Tók sé frí frá Blink-182 til að einblína á hættuna sem stafar af geimverum Birgir Olgeirsson skrifar 20. júní 2016 23:45 Tom DeLonge, til vinstri á myndinni, einblínir nú á ástríðu sína í lífinu sem er líf í geimnum og hættuna sem blasir við mannkyninu. Vísir/Getty Tom DeLonge, einn af stofnendum bandaríska tríósins Blink-182, hefur opinberað eina af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að taka sér pásu frá bandinu.Í viðtali við Mic sagðist hann hafa svo mikið á sinni könnu í einkalífinu að hann hefði ekki tíma fyrir hljómsveitina. Þar á meðal að fylgjast með geimverum. Þeir sem þekkja til Tom DeLonge vita að hann hefur aldrei farið í grafgötur með áhuga sinn á geimnum og hefur samið lög á borð við Aliens Exist, The Flight of Apollo og Valkyrie Missile. Þessu fylgir ómældur áhugi á fljúgandi furðuhlutum.Hér fyrir neðan má heyra eitt af þekktari lögum Blink-182:Hann hefur komið á fót útgáfunni Sekret Machines sem mun einblína á rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Mun fyrirtækið leitast við að gefa út skáldsögur, fræðirit, tónlist frá nýrri hljómsveit hans Angels & Airwaves og heimildarmyndir. Fyrsta bókin er nú þegar komin út sem nefnist Sekret Machines Book 1: Chasing Shadows þar sem DeLonge vitnar í heimildarmenn sína innan hersins og leyniþjónustu Bandaríkjanna sem segja sögur af fljúgandi furðuhlutum og hið yfirskilvitlega. „Þegar þú ert einstaklingur eins og ég, sem er að fást við eitthvað sem varðar þjóðaröryggi, og þú hefur fengið þetta tækifæri til að miðla einhverju sem þú hefur brunnið fyrir allt þitt líf, eitthvað sem getur breytt heiminum, að vera hluti af slíku er afskaplega mikilvægt fyrir mitt líf,“ sagði DeLonge við Mic þegar hann var spurður hvers vegna hann tók sér pásu frá Blink 182. Hann segist vera hættur að nota orðið „geimverur“ eða „aliens“ en hann segir ríkisstjórnina í Bandaríkjunum leggja áherslu á að almenningur noti það orð. „Þetta er hugtak sem fólk notar í poppmenningunni, og skiljanlega því ríkisstjórnin ver ómældum fjármunum í að viðhalda því.“DeLonge vonar ekkert meira en að hann verði tekinn alvarlega svo hann geti deilt upplýsingum með almenningi sem hann segir vísindamenn hafa staðfest. „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér. Við höfum hundruð þúsunda vitna. Sönnunargögn sem hafa verið greind af vísindamönnum um allan heim. Atburðir sem eiga sér stað á jörðu niðri. Þetta er allt í kringum okkur.“ Airwaves Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Tom DeLonge, einn af stofnendum bandaríska tríósins Blink-182, hefur opinberað eina af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að taka sér pásu frá bandinu.Í viðtali við Mic sagðist hann hafa svo mikið á sinni könnu í einkalífinu að hann hefði ekki tíma fyrir hljómsveitina. Þar á meðal að fylgjast með geimverum. Þeir sem þekkja til Tom DeLonge vita að hann hefur aldrei farið í grafgötur með áhuga sinn á geimnum og hefur samið lög á borð við Aliens Exist, The Flight of Apollo og Valkyrie Missile. Þessu fylgir ómældur áhugi á fljúgandi furðuhlutum.Hér fyrir neðan má heyra eitt af þekktari lögum Blink-182:Hann hefur komið á fót útgáfunni Sekret Machines sem mun einblína á rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Mun fyrirtækið leitast við að gefa út skáldsögur, fræðirit, tónlist frá nýrri hljómsveit hans Angels & Airwaves og heimildarmyndir. Fyrsta bókin er nú þegar komin út sem nefnist Sekret Machines Book 1: Chasing Shadows þar sem DeLonge vitnar í heimildarmenn sína innan hersins og leyniþjónustu Bandaríkjanna sem segja sögur af fljúgandi furðuhlutum og hið yfirskilvitlega. „Þegar þú ert einstaklingur eins og ég, sem er að fást við eitthvað sem varðar þjóðaröryggi, og þú hefur fengið þetta tækifæri til að miðla einhverju sem þú hefur brunnið fyrir allt þitt líf, eitthvað sem getur breytt heiminum, að vera hluti af slíku er afskaplega mikilvægt fyrir mitt líf,“ sagði DeLonge við Mic þegar hann var spurður hvers vegna hann tók sér pásu frá Blink 182. Hann segist vera hættur að nota orðið „geimverur“ eða „aliens“ en hann segir ríkisstjórnina í Bandaríkjunum leggja áherslu á að almenningur noti það orð. „Þetta er hugtak sem fólk notar í poppmenningunni, og skiljanlega því ríkisstjórnin ver ómældum fjármunum í að viðhalda því.“DeLonge vonar ekkert meira en að hann verði tekinn alvarlega svo hann geti deilt upplýsingum með almenningi sem hann segir vísindamenn hafa staðfest. „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér. Við höfum hundruð þúsunda vitna. Sönnunargögn sem hafa verið greind af vísindamönnum um allan heim. Atburðir sem eiga sér stað á jörðu niðri. Þetta er allt í kringum okkur.“
Airwaves Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira