Slys sem hefði mátt koma í veg fyrir Marie Legatelois skrifar 22. júní 2016 07:00 Opinbert svar við greininni Friðlýsing Látrabjargs í uppnámi Hvers vegna fór skipulagsferlið svona illa? Vegna hrópandi skorts á skynsamlegum stjórnunaraðferðum. Yfirvöldin fengu viðvaranir en geðþóttaákvarðanir virðast vera normið á Íslandi. Ég beini því orðum mínum til almennings. Sveitarstjórnin í Patreksfirði vann með Umhverfisstofnun að skipulagi Látrabjargs. Þau höfðu öll tæki sem þurfti til stjórna ferlinu vel: leiðarvísa um góða starfshætti í skipulagningu og samskiptum við hagsmunaaðila; ótal rannsóknir á stjórnun náttúruminja; mýmörg dæmi um vandamál þegar starfshættir eru ekki góðir; heila deild innan Háskólaseturs Vestfjarða sérhæfða í stjórnun haf- og strandsvæða; öflug tæki til að meta áhrif ferðamanna á viðkvæm svæði sem voru þróuð af Ólafsdóttur og Runnström; og meistararitgerð mína sem benti á marga galla í ferlinu og hvernig væri hægt að bæta úr þeim. En ekkert af þessu virðist hafa verið notað. Í fyrsta lagi vantaði meiri upplýsingar til að verndaráætlun gæti gagnast svæðinu og hagsmunaaðilum. Næstum engin gögn eru til um plöntulíf, skordýr, spendýr og sumar fuglategundir á svæðinu. Því vantar mikið upp á að hægt sé að vita hvað og hvar þarf að vernda. Þá vantar alveg rannsóknir á ferðamönnum sem koma á svæðið. Til hvers koma þeir, hvaða aðbúnað vilja þeir hafa, hvernig eyða þeir peningum, o.s.frv.? Þessu þarf að svara til að gera haldgóða áætlun. Þetta leiddi til annars galla, skorts á raunverulegri þátttöku allra hagsmunaaðila. Reyndar hefði þurft að fara í sérstaka hagsmunaaðilagreiningu til að meta hverjir hafa hagsmuna að gæta. Þótt hún hafi ekki verið gerð var ekkert samráð haft við augljósa hagsmunaaðila eins og ferðamenn, leiðsögumenn, ferðamannafyrirtæki, veiðimenn og umhverfisverndarhópa. Samráðið ætti líka að vera mun nánara; fulltrúi hvers hóps ætti að vera viðstaddur hvert einasta skref í ferlinu. Fulltrúarnir ættu að vera kjörnir á lýðræðislegan hátt, en ekki valdir eftir hentugleik yfirvalda. Enn fremur er nauðsynlegt að hafa hlutlausan millilið sem dregur úr spennu og miðlar málum milli aðila. Þetta seinkar vissulega ferlinu, en sparar tíma og kostnað vegna mistaka og ósættis.Engin greining Þátttökuna vantaði og landeigendurnir voru virtir að vettugi, sem leiddi til vantrausts og fékk suma til að hafna friðuninni. Mótstaða við friðun skýrist sennilega að hluta á skorti á skilningi á því hvað friðunin þýðir og hvaða gerðir eru til af friðun (það voru engar umræður með hagsmunaaðilum um hvaða gerð friðunar þeir vildu). Yfirvöld hefðu átt að útskýra þessa hluti, en þau vissu það ekki einu sinni sjálf, því engin greining var gerð á því hvaða áhrif friðun á Látrabjarg myndi hafa! Þetta leiðir til spurningar sem ég tel vera síðasta alvarlega gallann; Hvers vegna var deiliskipulagið gert á undan verndar-og stjórnunaráætluninni; og þar með nákvæmri umhverfis-, hagfræði-og félagsgreiningu? Í rökréttri stjórnunarhugsun byggir deiliskipulagið á minnstu smáatriðum þessarar greiningarvinnu. Hvaða gerð af ferðamennsku á að stunda; fjöldaferðamennsku, vistvæna ferðamennsku, eða á að rukka aðgangseyri? Hvernig á að fjármagna deiliskipulagið? Hvar eru viðkvæmar tegundir eða vistkerfi? Hvaða áhrif munu ákvarðanir hafa á hagsmunaaðila? Hvar á að byggja innviði og af hvaða gerð, til að lágmarka umhverfisáhrif? Hvernig er hægt að bæta efnahag svæðisins? Smávægilegt umhverfismat var gert á áhrifum þess að færa veg, en þar var bjartsýni ríkjandi og varúðarreglu ekki beitt. Þar sem deiliskipulagið var gert af arkitektastofu kemur lítið á óvart að þar sé ekkert talað um efnisval, hönnun og hvaða tegundir af innviðum henta best m.t.t. umhverfis og ferðamanna. Hvar var varúðarreglan, sjáfbærnihugsunin og aðlögunin að landslaginu? Loks voru svör þeirra við athugasemdum mínum og annarra vægast sagt vonbrigði (sérstaklega landeigendanna), ef þeim var yfirleitt svarað. Svörin voru oftar á þá leið að „við ákváðum þetta“ heldur en að færa rök fyrir niðurstöðunni. Þeir virðast ekki hafa haft í hyggju að breyta áætlunum sínum eða að bæta samskipti við hagsmunaaðila.Interactions and Management of the Stakeholders-Tourists-Trails-Environment system at Látrabjarg Cliffs (Iceland) : A comparative study with Moher Cliffs (Ireland).DeiliskipulagSpurt og svarað á landeigendafundi vegna friðlýsingar LátrabjargsLátrabjarg deiliskipulag athugasemdir og svörFriðlýsing Látrabjargs i uppnámiSérstakar þakkir til eiginmanns míns sem styður mig og hjálpaði mér við að skrifa greinina. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Skoðun Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Opinbert svar við greininni Friðlýsing Látrabjargs í uppnámi Hvers vegna fór skipulagsferlið svona illa? Vegna hrópandi skorts á skynsamlegum stjórnunaraðferðum. Yfirvöldin fengu viðvaranir en geðþóttaákvarðanir virðast vera normið á Íslandi. Ég beini því orðum mínum til almennings. Sveitarstjórnin í Patreksfirði vann með Umhverfisstofnun að skipulagi Látrabjargs. Þau höfðu öll tæki sem þurfti til stjórna ferlinu vel: leiðarvísa um góða starfshætti í skipulagningu og samskiptum við hagsmunaaðila; ótal rannsóknir á stjórnun náttúruminja; mýmörg dæmi um vandamál þegar starfshættir eru ekki góðir; heila deild innan Háskólaseturs Vestfjarða sérhæfða í stjórnun haf- og strandsvæða; öflug tæki til að meta áhrif ferðamanna á viðkvæm svæði sem voru þróuð af Ólafsdóttur og Runnström; og meistararitgerð mína sem benti á marga galla í ferlinu og hvernig væri hægt að bæta úr þeim. En ekkert af þessu virðist hafa verið notað. Í fyrsta lagi vantaði meiri upplýsingar til að verndaráætlun gæti gagnast svæðinu og hagsmunaaðilum. Næstum engin gögn eru til um plöntulíf, skordýr, spendýr og sumar fuglategundir á svæðinu. Því vantar mikið upp á að hægt sé að vita hvað og hvar þarf að vernda. Þá vantar alveg rannsóknir á ferðamönnum sem koma á svæðið. Til hvers koma þeir, hvaða aðbúnað vilja þeir hafa, hvernig eyða þeir peningum, o.s.frv.? Þessu þarf að svara til að gera haldgóða áætlun. Þetta leiddi til annars galla, skorts á raunverulegri þátttöku allra hagsmunaaðila. Reyndar hefði þurft að fara í sérstaka hagsmunaaðilagreiningu til að meta hverjir hafa hagsmuna að gæta. Þótt hún hafi ekki verið gerð var ekkert samráð haft við augljósa hagsmunaaðila eins og ferðamenn, leiðsögumenn, ferðamannafyrirtæki, veiðimenn og umhverfisverndarhópa. Samráðið ætti líka að vera mun nánara; fulltrúi hvers hóps ætti að vera viðstaddur hvert einasta skref í ferlinu. Fulltrúarnir ættu að vera kjörnir á lýðræðislegan hátt, en ekki valdir eftir hentugleik yfirvalda. Enn fremur er nauðsynlegt að hafa hlutlausan millilið sem dregur úr spennu og miðlar málum milli aðila. Þetta seinkar vissulega ferlinu, en sparar tíma og kostnað vegna mistaka og ósættis.Engin greining Þátttökuna vantaði og landeigendurnir voru virtir að vettugi, sem leiddi til vantrausts og fékk suma til að hafna friðuninni. Mótstaða við friðun skýrist sennilega að hluta á skorti á skilningi á því hvað friðunin þýðir og hvaða gerðir eru til af friðun (það voru engar umræður með hagsmunaaðilum um hvaða gerð friðunar þeir vildu). Yfirvöld hefðu átt að útskýra þessa hluti, en þau vissu það ekki einu sinni sjálf, því engin greining var gerð á því hvaða áhrif friðun á Látrabjarg myndi hafa! Þetta leiðir til spurningar sem ég tel vera síðasta alvarlega gallann; Hvers vegna var deiliskipulagið gert á undan verndar-og stjórnunaráætluninni; og þar með nákvæmri umhverfis-, hagfræði-og félagsgreiningu? Í rökréttri stjórnunarhugsun byggir deiliskipulagið á minnstu smáatriðum þessarar greiningarvinnu. Hvaða gerð af ferðamennsku á að stunda; fjöldaferðamennsku, vistvæna ferðamennsku, eða á að rukka aðgangseyri? Hvernig á að fjármagna deiliskipulagið? Hvar eru viðkvæmar tegundir eða vistkerfi? Hvaða áhrif munu ákvarðanir hafa á hagsmunaaðila? Hvar á að byggja innviði og af hvaða gerð, til að lágmarka umhverfisáhrif? Hvernig er hægt að bæta efnahag svæðisins? Smávægilegt umhverfismat var gert á áhrifum þess að færa veg, en þar var bjartsýni ríkjandi og varúðarreglu ekki beitt. Þar sem deiliskipulagið var gert af arkitektastofu kemur lítið á óvart að þar sé ekkert talað um efnisval, hönnun og hvaða tegundir af innviðum henta best m.t.t. umhverfis og ferðamanna. Hvar var varúðarreglan, sjáfbærnihugsunin og aðlögunin að landslaginu? Loks voru svör þeirra við athugasemdum mínum og annarra vægast sagt vonbrigði (sérstaklega landeigendanna), ef þeim var yfirleitt svarað. Svörin voru oftar á þá leið að „við ákváðum þetta“ heldur en að færa rök fyrir niðurstöðunni. Þeir virðast ekki hafa haft í hyggju að breyta áætlunum sínum eða að bæta samskipti við hagsmunaaðila.Interactions and Management of the Stakeholders-Tourists-Trails-Environment system at Látrabjarg Cliffs (Iceland) : A comparative study with Moher Cliffs (Ireland).DeiliskipulagSpurt og svarað á landeigendafundi vegna friðlýsingar LátrabjargsLátrabjarg deiliskipulag athugasemdir og svörFriðlýsing Látrabjargs i uppnámiSérstakar þakkir til eiginmanns míns sem styður mig og hjálpaði mér við að skrifa greinina. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun