetta er svo frábær hópur og það er svo frábært að vera hérna að við viljum ekkert fara heim,“ sagði Arnór. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í kvöld og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Þorsteinn Joð Vilhjálmsson og Guðmundur Benediktsson tóku Arnór Ingva í viðtal eftir leikinn í útsendingu Símans. „Við vorum komnir þrír á móti einum þarna upp og hann renndi honum fallega á mig. Ég sá eiginlega ekki hvernig boltinn fór inn en hann fór inn," sagði Arnór Ingvi. „Ég sá að Theódór Elmar var með boltann og ég og Birkir tókum þetta hlaup. Ég fékk boltann á fjær og náði að skora," sagði Arnór Ingvi. En hvernig var tilfinningin að fagna með íslensku stuðningsmönnunum eftir leikinn? „Ég er ennþá með hroll í öllum skrokknum. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt. Horfðu á þau, þetta er ótrúlegt," sagði Arnór Ingvi og benti á íslenska fólkið í stúkunni. „Það er tíu þúsund Íslendingar hérna. Hvað er hægt að segja annað en vá," sagði Arnór Ingvi. „Við byrjuðum fyrri hálfleikinn mjög vel og náðum að halda aðeins í boltann. Fyrri hálfleikurinn var góður en við féllum alltof aftarlega í seinni hálfleik og þeir skora þetta mark," sagði Arnór. „Við vorum ennþá með úrslit þegar staðan var 1-1 og ætluðum að halda í það. Svo fáum við þessa einu skyndisókn og klárum dæmið," sagði Arnór. „Nú er bara England næst og við förum bara að undirbúa okkur undir þann leik.,“ sagði Arnór Ingvi. „Ég vil ekki taka þetta á mig. Þetta er fyrst og fremst liðið sem hefur staðið sig svo frábærlega hérna. Mér finnst við eiga þetta allir skilið. Þetta er svo frábær hópur og það er svo frábært að vera hérna að við viljum ekkert fara heim,“ sagði Arnór.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira